Viðskipti innlent

Orkuveitan skilar rúmlega 6 milljarða króna hagnaði

Orkuveita Reykjavíkur
Orkuveita Reykjavíkur

Ársreikningur Orkuveitu Reykjavíkur fyrir árið 2007 var samþykktur og undirritaður á fundi stjórnar fyrirtækisins í dag, 13. mars 2008. Helstu niðurstöður hans eru þessar.

Rekstur Orkuveitu Reykjavíkur skilaði 6.516 milljóna króna hagnaði á árinu samanborið við 579 milljóna króna tap árið áður.

Rekstrartekjur ársins námu 21.364 milljónum króna en voru 18.101 milljón króna árið áður.

Hagnaður fyrirtækisins fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta, EBITDA, var 9.914 milljónir króna samanborið við 8.550 milljónir króna árið áður.

Fjármagnsliðir voru jákvæðir um 4.055 milljónir króna á árinu, en voru neikvæðir um 7.358 milljónir króna á árið 2006.

Heildareignir í árslok 2007 voru 191.491 milljón króna en voru 140.013 milljónir króna í árslok 2006.

Eigið fé í árslok 2007 var 88.988 milljónir króna en var 69.359 milljónir króna í árslok árið 2006.

Heildarskuldir félagsins í árslok 2007 voru 102.503 milljónir króna samanborið við 70.655 milljónir króna í árslok 2006.

Eiginfjárhlutfall var 46,5% í árslok 2007 en var 49,6% í árslok 2006.

Með nýjum lögum nr. 50/2005 um skattskyldu orkufyrirtækja varð fyrirtækið skattskylt í samræmi við 2. gr. Laga nr. 90/2003 um tekjuskatt. Lögin koma til framkvæmdar við álagningu tekjuskatts á árinu 2007 vegna tekna á árinu 2006. Sá hluti starfsemi OR er lýtur að rekstri vatnsveitu og fráveitu er þó áfram undanskilinn tekjuskatti.

Langtímaskuldir OR eru að stærstum hluta í erlendri mynt. Gengishagnaður Orkuveitu Reykjavikur af langtímaskuldum og framvirkum gjaldmiðlasamningum nam 2.580 milljónum króna á árinu. Gengisvísitala í árslok 2007 var 120,0 en var 127,9 í árslok 2006.

Ársreikningurinn er nú gerður í fyrsta sinn í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS), og hefur samanburðarfjárhæðum ársins 2006 verið breytt til samræmis. Breytingin hefur þau heildaráhrif á eigið fé, að bókfært eigið fé í ársbyrjun 2007 hækkar um 2.688 milljónir króna, úr 66.670 milljónum í 69.359 milljónir króna. Megin skýringin er sú að innbyggðar afleiður í raforkusölusamningum eru nú færðar í reikningsskil.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Orkuveitunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×