Viðskipti innlent

Karlmenn kjósa vefverslun

New York og Björgvin Guðmundsson skrifa
Jón Ásgeir Jóhannesson í pontu í dag.
Jón Ásgeir Jóhannesson í pontu í dag.

„Um tíu prósent af allri verslun mun fara fram í gegnum netið," sagði Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformaður Baugs á ráðstefnu um íslenskt efnahagslíf í New York í dag.

Það væru mikil tækifæri á netinu, sem væri um leið markaðstæki sem virkaði allan sólarhringinn allt ári. Fólk færi jafnvel í verslanir, skoðaði vörurnar og pantaði þær svo á vefnum í rólegheitum heima hjá sér.

Hann sagði karlmenn sérstaklega duglega að kaupa á vefnum. Þeim þætti þægilegt að vafra um, velja vörur, liti og stærðir á vefnum. Þetta væri sá verslunarháttur sem hentaði þeim.

Jón Ásgeir taldi að þekkt vörumerki væru frekar sein til að nýta sér vefinn til markaðssóknar. Aðrir væru fyrri til og næðu ákveðinni forystu. Hins vegar, þegar þekktu vörumerki færðu sig yfir á netið, væru þau fljót að ná sterkri stöðu.

Fólk þekkti vörurnar og stærðirnar frá verslununum. Því væru margir fljótari að tileinka sér vefverslun þekktra merkja en óþekktra. Baugur hefði mörg þekkt vörumerki undir sínum hatti og því væri gert ráð fyrir aukinni sölu á þessum vettvangi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×