Viðskipti innlent

Bankarnir rétta úr kútnum

Bankar og fjármálafyrirtæki hafa rétt aðeins úr kútnum í kauphöllinni er viðskipti hófust í morgun. Eins og kunnugt er af fréttum lækkaði hlutafé í þessum félögum umtalsvert í gærdag. Bæði Landsbankinn og Straumur-Burðarás hafa hækkað um rúm 2% eftir opnun kauphallarinnar.

Kaupþing banki hefur hækkað um 1,9% og Exista um tæpt 1,4%. Fimmta mesta hækkunin í morgun er hjá Atlantic Petroleum sem hækkað hefur um rúmt prósent. Hækkunin hjá Atlantic það sem af er árinu er nú tæp 150%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×