Viðskipti innlent

Starfsmönnum í fjármálaþjónustu fjölgaði um fimmtung í fyrra

MYND/Pjetur

Starfsmönnum í fjármálaþjónustu fjölgaði um tæpan fimmtung á síðasta ári samkvæmt samantekt fjármálaráðuneytisins.

Í vefriti ráðuneytisins segir að íslenskar fjármálastofnanir hafa vaxið mjög undanfarin ár, bæði erlendis og hérlendis, að umfangi og mannafla. Þessi þróun hafi þó ekki staðið lengi. Einkavæðingu viðskiptabankanna hafi endanlega lokið snemma árs 2003 en árin þar á undan hafi starfsmönnum í fjármálaþjónustu fækkað nokkuð.

Árið 2006 hafi starfsmönnum fjármálafyrirtækja farið að fjölga fyrir alvöru en þá fjölgaði þeim um 11 prósent og svo um 20 prósent í fyrra. Alls töldust 8.700 manns starfandi í fjármálaþjónustu árið 2007 og það vekur athygli að frá árinu 2005 hefur körlum fjölgað um 71 prósent meðan konum hefur fjölgað um 11 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×