Viðskipti innlent

Saga Capital í dönsku kauphöllina

Saga Capital Fjárfestingarbanka var í dag veittur formlegur aðgangur að kauphöllinni í Kaupmannahöfn en fyrir er bankinn aðili að kauphöllunum á Íslandi, í Helsinki og í Stokkhólmi.

Saga Capital Fjárfestingarbanki tók formlega til starfa um mitt síðasta ár. Bankinn hefur vaxið hratt og vermir nú fjórða sætið, á eftir stóru viðskiptabönkunum þremur, í umfangi viðskipta í Kauphöll Íslands.

,,Við bjóðum Saga Capital Fjárfestingarbanka hjartanlega velkominn til OMX Nordic Exchange. Þetta er enn einn kauphallaraðilinn sem nýtir sér sameiningu norræna markaðarins og eykur við aðild sína", sagði Hans-Ole Jochumsen, forstjóri norrænu kauphallanna. ,,Saga Capital Fjárfestingarbanki er tíundi aðilinn sem eykur við sig með þessum hætti og hefur því nú aðild að öllum mörkuðum Nordic Exchange".






Fleiri fréttir

Sjá meira


×