Viðskipti innlent

Hlutabréf í kauphöllinni halda áfram að hækka

MYND/SK

Miklar hækkanir hafa verið á hlutabréfum í kauphöllinni það sem af er degi. Um klukkan tvö í dag hafði úrvalsvísitalan hækkað um 3,29 prósent.

Mest hafa hlutabréf í Exista hækkað eða um 6,62 prósent. Þá hafa hlutabréf í Century Aluminum Company hækkað um 4,73 prósent og í Kaupþing banka hf. um 4,48 prósent.

Hækkunin er í takt við væntingar fjármálaspekinga í kjölfar þess að bandaríski seðlabankinn lækkaði stýrivexti í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×