Viðskipti innlent

Loftleiðir semja við Air Niugini

MYND/VG

Flugvél frá Loftleiðum Icelandic, dótturfélagi Icelandair Group, mun flljúga áætlunarflug frá Port Moresby til Nadí á Fíjíeyjum á næsta ári. Loftleiðir Icelandic og ríkisflugfélagið Air Niugini gengu nýverið frá samkomulagi þessa efnis.

Samkvæmt samkomulaginu munu Loftleiðir leigja Air Niugini eina Boeing 757-200 þotu til verkefnisins. Vélin verður meðal annars í áætlunarflugi til Nadí á Fíjíeyjum en þar er nýjasti áfangastaður Air Niugini. Vélinni verður flogið af íslenskum flugmönnum samkvæmt tilkynningu frá Loftleiðum. Andvirði samningsins er að lágmarki um 850 milljónir króna.

Alls verða Loftleiðir Icelandic með allt að 10 þotur í verkefnum út um allan heim í vetur og auk þessa flugs sem nú er búið að semja um.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×