Viðskipti innlent

REI hefur áhuga á vatnsorkuveri í Nepal

Guðmundur Þóroddsson forstjóri REI.
Guðmundur Þóroddsson forstjóri REI.

Reykjavík Energy Invest er eitt af 21 fyrirtæki sem hefur orðið sér úti um útboðgögn í vegna 600 MW vatnsorkuvers í Nepal. Vatnsorkuverið er á stærð við Kárahnjúkavirkjun.

Auk REI eru fyrirtæki frá Nepal, Indlandi, Kína og Bandaríkjunum sem hafa keypt útboðsgögnin. Vatnsorkuverið er á stærð við Kárahnjúkavirkjun og snýr útboðið að mörgum þáttum.

Ríkisstjórn Nepal leitar að aðila sem bæði reisir vatnsorkuverið og annast dreifingu orkunnar. Einnig sér sá sem fyrir valinu verður um rekstur á vatnsorkuverinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×