Viðskipti innlent

Velta Eimskips tvöfaldast

Baldur Guðnason: "Afkoma Eimskips á fyrstu níu mánuðum 2007 var í takt við áætlanir og það sama má segja um þriðja ársfjórðung í heild sinni."
Baldur Guðnason: "Afkoma Eimskips á fyrstu níu mánuðum 2007 var í takt við áætlanir og það sama má segja um þriðja ársfjórðung í heild sinni."

Rekstrartekjur Eimskips meira en tvöfölduðust milli ára á þriðja ársfjórðungi en þær námu 387 milljónum evra eða 35 milljörðum króna samanborið við 180 milljónir evra eða 16 milljarða á sama tíma árið 2006. Rekstrargjöld námu 377 milljónum evra eða 34 milljörðum samanborið við 179 milljónir evra eða 16 milljarða árið áður.

Hagnaður Eimskips eftir skatta á þriðja ársfjórðungi 2007 nam 14 milljónum evra eða 1,3 milljörðum samanborið við 4 milljónir evra eða 360 milljónir á sama tímabili árið 2006.

"Afkoma Eimskips á fyrstu níu mánuðum 2007 var í takt við áætlanir og það sama má segja um þriðja ársfjórðung í heild sinni. Velta fyrstu níu mánaða 2007 er tæpar 1.184 milljónir evra eða 107 milljarðar" segir Baldur Guðnason forstjóri Eimskips m.a. í frétt frá félaginu. "Rekstur Eimskips einkenndist af miklum vexti í tekjum og betri afkomu. EBITDA hlutfallið hefur hækkað úr 6% á síðasta ári í 9% á þriðja ársfjórðungi 2007 en mikill vinna hefur verið lögð í að samþætta og endurskipuleggja nýjar einingar innan félagsins."

 

Eimskip er nú orðið stærsta frysti- og kæligeymslufyrirtæki í heimi með um 180 kæli- og frystigeymslur í fimm heimsálfum. Eimskip hefur að undanförnu byggt upp öflugt net frysti- og kæligeymslna og ræður fyrirtækið einnig yfir öflugu flutninganeti sem styður við geymslugetu félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×