Viðskipti innlent

Marel Food Systems lækkar mest í byrjun dags

Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems.
Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems. Mynd/GVA

Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hefur fallið um 2,27 prósent í dag. Á eftir fylgir gengi bréfa í Bakkavör, sem hefur lækkað um 1,16 prósent, og í Century Aluminum, sem hefur lækkað um 0,95 prósent.

Á sama tíma hefur gengi bréfa í Straumi hækkað um 1,63 prósent og í Össuri um 0,62 prósent.

Gamla Úrvalsvísitalan (OMXI15) hefur lækkað lítillega, um 0,03 prósent, og stendur í 331 stigi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×