Viðskipti innlent

Gengi krónunnar veiktist mikið í dag

 

Gengi krónunnar veiktist í dag um 2,3 prósent og hefur samtals veikst um 17 prósent frá áramótum.

Bent er á í hálffimmfréttum Kaupþings að ein af helstu ástæðunum fyrir veikingu krónunnar að undanförnu sé neikvæð þróun á alþjóðamörkuðum, s.s. styrking helstu lágvaxtamynta, sem jafnan veldur veikingu hávaxtamynta eins og krónunnar. Að undanförnu hafi krónan hins vegar veikst meira en aðrar hávaxtamyntir. Það sé meðal annars rakið til þess að nú er orðið erfiðara en áður fyrir erlenda fjárfesta að krækja sér í hina háu íslensku vexti.

,,Hin hefðbundna leið til að nýta vaxtamuninn, gegnum framvirka samninga og skiptasamninga, gefur nú mun minni vaxtamun en áður sökum þess að fjármagnskostnaður íslenskra banka hefur vaxið mjög í erlendri mynt. Ábatinn af því fyrir erlenda sem innlenda fjárfesta til þess að taka stöðu með krónunni er því minni en áður," segir í hálffimmfréttum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×