Viðskipti innlent

BG Capital færði 5,6% hlut til Landsbankans

Jón Sigurðsson og Jón Ásgeir Jóhannesson.
Jón Sigurðsson og Jón Ásgeir Jóhannesson.
BG Capital, sem er dótturfélag Baugs Group, færði í morgun 5,6% hlut í FL Group yfir til Landsbanka Íslands vegna fjármögnunar með framvirkum samningum. Hluturinn er eftir sem áður í höndum BG Capital sem mun áfram fara með atkvæðisrétt, rétt til arðs og önnur réttindi yfir hlutnum, að sögn Júlíusar Þorfinnssonar, forstöðumanns kynningarmála hjá FL Group.

Vísir greindi frá því í morgun að Kauphöllin hefði fengið tilkynningu um hreyfingu á 5,6% hlut FL Group í morgun. Samkvæmt tilkynningunni voru viðskiptin á genginu 9,50 og var markaðsverð hlutarins rúmir 7,2 milljarðar króna. Bréf í FL Group eru nú skráð á genginu 9,10 í Kauphöll Íslands.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×