Fleiri fréttir

Century Aluminum hækkaði um átta prósent

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, hækkaði um 8,1 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta hækkun dagsins. Á eftir fylgdi gengi bréfa í Alfesca, sem fór upp um 2,1 prósent. Gengi bréfa í Færeyjabanka, Atlantic Petroleum og Marel Food Systems hækkaði um tæpt prósent.

Makaskiptasamningar koma í veg fyrir lækkun íbúðaverðs

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,3% í nóvember frá fyrri mánuði samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins (FMR). Íbúðaverð hefur nú lækkað um 1,2% frá sama tíma fyrir ári síðan en um 2,7% frá upphafi árs. Makaskiptasamningar koma í veg fyrir meiri lækkun á íbúðaverði.

Seðlabankinn lækkar dráttarvexti

Seðlabankinn lækkaði í gær vanefndaálag úr 11% í 7% í samræmi við lög og lækka þar með dráttarvextir um 1,5% og verða 25%. Vaxtaákvörðunin gildir frá 1. janúar 2009 til og með 30. júní 2009.

TM hefur fengið starfsleyfi í Færeyjum

Tryggingamiðstöðinni hf. (TM) hefur, fyrst erlendra tryggingafélaga, verið veitt starfsleyfi í Færeyjum. TM mun fyrst um sinn einbeita sér að sjótryggingum, enda fiskveiðar stór hluti færeysks atvinnulífs og TM afar reynslumikið félag á því sviði.

Atlantic Petroleum lækkar í byrjun dags

Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hefur lækkað um 1,61 prósent á rólegum lækkunardegi í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgir lækkun á gengi bréfa í Marel Food Systems upp á 0,93 prósent og Færeyjabanka upp á 0,81 prósent.

Álverð í fimm ára lægð

Heimsmarkaðsverð á áli fór í 1.435 Bandaríkjadali á tonnið í gær og hafði ekki verið lægra síðan í október árið 2003. Þetta er rúmlega fimmtíu prósenta verðlækkun á hálfu ári.

Líkur á dómsmáli kröfuhafa bankanna

„Kröfuhafarnir hafa verið óánægðir yfir því að eignir skyldu vera teknar úr gömlu bönkunum og eingöngu innlán á móti. Síðan eigi að meta eignirnar nú, þegar verðið er með lægsta móti og gefa út handa þeim skuldabréf. En það er í raun eins og lögin eru í augnablikinu,“ segir Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis.

Kauphöllin og endurreisnin

Kauphöll er spegill efnahagslífsins. Þegar vel gengur leita kauphallarvísitölur upp en þegar blikur eru á lofti leita þær niður – og þegar virkilega á bjátar falla þær eins og steinar. Bankahrunið hér á landi hefur svo sannarlega birst í NASDAQ OMX kauphöllinni á Íslandi. Þannig er Úrvalsvísitalan nú 375 stig samanborið við um og yfir 4000 fyrir bankakreppu eftir því hvaða tími er valinn til viðmiðunar. Engin dæmi eru til um svona mikla lækkun meðal þróaðra þjóða í seinni tíð. Spegillinn sýnir því ekki fagra mynd um þessar mundir.

Ný lög um fjármálamarkað

Viðskiptaráðherra hyggst skipa nefnd til að endurskoða lög um fjármálamarkað. Kanna á „viðskipti starfsmanna við fjármálafyrirtæki, töku hlutabréfa fjármálafyrirtækja sem veð gegn láni, hlutverki, hæfisskilyrðum og reglur stjórna, krosseignarhald, takmarkanir á stórum áhættum og náin tengsl“, að því er segir í tilkynningu. Fylgjast á með sambærilegri vinnu á vegum ESB. Gert er ráð fyrir að nefndin ljúki störfum 15. apríl næstkomandi. - ikh

Kröfuhafar flytja hingað

Fulltrúar erlendra kröfuhafa í íslensku bankanna hafa mikið verið í ferðum hingað og sumir opnað skrifstofur. Þetta staðfestir Sigmundur Sigurgeirsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra.

Margar og þéttar greinar í uppgjörstrénu

Lykilpersónur íslenska bankahrunsins tengjast með einum eða öðrum hætti. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson gerði tilraun til að rýna í tengslatréð og komst að því að greinarnar eru margar, flóknar og tengjast bæði fjölskyldu- og vinaböndum.

Er bannað að benda?

Miklu máli skiptir að geta verið í friði með sitt. Maður vill gjarnan geta rætt við lækninn sinn í trúnaði, sálfræðinginn eða lögfræðinginn. Nú og auðvitað bankann sinn.

Vilhjálmur skrifar AGS

„Ég mótmælti því að þessi gjaldeyrishöft væru sett. Áhrifin væru þveröfug við þau sem ætlast væri til,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Refresco á sölulista Stoða í fjóra mánuði

Stoðir reyna að selja helmingshlut sinn í hollenska drykkjaframleiðandanum Refresco. Íslenskt eignarhald er félaginu óþægilegt. Vífilfell og Kaupþing eiga félagið ásamt Stoðum.

Enska lánið

Nokkuð virðist til í því að sagan snúi alltaf aftur. Árið 1921 sigldi þjóðarskútan inn í þvílíkan brimskafl í kjölfar fyrri heimsstyrjaldar að gríðarlegur hallarekstur blasti við í ríkisbúskapnum og þrot fyrir bönkunum, Landsbanka og þáverandi Íslandsbanka. Brugðið var á ýmis ráð, svo sem innflutningshöft á óþarfa glysvarning.

Ekki hafa borist skuldbindandi tilboð í West Ham

,,Við höfum ekki fengið nein skuldbindandi tilboð enn sem komið er en við höfum bundist trúnaðarsamkomulagi við allnokkra. Við höfum ekki gefið upp hverjir það eru en það er hópur manna og þeir hafa fengið ákveðnar upplýsingar um félagið," segir Ásgeir Friðgeirsson, varaformaður stjórnar West Ham og talsmaaður Björgólfs Guðmundssonar aðaleiganda Hansa efh.

Exista féll um 33,33 prósent

Gengi hlutabréfa í Existu féll um 33,33 prósent í dag og endaði í fjórum aurum á hlut. Það hefur aldrei verið lægra. Dagurinn einkenndist af lækkun í Kauphöllinni.

Hansa fær lengri greiðslustöðvun - Sala á West Ham í fullum gangi

Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á það í dag að veita Hansa ehf, sem er í eigu Björgólfs Guðmundssonar, framlengingu á greiðslustöðvun félagsins til 6. mars 2009. MP Banki, einn af lánadrottnum félagsins krafðist þess að beiðninni væri hafnað en dómari féllst ekki á það. Ein helsta ástæða þess að dómari féllst á lengri greiðslustöðvun er sú að sala á fótboltaliðinu West Ham, sem er langstærsta og verðmætasta eign Hansa, er í fullum gangi. Vonast er til að um 250 milljónir punda fáist fyrir félagið. Hansa bendir á að salan á félaginu sé grundvallarforsenda þess að félaginu takist að koma skikk á fjármál sín.

Pattstaða vegna kaupa á 5 milljarða króna hlut í Glitni

Pattstaða er komin upp vegna mögulegra málaferla Salt Invest gegn gamla Glitni. Salt keypti hlutabréf fyrir bréf í bankanum sem námu alls 5 milljörðum að markaðsvirði örfáum dögum áður en að bankinn var þjóðnýttur og hafa forsvarsmenn Salt sagt að til greina komi að stefna Glitni vegna málsins.

Seðlabankinn losar nokkuð um gjaldeyrishöft sín

Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um gjaldeyrismál að fengnu samþykki viðskiptaráðherra. Meginbreytingar frá fyrri reglum lúta að undanþágum sem veittar eru tilteknum hópum vegna brýnna hagsmuna og því að litlar líkur eru taldar á að viðskipti þeirra muni valda alvarlegum og verulegum óstöðugleika í gengis- og peningamálum.

Eimskip sendir frá sér afkomuviðvörun

Eimskipafélag Íslands hefur sent frá sér afkomuviðvörun afkomuviðvörun vegna fyrirséðrar gjaldfærslu á 4. ársfjórðungi. Ábyrgð Eimskips vegna XL flugfélagsins verður gjaldfærð..

Exista hækkaði um 16,67 prósent

Gengi hlutabréfa í Existu skaust upp um 16,67 prósent í þrettán viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Gengi bréfanna, sem fóru úr salti Fjármálaeftirlitsins fyrir viku, stendur nú í sjö aurum á hlut.

Álverið í Straumsvík heldur sínu striki í framkvæmdum

Ólafur Teitur Guðnason fjölmiðlafulltrúi álversins í Straumsvík segir að álverið muni halda sínu striki hvað framkvæmdir varðar á næsta ári. Frétt Fréttablaðsins í dag um að hætt hafi verið við stækkun álversins sé einfaldlega röng.

Viðskiptaráð vill í aðildarviðræður

Stjórn Viðskiptaráðs Íslands hefur sent frá sér ályktun varðandi mögulega aðild Íslands að ESB. Viðskiptaráð er þeirrar skoðunar að kostirnir í stöðunni verði ekki skoðaðir til hlítar nema með aðildarumsókn.

Gjaldeyrishöftin fæla erlenda fjárfesta frá landinu

Ímynd Íslands sem ákjósanlegs áfangastaðar fyrir erlenda fjárfestingu hefur augljóslega beðið talsverðan hnekki á undanförnum vikum. Fátt er eins til þess fallið að fæla frá erlent fjármagn og gjaldeyrishöft, og þótt stjórnvöld hafi lýst því yfir að höftunum verði aflétt eins fljótt og það þykir óhætt munu erlendir fjárfestar væntanlega hafa varann á gagnvart landinu á næstu misserum.

Rólegt í kauphöllinni

Markaðurinn í kauphöllinni opnaði á rólegum nótum í morgun. Viðskiptin eru orðin 20 talsins og heildarupphæðin rúmlega 83 milljónir kr. Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,25% og stendur í 376 stigum.

Fjöldi kaupsamninga undir meðallagi

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga vegna húsnæðiskaupa var í síðustu viku talsvert undir meðallagi síðustu tólf vikna, sem líka er langt undir meðaltali sömu tólf vikna í fyrra.

Jón Gerald vill stofna lágvöruverðsverslun

Jón Gerald Sullenberger hugleiðir nú að flytja til Íslands og stofna lágvöruverðsverslun til höfuðs Bónus. Þetta kom fram í viðtali við Egil Helgason í Silfrinu í dag.

Jólalán Hagkaupa vinsæl

Um tvö hundruð og þrjátíu manns hafa fengið jólalán hjá Hagkaupum til fjármagna innkaupin fyrir jólin.

Ákváðu að bíða áfram átekta

Stjórn tölvufyrirtækisins CCP ræddi um möguleika á flutningi móðurfélags fyrirtækisins frá Íslandi á stjórnarfundi í London á fimmtudag. Til umræðu kom að flytja félagið til Hollands, Bretlands eða Delaware í Bandaríkjunum. Á fundinum var ákveðið að bíða átekta um sinn í þeirri von að gjaldeyrishömlum verði aflétt sem fyrst, segir Vilhjálmur Þorsteinsson, stjórnarformaður félagsins. Vonandi þurfi ekki að koma til þess að ræða þurfi það mál í fullri alvöru.

Takið bílnúmerin af og sparið

„Það er fáránlegt að fólk láti bílana standa á sölu á fullri tryggingu og bifreiðagjöldum,“ segir Trausti Jónsson, löggiltur bifreiðasali í Bílfangi Trausti telur það vera bæði hag bíleigenda og bílasala að bílar í sölumeðferð séu teknir af númerum.

Ísland á ofarlega á blaði yfir stærstu fjármálaklúður ársins

Tímaritið Time hefur sett saman lista yfir tíu verstu fjármálaklúður ársins. Ísland er þar á blaði ásamt öðrum stórslysum í fjármálaheiminum þetta árið; Lehman Brothers, AIG, orðspori Alan Greenspan, bandarískum bílaframleiðendum, Freddie Mac og Fannie Mae, matsfyrirtækjum, vogunarsjóðum og öðrum sem þótt hafa borið af í vandræðagangi árið 2008.

Sjá næstu 50 fréttir