Viðskipti innlent

Mikill áhugi fyrir hlutafjárútboði Enex

Lárus Elíasson er framkvæmdastjóri Enex.
Lárus Elíasson er framkvæmdastjóri Enex.

Íslenska félagið Enex, sem stendur fyrir útrás á sviði jarðvarma, hefði getað aukið hlutafé sitt um fjórum sinnum hærri upphæð en raunin varð í hlutafjárútboði sem lauk fyrr í mánuðinum. Fram kemur í tilkynningu frá Enex að félagið hafi safnað tveimur milljörðum króna í útboðinu og var mikill áhugi fyrir því.

Ráðist var í útboðið til þess að fjármagna fjárfestingar Enex á sviði jarðvarma í Bandaríkjunum, Þýskalandi, Kína og Slóvakíu en fyrirtækið er auk þess með verkefni í El Salvador og Ungverjalandi. Stefna Enex er að eiga og reka virkjanir um allan heim sem framleiða endurnýjanlega orku á arðsaman máta. Stærstu hluthafar í Enex eru Geysir Green Energy, Reykjavík Energy Invest og Landsvirkjun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×