Viðskipti innlent

Ólafur Jóhann Ólafsson til liðs við Geysi Green Energy

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólafur Jóhann Ólafsson ætlar að fjárfesta í Geysi Green Energy
Ólafur Jóhann Ólafsson ætlar að fjárfesta í Geysi Green Energy

Viðræður um að bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs og Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur og framkvæmdastjóri hjá Time Warner gangi til liðs við Geysi Green Energy eru á lokastigi. Samanlögð fjárfesting hinna nýju hluthafa munu jafngilda um 8,5% af hlutafé Geysis Green Energy.

Ásgeir Margeirsson, forstjóri Geysis Green Energy, segir að fjölmargir hafi áhuga á að fjárfesta í fyrirtækinu. Hins vegar ræði forsvarsmenn þess einungis við þá aðila sem hafi einhverja þýðingu. "Við erum ekki einungis að leita að fjárfestum. Við erum líka að leita að menn með þekkingu og tengsl á Bandaríkjamarkaði. Það er sá markaður sem við munum helst leita á í útrás fyrirtækisins," segir Ásgeir. Hann segir að Ólafur Jóhann Ólafsson og Goldman Sachs séu aðilar sem hafi þá eiginleika sem fyrirtækið leiti að í fjárfestum og muni verða góður liðsauki fyrir félagið. 

.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×