Viðskipti innlent

Microsoft verðlaunar Maritech

Starfsmenn Maritech.
Starfsmenn Maritech.

Microsoft hefur veitt Maritech verðlaun sem samstarfsaðila ársins í viðskiptalausnum fjárhagsárið 2007. Þessi verðlaun eru veitt þeim samstarfsaðila sem nær mestri sölu í viðskiptalausnum Microsoft á hverjum tíma.

Hjá Maritech á Íslandi starfa nú 70 manns í Kópavogi og á Akureyri.

Maritech sérhæfir sig í lausnum fyrir Microsoft Dynamics NAV (Navision) og öðrum Microsoft stjórnendalausnum. Maritech er nú með um 350 viðskiptavini hérlendis.



"Lykillinn að þessum árangri Maritech er frábært starfsfólk, sérfræðingar hver á sínu sviði. Öflug þjónusta og námskeiðahald tryggir ánægða viðskiptavini. Maritech vill þakka viðskiptavinum traustið, sem er lykillinn að þessum árangri", segir Jón Heiðar Pálssonar, sölu- og markaðsstjóri Maritech í tilkynningu um verðlaunin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×