Viðskipti innlent

Býst við áframhaldandi hækkunum á matarverði

Greiningardeild Kaupþings býst við áframhaldandi hækkunum á matarverði, bæði vegna gengislækkunar krónunnar og hækkandi hráefnaverðs úti í heimi.

Greiningardeildin fjallar um hækkun neysluverðsvísitölu milli mánaða í tilkynningu og bendir á hana megi rekja til útsöluloka og hækkunar á fasteignaverði og matarverði. Þá bendir greiningardeildin á að eldsneytisverð hafi einnig hækkað nokkuð að undanförnu og muni að líkindum hækka áfram og hafa þannig áhrif á neysluverðsvísitöluna.

Þá segir greiningardeildin þá hættu fyrir hendi að með lægra gengi krónunnar komi fram talsverður verðbólguþrýstingur, þar sem gengislækkun krónunnar sé líkleg til að kynda undir frekari verðhækkanir á næstu mánuðum. Enn fremur sé vinnumarkaðurinn enn yfirspenntur og því allt útlit fyrir að frekari kostnaðaráhrifa muni gæta í náinni framtíð. Að mati greiningardeildarinnar hafa því verðbólguhorfur til skamms tíma versnað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×