Fleiri fréttir LSS opnar fjárfestingarleiðir hjá séreignasjóði sínum Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga (LSS) hefur lokið endurmati eigna í séreignarleiðum og því hafa fjárfestingarleiðir sjóðsins verið opnaðar að nýju. 23.12.2008 11:28 Minnsta íbúðasala síðan árið 1985 Í síðustu viku var 27 samningum um kaup á húsnæði þinglýst og nam upphæð samninganna samtals 685 milljónir kr. Þetta er umsvifaminnsta vika ársins og leita þarf aftur til desembermánaðar árið 1985 til að finna færri kaupsamninga á einni viku. 23.12.2008 11:02 Verðbólguvæntingar stjórnenda í hæstu hæðum Verðbólguvæntingar stjórnenda fyrirtækja hafa rokið upp að undanförnu. Samkvæmt könnun sem gerð var í nóvember og desember fyrir Seðlabankann væntu forsvarsmenn fyrirtækja 15% verðbólgu á næstu tólf mánuðum. 23.12.2008 10:59 Úrvalsvísitalan undir 350 stigum Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hefur hækkað um 0,41 prósent í Kauphöllinni í dag og er það eina hækkun dagsins. Á móti hefur gengi bréfa í Straumi fallið um 2,56 prósent, bréf Bakkavarar lækkað um 0,76 prósent og Össurar um 0,5 prósent. 23.12.2008 10:30 Málum peningamarkaðssjóðanna hugsanlega vísað til lögreglu Til greina kemur að Fjármálaeftirlitið vísi rannsókn á peningamarkaðssjóðunum til lögreglu þyki athugun Fjármálaeftirlitsins á starfsemi sjóðanna gefa tilefni til þess. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem viðskiptaráðherra hefur sent fjölmiðlum. 22.12.2008 17:13 Exista hrynur á síðasta degi Gengi hlutabréfa í Existu hrundi um 33,33 prósent í Kauphöllinni í dag og endaði í fjörutíu aurum á hlut. Þetta er jafnframt síðasti dagurinn sem félagið er skráð á markað. 22.12.2008 17:10 Síðasti dagur Exista í kauphöllinni Eftir lokun viðskipta í dag verður Exista hf. tekið úr viðskiptum í kauphöllinni. 22.12.2008 14:51 Jólabjórinn hefur hækkað um allt að helming Samkvæmt könnun Neytendasamtakanna hefur jólabjórinn í ár hækkað um allt að helming frá því í desember í fyrra. Hér er átt við Viking í gleri 33 cl. út úr verslun hjá ATVR. 22.12.2008 14:26 Kaupmáttur launa lækkaði um 7,7% í ár Kaupmáttur launa hefur dregist saman um 7,7% síðustu 12 mánuði að því er kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. 22.12.2008 11:08 Glitnir setur sér verklagsreglur Nýi Glitnir birti á föstudag á vefsvæði sínu vinnuramma um úrlausnir fyrir fyrirtæki sem eiga í tímabundnum erfiðleikum. Vinnuramminn er settur fram í framhaldi af yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja frá 2. desember sl.. 22.12.2008 11:05 Semja um viðskiptavakt við Lánasjóð sveitarfélaga MP Banki, Saga Capital, og Straumur hafa gert samninga við Lánasjóð sveitarfélaga í tengslum við viðskiptavakt á eftirmarkaði með bréf sjóðsins í flokki LSS150224. 22.12.2008 10:50 Kauphöllin áminnir Exista og sektar um 4 milljónir kr. Kauphöllin hefur veitt Exista opinbera áminningu og fésekt vegna brota á ákvæðum reglna um viðskipti í Kauphöllinni. Sektin nemur 4 milljónum kr.. 22.12.2008 10:38 Eimskip hækkar um 1,58 prósent Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu hækkaði um 1,58 prósent í Kauphöllinni í morgun. Þetta er eina hækkunin á fremur rólegum degi. 22.12.2008 10:28 Vill byggja 50.000 tonna kísilmálmverksmiðju Erlent fyrirtæki fyrirhugar að framleiða hér á landi 50 þús. tonn árlega af hefðbundnum kísilmálmi . Liggur fyrir álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar frá 2. október 2008. 22.12.2008 09:08 Verðbólgan mælist nú 18,1% á ársgrundvelli Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 18,1% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 20,7%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 5,5% sem jafngildir 24,0% verðbólgu á ári. 22.12.2008 09:03 Ríkisvíxlar runnu út „Ríkinu hlýtur að vera létt fyrst þetta gekk svona vel,“ segir Jón Bjarki Bentsson, sérfræðingur í Greiningu Glitnis. 22.12.2008 06:00 Lánið frá AGS enn ónýtt Seðlabanki Íslands hefur enn ekki þurft að nýta sér lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til að styrkja gengi krónunnar. Lánsfjárhæðin sem greidd hefur verið út myndar hluta af gjaldeyrisforða Seðlabankans og skilar vaxtatekjum. 21.12.2008 17:36 Vill heildarendurskoðun á samkeppnisumhverfi fyrirtækja Ármann Kr. Ólafsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði í gær fram þingsályktunartillögu um að ríkisstjórninni verði falin heildarendurskoðun á samkeppnisumhverfi íslenskra fyrirtækja. 21.12.2008 13:42 Alþingi samþykkir að veita fé til málshöfðunar gegn Bretum Alþingi samþykkti nú á sjötta tímanum lög um heimild til fjárhagslegrar fyrirgreiðslu úr ríkissjóði í tengslum við málshöfðun fyrir erlendum dómstólum vegna íþyngjandi stjórnvaldsákvarðana erlendra stjórnvalda á tímabilinu 1. október til 1. desember 2008. 20.12.2008 17:40 Nýsköpun í kreppunni „Við önnum varla eftirspurn, eins og er,“ segir Valur Þór Gunnarsson, höfundur Kreppuspilsins, en fyrsta upplag kom í verslanir fyrir um viku, eftir að það hafði selst upp í forsölu. 20.12.2008 06:00 Úrvalsvísitalan hrunin um 96 prósent - ekki lægri í rúm 14 ár Úrvalsvísitalan stóð við lok dags í 355 stigum og hefur ekki verið lægri síðan snemma í ágúst 1994. Hún hefur hrunið um rúm 94 prósent frá áramótum. 19.12.2008 17:45 Nýr framkvæmdastjóri hjá SmartLynx Eugene O´Reilly hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra SmartLynx, dótturfélags Icelandair Group í Lettlandi. 19.12.2008 17:12 Sparisjóðabankinn á nú 9,3% í Icelandair eftir veðkall Sparisjóðabanki Íslands tilkynnti í dag að bankinn eigi 93.572.562 hluti í Icelandair Group hf.,eða sem nemur 9,36% af heildarhlutafé Icelandair Group hf. 19.12.2008 17:06 Straumur féll um átta prósent Gengi hlutabréfa í Straumi féll um 7,93 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgdi gengi bréfa í Atlantic Petroleum, sem féll um 6,78 prósent, Bakkavör, sem fór niður um 5,05 prósent og Century Aluminum, sem féll um 4,96 prósent. 19.12.2008 16:40 Lífeyrissjóðurinn Stapi lækkar vexti á lánum í 4,2% Á stjórnarfundi Stapa lífeyrissjóðs í dag var ákveðið að lækka vexti sjóðfélagalána í 4,2% frá 1. janúar n.k., en áður höfðu þeir verið lækkaðir úr 5,7% í 5,2% 1. desember sl. 19.12.2008 16:12 Fréttaskýring: Losa þarf um gjaldeyrishöftin fljótlega Seðlabanki Íslands vinnur nú að áætlun um hvernig skuli draga úr gjaldeyrishöftum þeim sem gilt hafa frá upphafi mánaðarins. Bankastjórnin hefur sagt að höftin komi til endurskoðunar fyrir 1. mars n.k. með tilliti til að létta þeim að einhverju marki. Lögin um höftin gilda hinsvegar fram til ársins 2010. 19.12.2008 14:30 Landsbankinn selur Kepler til stjórnar og starfsmanna Skilanefnd Landsbankans hefur gengið frá sölu á fjármálafyrirtækinu Kepler Capital Markets til stjórnar og starfsmanna fyrirtækisins. 19.12.2008 14:29 Fyrirtækjum heimilað að gera 2008 upp í erlendri mynt Alþingi hefur samþykkt ný lög sem heimila fyrirtækjum að gera upp ársreikninga sína í erlendri mynt fyrir árið 2008. 19.12.2008 14:11 Þórólfur Árnason nýr formaður SUT Þórólfur Árnason, forstjóri SKÝRR og fyrrum borgarstjóri, var kjörinn formaður SUT, Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja, á aðalfundi samtakanna í morgun. Þórólfur tekur við af Eggerti Claessen sem gegndi hlutverki formanns síðastliðin tvö ár. 19.12.2008 12:30 Gengi krónunnar lækkaði um 11% á tíu dögum Gengi krónu hefur lækkað um ríflega 11% undanfarna tíu daga. Enn er þó krónan u.þ.b. 14% sterkari gagnvart helstu gjaldmiðlum en hún var þegar hin takmarkaða endurfleyting hennar hófst að morgni 4. desember síðastliðins. 19.12.2008 12:27 Krónan fellur um 4,8 prósent Gengi krónunnar féll um 4,8 prósent um hádegisbil í dag eftir fremur rólegan morgun. Vísitala krónunnar stendur nú í 2175 stigum en hún var 207,2 stig í gær. 19.12.2008 12:23 „Þetta snýst um jafnræði hluthafa“ Vilhjálmur Bjarnason formaður félags fjárfesta og hluthafi í Straumi-Burðarás fjárfestingarbanka hefur höfðað mál á hendur bankanum ásamt dætrum sínum. Þau eru öll hluthafar í bankanum og telja að jafnræðisreglan hafi verið brotin með sölu stjórnarinnar á 550 milljónum hluta í bankanum á gengi sem var undir markaðsgengi. Vilhjálmur fer fram á 30.000 krónur skaðabætur. 19.12.2008 10:43 Ísland er enn dýrasta land í Evrópu Þrátt fyrir kreppuna og bankahrunið heldur Ísland titli sínum sem dýrasta land Evrópu hvað daglegar neysluvörur varðar. Verð á þessum vörum er 58% hærra á Íslandi en nemur meðaltali landanna innan Evrópusambandsins. 19.12.2008 10:15 Exista í þremur aurum á hlut Gengi hlutabréfa í Existu féll um 25 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinn. Bréf félagsins standa nú í þremur aurum á hlut og hafa aldrei verið lægri. 19.12.2008 10:02 Íslensk hugbúnaðarlausn seld fyrir 350 miljónir kr. Crossroads Partner, Inc. og Annata h.f. hafa gengið frá samningi um sölu á Microsoft Dynamics AX hugbúnaðarkerfinu fyrir um 350 miljónir íslenskra króna til tveggja óskyldra fyrirtækja í Bandaríkjunum og Kólumbíu. 19.12.2008 09:37 Atvinnulausir orðnir meir en níu þúsund talsins Nú um miðjan desember stendur fjöldi atvinnulausra í rúmlega níu þúsund manns en það svarar til um 5,5% atvinnuleysis. Á aðeins tveimur mánuðum hefur ástandið versnað jafn mikið og á tveimur árum á erfiðleiktímabilinu í upphafi síðasta áratugar. 19.12.2008 08:46 Eggert stefnir Björgólfi vegna West Ham Eggert Magnússon hefur stefnt Björgólfi Guðmundssyni og enska knattspyrnufélaginu West Ham fyrir samningsbrot. Hann krefst ríflega 200 milljóna króna vegna vanefnda á starfslokasamningi. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, eftir því sem fram kom í kvöldfréttum RÚV. 18.12.2008 19:07 Ruglingur á milljónum og milljörðum orsök efnahagshrunsins Menn rugluðust á milljónum og milljörðum og hingað streymdi ódýrt lánsfjármagn sem var notað til fyrirtækjakaupa. Þetta er orsök stóra hvellsins í efnahagslífinu að mati deildarstjóra hjá ríkisskattstjóra. 18.12.2008 18:43 Icelandair Group hækkaði eitt í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Icelandair Group hækkaði um 0,38 prósent í Kauphöllinni í dag. Þar sveif það eitt í hækkun á meðan önnur fyrirtæki voru í lágflugi. Gengi bréfa í Bakkavör féll um rúm fimmtán prósent á sama tíma. 18.12.2008 16:46 FME sektar Icelandair Group um eina milljón kr. Stjórn Fjármálaeftirlitsins (FME) hefur ákveðið að sekta Icelandair Group um eina milljón kr. vegna brota á lögum um verðbréfaviðskipti. 18.12.2008 15:59 Úttekt á Samvinnutryggingum aftur til ársins 1989 Fulltrúaráðsfundur í Eignarhaldsfélaginu Samvinnutryggingar sem haldinn var í dag ákveðið að framkvæmd verði úttekt á starfsemi félagsins og dótturfélaga undanfarin nítján ár af óháðum og sérfróðum aðila. 18.12.2008 15:46 Kaupþing er með hæstu vextina á erlendum lánum Frétt greiningar Glitnis um þann hag sem heimili og fyrirtæki hafa af lækkandi millibankavöxtum hefur vakið athygli. Fólk sem hefur haft samband við visir.is bendir á að þeir sem séu með myntkörfulán hjá Kaupþingi njóti ekki eins mikillar lækkunnar og hjá öðrum bönkum. 18.12.2008 15:20 Straumur semur við Íbúðalánasjóð og Seðlabankann Straumur hefur samið við Íbúðalánasjóð og Seðlabanka Íslands um að vera viðskiptavaki fyrir báðar stofnanirnar. 18.12.2008 13:58 Tekjur ríkissjóðs lækka um tæp 25% að raunvirði á næsta ári Heildartekjur ríkissjóðs á árinu 2009 eru áætlaðar 395,8 milljarðar króna, 65,3 milljörðum minni en á árinu 2008. Samdrátturinn nemur 14,2% að nafnvirði en 24,6% að raunvirði, en spáð er að verðbólga verði 13,8% á næsta ári. 18.12.2008 12:35 Heimili og fyrirtæki njóta góðs af lækkandi millibankavöxtum Vextir á millibankamarkaði í London, svokallaðir LIBOR vextir, hafa lækkað verulega á undanförnum mánuðum í helstu myntum. Þessi þróun er jákvæð fyrir íslensk fyrirtæki og heimili þar sem vaxtabyrði af erlendum lánum lækkar. 18.12.2008 11:45 Sjá næstu 50 fréttir
LSS opnar fjárfestingarleiðir hjá séreignasjóði sínum Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga (LSS) hefur lokið endurmati eigna í séreignarleiðum og því hafa fjárfestingarleiðir sjóðsins verið opnaðar að nýju. 23.12.2008 11:28
Minnsta íbúðasala síðan árið 1985 Í síðustu viku var 27 samningum um kaup á húsnæði þinglýst og nam upphæð samninganna samtals 685 milljónir kr. Þetta er umsvifaminnsta vika ársins og leita þarf aftur til desembermánaðar árið 1985 til að finna færri kaupsamninga á einni viku. 23.12.2008 11:02
Verðbólguvæntingar stjórnenda í hæstu hæðum Verðbólguvæntingar stjórnenda fyrirtækja hafa rokið upp að undanförnu. Samkvæmt könnun sem gerð var í nóvember og desember fyrir Seðlabankann væntu forsvarsmenn fyrirtækja 15% verðbólgu á næstu tólf mánuðum. 23.12.2008 10:59
Úrvalsvísitalan undir 350 stigum Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hefur hækkað um 0,41 prósent í Kauphöllinni í dag og er það eina hækkun dagsins. Á móti hefur gengi bréfa í Straumi fallið um 2,56 prósent, bréf Bakkavarar lækkað um 0,76 prósent og Össurar um 0,5 prósent. 23.12.2008 10:30
Málum peningamarkaðssjóðanna hugsanlega vísað til lögreglu Til greina kemur að Fjármálaeftirlitið vísi rannsókn á peningamarkaðssjóðunum til lögreglu þyki athugun Fjármálaeftirlitsins á starfsemi sjóðanna gefa tilefni til þess. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem viðskiptaráðherra hefur sent fjölmiðlum. 22.12.2008 17:13
Exista hrynur á síðasta degi Gengi hlutabréfa í Existu hrundi um 33,33 prósent í Kauphöllinni í dag og endaði í fjörutíu aurum á hlut. Þetta er jafnframt síðasti dagurinn sem félagið er skráð á markað. 22.12.2008 17:10
Síðasti dagur Exista í kauphöllinni Eftir lokun viðskipta í dag verður Exista hf. tekið úr viðskiptum í kauphöllinni. 22.12.2008 14:51
Jólabjórinn hefur hækkað um allt að helming Samkvæmt könnun Neytendasamtakanna hefur jólabjórinn í ár hækkað um allt að helming frá því í desember í fyrra. Hér er átt við Viking í gleri 33 cl. út úr verslun hjá ATVR. 22.12.2008 14:26
Kaupmáttur launa lækkaði um 7,7% í ár Kaupmáttur launa hefur dregist saman um 7,7% síðustu 12 mánuði að því er kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. 22.12.2008 11:08
Glitnir setur sér verklagsreglur Nýi Glitnir birti á föstudag á vefsvæði sínu vinnuramma um úrlausnir fyrir fyrirtæki sem eiga í tímabundnum erfiðleikum. Vinnuramminn er settur fram í framhaldi af yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja frá 2. desember sl.. 22.12.2008 11:05
Semja um viðskiptavakt við Lánasjóð sveitarfélaga MP Banki, Saga Capital, og Straumur hafa gert samninga við Lánasjóð sveitarfélaga í tengslum við viðskiptavakt á eftirmarkaði með bréf sjóðsins í flokki LSS150224. 22.12.2008 10:50
Kauphöllin áminnir Exista og sektar um 4 milljónir kr. Kauphöllin hefur veitt Exista opinbera áminningu og fésekt vegna brota á ákvæðum reglna um viðskipti í Kauphöllinni. Sektin nemur 4 milljónum kr.. 22.12.2008 10:38
Eimskip hækkar um 1,58 prósent Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu hækkaði um 1,58 prósent í Kauphöllinni í morgun. Þetta er eina hækkunin á fremur rólegum degi. 22.12.2008 10:28
Vill byggja 50.000 tonna kísilmálmverksmiðju Erlent fyrirtæki fyrirhugar að framleiða hér á landi 50 þús. tonn árlega af hefðbundnum kísilmálmi . Liggur fyrir álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar frá 2. október 2008. 22.12.2008 09:08
Verðbólgan mælist nú 18,1% á ársgrundvelli Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 18,1% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 20,7%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 5,5% sem jafngildir 24,0% verðbólgu á ári. 22.12.2008 09:03
Ríkisvíxlar runnu út „Ríkinu hlýtur að vera létt fyrst þetta gekk svona vel,“ segir Jón Bjarki Bentsson, sérfræðingur í Greiningu Glitnis. 22.12.2008 06:00
Lánið frá AGS enn ónýtt Seðlabanki Íslands hefur enn ekki þurft að nýta sér lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til að styrkja gengi krónunnar. Lánsfjárhæðin sem greidd hefur verið út myndar hluta af gjaldeyrisforða Seðlabankans og skilar vaxtatekjum. 21.12.2008 17:36
Vill heildarendurskoðun á samkeppnisumhverfi fyrirtækja Ármann Kr. Ólafsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði í gær fram þingsályktunartillögu um að ríkisstjórninni verði falin heildarendurskoðun á samkeppnisumhverfi íslenskra fyrirtækja. 21.12.2008 13:42
Alþingi samþykkir að veita fé til málshöfðunar gegn Bretum Alþingi samþykkti nú á sjötta tímanum lög um heimild til fjárhagslegrar fyrirgreiðslu úr ríkissjóði í tengslum við málshöfðun fyrir erlendum dómstólum vegna íþyngjandi stjórnvaldsákvarðana erlendra stjórnvalda á tímabilinu 1. október til 1. desember 2008. 20.12.2008 17:40
Nýsköpun í kreppunni „Við önnum varla eftirspurn, eins og er,“ segir Valur Þór Gunnarsson, höfundur Kreppuspilsins, en fyrsta upplag kom í verslanir fyrir um viku, eftir að það hafði selst upp í forsölu. 20.12.2008 06:00
Úrvalsvísitalan hrunin um 96 prósent - ekki lægri í rúm 14 ár Úrvalsvísitalan stóð við lok dags í 355 stigum og hefur ekki verið lægri síðan snemma í ágúst 1994. Hún hefur hrunið um rúm 94 prósent frá áramótum. 19.12.2008 17:45
Nýr framkvæmdastjóri hjá SmartLynx Eugene O´Reilly hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra SmartLynx, dótturfélags Icelandair Group í Lettlandi. 19.12.2008 17:12
Sparisjóðabankinn á nú 9,3% í Icelandair eftir veðkall Sparisjóðabanki Íslands tilkynnti í dag að bankinn eigi 93.572.562 hluti í Icelandair Group hf.,eða sem nemur 9,36% af heildarhlutafé Icelandair Group hf. 19.12.2008 17:06
Straumur féll um átta prósent Gengi hlutabréfa í Straumi féll um 7,93 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgdi gengi bréfa í Atlantic Petroleum, sem féll um 6,78 prósent, Bakkavör, sem fór niður um 5,05 prósent og Century Aluminum, sem féll um 4,96 prósent. 19.12.2008 16:40
Lífeyrissjóðurinn Stapi lækkar vexti á lánum í 4,2% Á stjórnarfundi Stapa lífeyrissjóðs í dag var ákveðið að lækka vexti sjóðfélagalána í 4,2% frá 1. janúar n.k., en áður höfðu þeir verið lækkaðir úr 5,7% í 5,2% 1. desember sl. 19.12.2008 16:12
Fréttaskýring: Losa þarf um gjaldeyrishöftin fljótlega Seðlabanki Íslands vinnur nú að áætlun um hvernig skuli draga úr gjaldeyrishöftum þeim sem gilt hafa frá upphafi mánaðarins. Bankastjórnin hefur sagt að höftin komi til endurskoðunar fyrir 1. mars n.k. með tilliti til að létta þeim að einhverju marki. Lögin um höftin gilda hinsvegar fram til ársins 2010. 19.12.2008 14:30
Landsbankinn selur Kepler til stjórnar og starfsmanna Skilanefnd Landsbankans hefur gengið frá sölu á fjármálafyrirtækinu Kepler Capital Markets til stjórnar og starfsmanna fyrirtækisins. 19.12.2008 14:29
Fyrirtækjum heimilað að gera 2008 upp í erlendri mynt Alþingi hefur samþykkt ný lög sem heimila fyrirtækjum að gera upp ársreikninga sína í erlendri mynt fyrir árið 2008. 19.12.2008 14:11
Þórólfur Árnason nýr formaður SUT Þórólfur Árnason, forstjóri SKÝRR og fyrrum borgarstjóri, var kjörinn formaður SUT, Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja, á aðalfundi samtakanna í morgun. Þórólfur tekur við af Eggerti Claessen sem gegndi hlutverki formanns síðastliðin tvö ár. 19.12.2008 12:30
Gengi krónunnar lækkaði um 11% á tíu dögum Gengi krónu hefur lækkað um ríflega 11% undanfarna tíu daga. Enn er þó krónan u.þ.b. 14% sterkari gagnvart helstu gjaldmiðlum en hún var þegar hin takmarkaða endurfleyting hennar hófst að morgni 4. desember síðastliðins. 19.12.2008 12:27
Krónan fellur um 4,8 prósent Gengi krónunnar féll um 4,8 prósent um hádegisbil í dag eftir fremur rólegan morgun. Vísitala krónunnar stendur nú í 2175 stigum en hún var 207,2 stig í gær. 19.12.2008 12:23
„Þetta snýst um jafnræði hluthafa“ Vilhjálmur Bjarnason formaður félags fjárfesta og hluthafi í Straumi-Burðarás fjárfestingarbanka hefur höfðað mál á hendur bankanum ásamt dætrum sínum. Þau eru öll hluthafar í bankanum og telja að jafnræðisreglan hafi verið brotin með sölu stjórnarinnar á 550 milljónum hluta í bankanum á gengi sem var undir markaðsgengi. Vilhjálmur fer fram á 30.000 krónur skaðabætur. 19.12.2008 10:43
Ísland er enn dýrasta land í Evrópu Þrátt fyrir kreppuna og bankahrunið heldur Ísland titli sínum sem dýrasta land Evrópu hvað daglegar neysluvörur varðar. Verð á þessum vörum er 58% hærra á Íslandi en nemur meðaltali landanna innan Evrópusambandsins. 19.12.2008 10:15
Exista í þremur aurum á hlut Gengi hlutabréfa í Existu féll um 25 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinn. Bréf félagsins standa nú í þremur aurum á hlut og hafa aldrei verið lægri. 19.12.2008 10:02
Íslensk hugbúnaðarlausn seld fyrir 350 miljónir kr. Crossroads Partner, Inc. og Annata h.f. hafa gengið frá samningi um sölu á Microsoft Dynamics AX hugbúnaðarkerfinu fyrir um 350 miljónir íslenskra króna til tveggja óskyldra fyrirtækja í Bandaríkjunum og Kólumbíu. 19.12.2008 09:37
Atvinnulausir orðnir meir en níu þúsund talsins Nú um miðjan desember stendur fjöldi atvinnulausra í rúmlega níu þúsund manns en það svarar til um 5,5% atvinnuleysis. Á aðeins tveimur mánuðum hefur ástandið versnað jafn mikið og á tveimur árum á erfiðleiktímabilinu í upphafi síðasta áratugar. 19.12.2008 08:46
Eggert stefnir Björgólfi vegna West Ham Eggert Magnússon hefur stefnt Björgólfi Guðmundssyni og enska knattspyrnufélaginu West Ham fyrir samningsbrot. Hann krefst ríflega 200 milljóna króna vegna vanefnda á starfslokasamningi. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, eftir því sem fram kom í kvöldfréttum RÚV. 18.12.2008 19:07
Ruglingur á milljónum og milljörðum orsök efnahagshrunsins Menn rugluðust á milljónum og milljörðum og hingað streymdi ódýrt lánsfjármagn sem var notað til fyrirtækjakaupa. Þetta er orsök stóra hvellsins í efnahagslífinu að mati deildarstjóra hjá ríkisskattstjóra. 18.12.2008 18:43
Icelandair Group hækkaði eitt í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Icelandair Group hækkaði um 0,38 prósent í Kauphöllinni í dag. Þar sveif það eitt í hækkun á meðan önnur fyrirtæki voru í lágflugi. Gengi bréfa í Bakkavör féll um rúm fimmtán prósent á sama tíma. 18.12.2008 16:46
FME sektar Icelandair Group um eina milljón kr. Stjórn Fjármálaeftirlitsins (FME) hefur ákveðið að sekta Icelandair Group um eina milljón kr. vegna brota á lögum um verðbréfaviðskipti. 18.12.2008 15:59
Úttekt á Samvinnutryggingum aftur til ársins 1989 Fulltrúaráðsfundur í Eignarhaldsfélaginu Samvinnutryggingar sem haldinn var í dag ákveðið að framkvæmd verði úttekt á starfsemi félagsins og dótturfélaga undanfarin nítján ár af óháðum og sérfróðum aðila. 18.12.2008 15:46
Kaupþing er með hæstu vextina á erlendum lánum Frétt greiningar Glitnis um þann hag sem heimili og fyrirtæki hafa af lækkandi millibankavöxtum hefur vakið athygli. Fólk sem hefur haft samband við visir.is bendir á að þeir sem séu með myntkörfulán hjá Kaupþingi njóti ekki eins mikillar lækkunnar og hjá öðrum bönkum. 18.12.2008 15:20
Straumur semur við Íbúðalánasjóð og Seðlabankann Straumur hefur samið við Íbúðalánasjóð og Seðlabanka Íslands um að vera viðskiptavaki fyrir báðar stofnanirnar. 18.12.2008 13:58
Tekjur ríkissjóðs lækka um tæp 25% að raunvirði á næsta ári Heildartekjur ríkissjóðs á árinu 2009 eru áætlaðar 395,8 milljarðar króna, 65,3 milljörðum minni en á árinu 2008. Samdrátturinn nemur 14,2% að nafnvirði en 24,6% að raunvirði, en spáð er að verðbólga verði 13,8% á næsta ári. 18.12.2008 12:35
Heimili og fyrirtæki njóta góðs af lækkandi millibankavöxtum Vextir á millibankamarkaði í London, svokallaðir LIBOR vextir, hafa lækkað verulega á undanförnum mánuðum í helstu myntum. Þessi þróun er jákvæð fyrir íslensk fyrirtæki og heimili þar sem vaxtabyrði af erlendum lánum lækkar. 18.12.2008 11:45