Viðskipti innlent

Fall hjá erlendum fagfjárfestum

MYND/ANTON BRINK

Hinir margrómuðu en ónefndu erlendu fjárfestar sem keyptu bréf í Straumi-Burðarás hafa tapað á viðskiptum með bréfin eins og staðan er í dag. Gengi bréfanna er nú 18,5 en kaupgengið var 18,6, sem nemur lækkun um hálft prósent.

Fimmhundruð og fimmtíu hlutir eða 5,31% eignahlutur í Straumi var seldur fyrir 10,2 milljarða um miðjan ágúst. Flestum þótti verðið þá ansi lágt enda hefur gengið sjaldan farið undir 18,6 frá áramótum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×