Fréttaskýring: Losa þarf um gjaldeyrishöftin fljótlega Friðrik Indriðason skrifar: skrifar 19. desember 2008 14:30 Seðlabanki Íslands vinnur nú að áætlun um hvernig skuli draga úr gjaldeyrishöftum þeim sem gilt hafa frá upphafi mánaðarins. Bankastjórnin hefur sagt að höftin komi til endurskoðunar fyrir 1. mars n.k. með tilliti til að létta þeim að einhverju marki. Lögin um höftin gilda hinsvegar fram til ársins 2010. Raunar hefur Seðlabankinn breytt reglunum um höftin nú þegar en það var eingöngu til að sníða verstu agnúana af þeim eins og t.d. að geta haldið færeysku félögunum fjórum inni í kauphöllinni án þess að þau væru í daglegum brotum gegn reglunum. Seðlabankinn upplýsir ekki um með hvaða hætti hann muni draga úr höftunum á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Hinsvegar má leiða góðum líkum að því að slíkt verði gert í samráði við þá erlendu fjárfesta sem hér eiga 3-400 milljarða kr. frosna inni í ríkis- og krónubréfum. Sú hugmynd hefur komið fram að þessum erlendu fjárfestum yrði leyft að losa sig úr stöðum sínum í slumpum, það er nokkra tugi milljarða kr. í senn, en hvað sem gert verður mun hafa í för með sér óhjákvæmilega frekari veikingu á krónunni. Og það er ljóst að þótt hinir erlendu fjárfestar hafi skilning á stöðu landsins og þeim erfiðleikum sem þjóð glímir við verður biðlund þeirra ekki óendanleg. Hægt er að sjá í hendi sér að ef ekki verður komið á einhverskonar samkomulag við fjárfestana á fyrsta ársfjórðungi næsta árs munu kærur á hendur íslenskum stjórnvöldum hrúgast inn á borðið hjá Eftirlitsstofnun EFTA. Kærurnar yrðu vegna samningsrofs landsins á þeim ákvæðum EES-samningsins sem fjalla um frjálst flæði fjármagns. Stöðugleiki krónunnar hefur ekki verið mikill síðan hún var sett á flot með kút og korki í upphafi mánaðarins. Í byrjun styrktist hún verulega eða nær 25% og má það að stórum hluta rekja til þess að útflytjendur fluttu heim gjaldeyri sinn í miklum mæli enda refsivert samkvæmt nýju gjaldeyrishöftunum að skila gjaldeyri ekki heim um leið og hans er aflað. Eins og fram hefur komið í fréttum í dag hefur krónan veikst um 11% á síðustu tíu dögum og veiktist hún þar af um 5% í gær í framhaldi af þeim orðum Poul Thomsen fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) um að stutt væri í að gjaldeyrishöftunum yrði aflétt. Þessar sveiflur eru ekki góð þróun fyrir þá stund að bæði kúturinn og korkurinn verður tekinn af krónunni. Og vissulega vill AGS að það verði gert fyrr en seinna enda er frjálst flæði fjármagns einn af hornsteinum þeirrar stefnu sem AGS aðhyllist í fjármálum heimsins. Raunar voru margir á því, þar á meðal undirritaður, að best hefði verið að fleyta krónunni strax án allra hafta og taka skellinn af því. Síðan að fara í að koma stöðuleika á krónuna eða sækja um aðild að ESB með tilheyrandi myntbandalagi. Þessu má líkja við mann sem þarf að taka erfiðan plástur af sári. Hann getur gert það með einum rykk og upplifað skamman en mikinn sársauka eða hann getur gert það hægt og rólega með tilheyrandi harmkvælum. Og annað sem mælir sterklega gegn höftum hér á landi er sú staðreynd að þegar þau eru einu sinni komin á er við djöful að draga að afnema þau aftur. Í þessu tilviki njótum við þó aðhalds AGS enda mun sjóðurinn einfaldlega hætt að senda okkur það sem eftir er að láni sínu til Íslands ef ekki verður farið að óskum hans í þessum efnum. Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Seðlabanki Íslands vinnur nú að áætlun um hvernig skuli draga úr gjaldeyrishöftum þeim sem gilt hafa frá upphafi mánaðarins. Bankastjórnin hefur sagt að höftin komi til endurskoðunar fyrir 1. mars n.k. með tilliti til að létta þeim að einhverju marki. Lögin um höftin gilda hinsvegar fram til ársins 2010. Raunar hefur Seðlabankinn breytt reglunum um höftin nú þegar en það var eingöngu til að sníða verstu agnúana af þeim eins og t.d. að geta haldið færeysku félögunum fjórum inni í kauphöllinni án þess að þau væru í daglegum brotum gegn reglunum. Seðlabankinn upplýsir ekki um með hvaða hætti hann muni draga úr höftunum á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Hinsvegar má leiða góðum líkum að því að slíkt verði gert í samráði við þá erlendu fjárfesta sem hér eiga 3-400 milljarða kr. frosna inni í ríkis- og krónubréfum. Sú hugmynd hefur komið fram að þessum erlendu fjárfestum yrði leyft að losa sig úr stöðum sínum í slumpum, það er nokkra tugi milljarða kr. í senn, en hvað sem gert verður mun hafa í för með sér óhjákvæmilega frekari veikingu á krónunni. Og það er ljóst að þótt hinir erlendu fjárfestar hafi skilning á stöðu landsins og þeim erfiðleikum sem þjóð glímir við verður biðlund þeirra ekki óendanleg. Hægt er að sjá í hendi sér að ef ekki verður komið á einhverskonar samkomulag við fjárfestana á fyrsta ársfjórðungi næsta árs munu kærur á hendur íslenskum stjórnvöldum hrúgast inn á borðið hjá Eftirlitsstofnun EFTA. Kærurnar yrðu vegna samningsrofs landsins á þeim ákvæðum EES-samningsins sem fjalla um frjálst flæði fjármagns. Stöðugleiki krónunnar hefur ekki verið mikill síðan hún var sett á flot með kút og korki í upphafi mánaðarins. Í byrjun styrktist hún verulega eða nær 25% og má það að stórum hluta rekja til þess að útflytjendur fluttu heim gjaldeyri sinn í miklum mæli enda refsivert samkvæmt nýju gjaldeyrishöftunum að skila gjaldeyri ekki heim um leið og hans er aflað. Eins og fram hefur komið í fréttum í dag hefur krónan veikst um 11% á síðustu tíu dögum og veiktist hún þar af um 5% í gær í framhaldi af þeim orðum Poul Thomsen fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) um að stutt væri í að gjaldeyrishöftunum yrði aflétt. Þessar sveiflur eru ekki góð þróun fyrir þá stund að bæði kúturinn og korkurinn verður tekinn af krónunni. Og vissulega vill AGS að það verði gert fyrr en seinna enda er frjálst flæði fjármagns einn af hornsteinum þeirrar stefnu sem AGS aðhyllist í fjármálum heimsins. Raunar voru margir á því, þar á meðal undirritaður, að best hefði verið að fleyta krónunni strax án allra hafta og taka skellinn af því. Síðan að fara í að koma stöðuleika á krónuna eða sækja um aðild að ESB með tilheyrandi myntbandalagi. Þessu má líkja við mann sem þarf að taka erfiðan plástur af sári. Hann getur gert það með einum rykk og upplifað skamman en mikinn sársauka eða hann getur gert það hægt og rólega með tilheyrandi harmkvælum. Og annað sem mælir sterklega gegn höftum hér á landi er sú staðreynd að þegar þau eru einu sinni komin á er við djöful að draga að afnema þau aftur. Í þessu tilviki njótum við þó aðhalds AGS enda mun sjóðurinn einfaldlega hætt að senda okkur það sem eftir er að láni sínu til Íslands ef ekki verður farið að óskum hans í þessum efnum.
Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira