Íslenskar eignir á uppleið erlendis 12. mars 2008 09:04 Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings. Gengi bréfa í bankanum hefur hækkað um rúmt prósentustig í sænsku kauphöllinni. Fjárfestar virðast almennt ánægðir með aðgerðir bandaríska seðlabankans í gær sem stuðla eiga að því að auka fjárflæði á fjármálamörkuðum og væta upp í lausafjárþurrðinni. Aðgerðin hljóðar upp á aðgang banka og fjármálafyrirtækja upp á allt að 200 milljarða dala, jafnvirði rúmra 13.600 milljarða íslenskra króna, í formi nýrrar lánalínu. Ábyrgð er tekin í verðbréfasöfnum sem tengjast bandarískum undirmálslánum og hafa valdið háum afskriftum úr bókum fjármálafyrirtækja eftir því sem þrengt hefur um á fasteignamarkaði vestanhafs. Gengi bandarískra hlutabréfa rauk upp eftir að ákvörðun seðlabankans var tilkynnt í gær. Dow Jones-hlutabréfavísitalan stökk upp um 3,55 prósent og Nasdaq-vísitalan um tæp fjögur prósent. Af einstökum félögum lækkaði gengi bréfa í deCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar hins vegar um 0,5 prósent. Félagið birtir afkomutölur sínar eftir lokun hlutabréfamarkaða í Bandaríkjunum í kvöld. Þá hækkaði Nikkei-vísitalan í Japan um 1,6 prósent. Viðskipti eru nýhafin í evrópskum kauphöllum og hafa hlutabréfavísitölur almennt hækkað um 1,2 til 1,3 prósent það sem af er dags. Þá hefur samnorræna hlutabréfavísitalan OMX-40 hækkað um 1,6 prósent. C20-vísitalan í Kaupmannahöfn hefur hækkað um 1,2 prósent, vísitalan í kauphöllinni í Helsinki í Finnlandi hefur hækkað um 1,2 prósent og vísitalan í kauphöllinni í Stokkhólmi í Svíþjóð um rúm 1,8 prósent. Gengi bréfa í Kaupþingi, sem skráð eru í Svíþjóð, hefur hækkað um 1,15 prósent. Bréf finnska fjármálafyrirtækisins Sampo, sem Exista á tæpan fimmtung í, hefur hækkað um 1,36 prósent á sama tíma. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Fjárfestar virðast almennt ánægðir með aðgerðir bandaríska seðlabankans í gær sem stuðla eiga að því að auka fjárflæði á fjármálamörkuðum og væta upp í lausafjárþurrðinni. Aðgerðin hljóðar upp á aðgang banka og fjármálafyrirtækja upp á allt að 200 milljarða dala, jafnvirði rúmra 13.600 milljarða íslenskra króna, í formi nýrrar lánalínu. Ábyrgð er tekin í verðbréfasöfnum sem tengjast bandarískum undirmálslánum og hafa valdið háum afskriftum úr bókum fjármálafyrirtækja eftir því sem þrengt hefur um á fasteignamarkaði vestanhafs. Gengi bandarískra hlutabréfa rauk upp eftir að ákvörðun seðlabankans var tilkynnt í gær. Dow Jones-hlutabréfavísitalan stökk upp um 3,55 prósent og Nasdaq-vísitalan um tæp fjögur prósent. Af einstökum félögum lækkaði gengi bréfa í deCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar hins vegar um 0,5 prósent. Félagið birtir afkomutölur sínar eftir lokun hlutabréfamarkaða í Bandaríkjunum í kvöld. Þá hækkaði Nikkei-vísitalan í Japan um 1,6 prósent. Viðskipti eru nýhafin í evrópskum kauphöllum og hafa hlutabréfavísitölur almennt hækkað um 1,2 til 1,3 prósent það sem af er dags. Þá hefur samnorræna hlutabréfavísitalan OMX-40 hækkað um 1,6 prósent. C20-vísitalan í Kaupmannahöfn hefur hækkað um 1,2 prósent, vísitalan í kauphöllinni í Helsinki í Finnlandi hefur hækkað um 1,2 prósent og vísitalan í kauphöllinni í Stokkhólmi í Svíþjóð um rúm 1,8 prósent. Gengi bréfa í Kaupþingi, sem skráð eru í Svíþjóð, hefur hækkað um 1,15 prósent. Bréf finnska fjármálafyrirtækisins Sampo, sem Exista á tæpan fimmtung í, hefur hækkað um 1,36 prósent á sama tíma.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira