Unnið á mörgum vígstöðvum Ingimar Karl Helgason skrifar 12. mars 2008 00:01 Björk Hauksdóttir, hefur svigrúm til þess að sinna björgunarstöfum þegar á þarf að halda. „Þetta er allt í lagi. Ég fæ SMS og þarf að meta það sjálf hvort ég mæti í útkall eða ekki,“ segir Björk Hauksdóttir byggingaverkfræðingur, sem starfar á upplýsingatæknisviði Landsbankans. Hún er líka félagi í Hjálparsveit skáta í Reykjavík. Hún hefur af þeim sökum oft þurft að fara fyrirvaralaust úr vinnu á miðjum degi, eða mæta um miðjan dag, hafi hún tekið þátt í leit að næturlagi. „Ég hef mætt góðum skilningi á vinnustaðnum, enda lét ég vita um þetta strax þegar ég hóf störf,“ segir Björk. Hún fái launin sín þótt hún fari frá. Atli Atlason, starfsmannastjóri Landsbankans, segir að reynt sé að verða við kröfum fólks sem ýmist taki þátt í starfi björgunarsveita, eða stundi afreksíþróttir og keppi fyrir landslið. Friðfinnur Freyr Guðmundsson, umsjónarmaður aðgerðamála hjá Landsbjörg, segir að heilt yfir gangi samskipti við vinnuveitendur mjög vel. Stundum reyni þó á þolmörkin. „Við höfum fundið fyrir því að þetta verður erfiðara í löngum aðgerðum. Þá hefur fólk ýmist gengið á fríið sitt eða ekki tekið þátt í aðgerðinni.“ Hann segir fólk yfirleitt gera vinnuveitendum sínum grein fyrir því strax við ráðningu að það taki þátt í starfi björgunarsveitar. „Flestum finnst enda kostur, þrátt fyrir að það þurfi að hverfa skyndilega af vinnustað, að vera með fólk hjá sér sem er í svo góðu formi sem björgunarsveitarstarf krefst.“ Friðfinnur segist aðeins muna tvö tilvik á tveimur áratugum þar sem menn hafi komist upp á kant við vinnuveitenda vegna þessa. Afreksfólk vinnur víða. Eitt þekktasta dæmið er sjálfsagt Guðmundur Guðmundsson, þjálfari karlalandsliðsins í handknattleik. Hann starfar hjá Kaupþingi. Þaðan fást þær upplýsingar að reynt sé að greiða leið afreksfólks og annarra sem vinna mikilvæg störf annars staðar en í bankanum. Einnig starfar Edda Garðarsdóttir knattspyrnukona í Landsbankanum. Dæmin eru miklu fleiri. „Þetta gengur almennt nokkuð vel, eftir því sem ég veit best,“ segir Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Íþróttasambands Íslands. „Það er líka oft þannig að afreksfólk leitar í þannig vinnu að það geti sinnt íþróttinni samhliða.“ Hörður Oddfríðarson, formaður Sundsambands Íslands, bendir þó á að íþróttin geti verið mjög tímafrek. „Það eru ekki bara keppnisferðir, heldur líka æfingarnar. Afreksfólk í sundi æfir kannski tvisvar á dag í einn og hálfan og upp í þrjá tíma í senn, á venjulegum virkum degi. Svo má ekki gleyma því að fjöldi annarra hefur helgað sig svona starfi án þess að vera lengur að keppa, til dæmis stjórnarfólk og þjálfarar.“ Héðan og þaðan Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
„Þetta er allt í lagi. Ég fæ SMS og þarf að meta það sjálf hvort ég mæti í útkall eða ekki,“ segir Björk Hauksdóttir byggingaverkfræðingur, sem starfar á upplýsingatæknisviði Landsbankans. Hún er líka félagi í Hjálparsveit skáta í Reykjavík. Hún hefur af þeim sökum oft þurft að fara fyrirvaralaust úr vinnu á miðjum degi, eða mæta um miðjan dag, hafi hún tekið þátt í leit að næturlagi. „Ég hef mætt góðum skilningi á vinnustaðnum, enda lét ég vita um þetta strax þegar ég hóf störf,“ segir Björk. Hún fái launin sín þótt hún fari frá. Atli Atlason, starfsmannastjóri Landsbankans, segir að reynt sé að verða við kröfum fólks sem ýmist taki þátt í starfi björgunarsveita, eða stundi afreksíþróttir og keppi fyrir landslið. Friðfinnur Freyr Guðmundsson, umsjónarmaður aðgerðamála hjá Landsbjörg, segir að heilt yfir gangi samskipti við vinnuveitendur mjög vel. Stundum reyni þó á þolmörkin. „Við höfum fundið fyrir því að þetta verður erfiðara í löngum aðgerðum. Þá hefur fólk ýmist gengið á fríið sitt eða ekki tekið þátt í aðgerðinni.“ Hann segir fólk yfirleitt gera vinnuveitendum sínum grein fyrir því strax við ráðningu að það taki þátt í starfi björgunarsveitar. „Flestum finnst enda kostur, þrátt fyrir að það þurfi að hverfa skyndilega af vinnustað, að vera með fólk hjá sér sem er í svo góðu formi sem björgunarsveitarstarf krefst.“ Friðfinnur segist aðeins muna tvö tilvik á tveimur áratugum þar sem menn hafi komist upp á kant við vinnuveitenda vegna þessa. Afreksfólk vinnur víða. Eitt þekktasta dæmið er sjálfsagt Guðmundur Guðmundsson, þjálfari karlalandsliðsins í handknattleik. Hann starfar hjá Kaupþingi. Þaðan fást þær upplýsingar að reynt sé að greiða leið afreksfólks og annarra sem vinna mikilvæg störf annars staðar en í bankanum. Einnig starfar Edda Garðarsdóttir knattspyrnukona í Landsbankanum. Dæmin eru miklu fleiri. „Þetta gengur almennt nokkuð vel, eftir því sem ég veit best,“ segir Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Íþróttasambands Íslands. „Það er líka oft þannig að afreksfólk leitar í þannig vinnu að það geti sinnt íþróttinni samhliða.“ Hörður Oddfríðarson, formaður Sundsambands Íslands, bendir þó á að íþróttin geti verið mjög tímafrek. „Það eru ekki bara keppnisferðir, heldur líka æfingarnar. Afreksfólk í sundi æfir kannski tvisvar á dag í einn og hálfan og upp í þrjá tíma í senn, á venjulegum virkum degi. Svo má ekki gleyma því að fjöldi annarra hefur helgað sig svona starfi án þess að vera lengur að keppa, til dæmis stjórnarfólk og þjálfarar.“
Héðan og þaðan Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira