Viðskipti innlent

Fellir niður seðilgjald til að mæta kröfum neytenda

Innheimtufyrirtækið Veita hefur ákveðið að fella niður seðilgjöld til að mæta kröfum neytenda. Hávær umræða hefur verið undanfarið um seðilgjöld fyrirtækja og banka og ýmsir skorið úr um að innheimta þeirra sé ólögleg.

Þá hefur viðskiptaráðherra boðað frumvarp um gjaldtöku banka, meðal annars vegna seðilgjalda, strax í byrjun næsta árs. Veita er nýtt nafn á sameinuðu fyrirtæki AM Kredit og Premium. Með þessari ákvörðun tekur fyrirtækið á sig kostnað við innheimtu og um leið lækkar kostnaður greiðenda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×