Viðskipti innlent

deCODE tapaði 6,6 milljörðum á síðasta ári

Kári Stefánsson, forstjóri deCODE.
Kári Stefánsson, forstjóri deCODE.

ÍdeCODE, móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, birti uppgjör sitt fyrir síðasta ár nú í kvöld. Þar kemur fram að tap félagsins árið 2007 nemur 6,6 milljörðum íslenskra króna. Félagið tapaði 5,8 milljörðum árið 2006.

Á fjórða ársfjórðungi síðasta árs tapaði félagið 2,2 milljörðum en árið á undan nam tapið á sama ársfjórðungi 1,6 milljörðum.

Eigið fé félagsins hefur rýrnað um 3,9 milljarða króna milli ára og er núna 6,5 milljarðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×