Borgaði 13 milljarða fyrir hlut í Kaupþingi daginn áður en bankinn féll 15. janúar 2009 18:31 Bróðir emírsins í Katar greiddi rúmlega þrettán milljarða króna hlut í Kaupþingi, daginn áður en bankinn féll. Þann 22. september á síðasta ári keypti Sheik Mohamed bin Khalifa Al-Thani, bróðir emírsins í Katar, fimm prósent hlut í Kaupþingi í gegnum fjárfestingarfélag hans Q Iceland Finance. Kaupverðið var tuttugu og fimm komma sex milljarðar króna. Kaupin vöktu talsverða athygli á sínum tíma og efasemdir hafa verið um hvort að greiðsla hafi raunverlega verið reidd af hendi. Telma Halldórsdóttir, lögfræðingur og eini stjórnarmaðurinn í fjárfestingarfélaginu Q Iceland Finance, segir að félagið hafi fengið lán hjá Kaupþingi fyrir helming hlutarins sem keyptur var og lagt var fram veð fyrir hinum helmingnum. Telma vildi ekki koma í viðtal í dag en í samtali við fréttastofu sagði hún lánið hafa verið tekið tekið við kaupin og að það þá hafa verið tólf og hálfur milljarður króna. Það var síðan greitt til baka 8. október, daginn fyrir þjóðnýtingu Kaupþings. Þá voru greiddir tæpir þrettán komma þrír miljarðar króna með vöxtum, en vextirnir voru um fjögur hundruð milljónir króna. Greiðslan kom í gegnum Kaupþing í Lúxemborg. Telma segir að fullkomlega eðlilega hafi verið staðið að málu og allt tilkynnt til Fjármálaeftirlitsins. Telma sýndi fréttamanni kvittun fyrir greiðslunni en vildi þó ekki að tekin yrði mynd af henni allri. Ekki náðist í Steinar Guðgeirsson formann skilanefndar Kaupþings í dag vegna málsins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Tengdar fréttir Fulltrúi Al-Thani: Undrast að kvittun finnist ekki Telma Halldórsdóttir, stjórnarmaður í fjárfestingarfélaginu Q Iceland Finance, undrast frétt Ríkissjónvarpsins í kvöld þar sem fullyrt var að yfirvöld hér á landi skoði nú hvort tugmilljarða kaup fjárfesta frá Katar á hlutabréfum í Kaupþingi síðasta haust hafi verið blekking. ,,Ég skil ekki að þeir finni ekki umræddar kvittanir." Ekki var haft samband við Telmu vegna fréttar RÚV. 14. janúar 2009 20:39 Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Sjá meira
Bróðir emírsins í Katar greiddi rúmlega þrettán milljarða króna hlut í Kaupþingi, daginn áður en bankinn féll. Þann 22. september á síðasta ári keypti Sheik Mohamed bin Khalifa Al-Thani, bróðir emírsins í Katar, fimm prósent hlut í Kaupþingi í gegnum fjárfestingarfélag hans Q Iceland Finance. Kaupverðið var tuttugu og fimm komma sex milljarðar króna. Kaupin vöktu talsverða athygli á sínum tíma og efasemdir hafa verið um hvort að greiðsla hafi raunverlega verið reidd af hendi. Telma Halldórsdóttir, lögfræðingur og eini stjórnarmaðurinn í fjárfestingarfélaginu Q Iceland Finance, segir að félagið hafi fengið lán hjá Kaupþingi fyrir helming hlutarins sem keyptur var og lagt var fram veð fyrir hinum helmingnum. Telma vildi ekki koma í viðtal í dag en í samtali við fréttastofu sagði hún lánið hafa verið tekið tekið við kaupin og að það þá hafa verið tólf og hálfur milljarður króna. Það var síðan greitt til baka 8. október, daginn fyrir þjóðnýtingu Kaupþings. Þá voru greiddir tæpir þrettán komma þrír miljarðar króna með vöxtum, en vextirnir voru um fjögur hundruð milljónir króna. Greiðslan kom í gegnum Kaupþing í Lúxemborg. Telma segir að fullkomlega eðlilega hafi verið staðið að málu og allt tilkynnt til Fjármálaeftirlitsins. Telma sýndi fréttamanni kvittun fyrir greiðslunni en vildi þó ekki að tekin yrði mynd af henni allri. Ekki náðist í Steinar Guðgeirsson formann skilanefndar Kaupþings í dag vegna málsins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Tengdar fréttir Fulltrúi Al-Thani: Undrast að kvittun finnist ekki Telma Halldórsdóttir, stjórnarmaður í fjárfestingarfélaginu Q Iceland Finance, undrast frétt Ríkissjónvarpsins í kvöld þar sem fullyrt var að yfirvöld hér á landi skoði nú hvort tugmilljarða kaup fjárfesta frá Katar á hlutabréfum í Kaupþingi síðasta haust hafi verið blekking. ,,Ég skil ekki að þeir finni ekki umræddar kvittanir." Ekki var haft samband við Telmu vegna fréttar RÚV. 14. janúar 2009 20:39 Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Sjá meira
Fulltrúi Al-Thani: Undrast að kvittun finnist ekki Telma Halldórsdóttir, stjórnarmaður í fjárfestingarfélaginu Q Iceland Finance, undrast frétt Ríkissjónvarpsins í kvöld þar sem fullyrt var að yfirvöld hér á landi skoði nú hvort tugmilljarða kaup fjárfesta frá Katar á hlutabréfum í Kaupþingi síðasta haust hafi verið blekking. ,,Ég skil ekki að þeir finni ekki umræddar kvittanir." Ekki var haft samband við Telmu vegna fréttar RÚV. 14. janúar 2009 20:39