Viðskipti innlent

Gjaldmiðillinn er stærsta málið

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Erlendur Hjaltason Formaður Viðskiptaráðs segir megintilgang ráðsins vera, líkt og ávallt, að gæta hagsmuna viðskiptalífsins.
Erlendur Hjaltason Formaður Viðskiptaráðs segir megintilgang ráðsins vera, líkt og ávallt, að gæta hagsmuna viðskiptalífsins. Fréttablaðið/Rósa
Stærsta einstaka ákvörð­un sem stjórnvöld standa frammi fyrir varðar framtíð krón­unnar, að því er fram kom í máli Erlends Hjaltasonar, formanns Viðskipta­ráðs, í níutíu ára afmæli samtak­anna í Salnum í Kópavogi í gær.

„Á undanförnum misserum hefur peningahagstjórn ekki skilað þeim árangri sem henni er ætlað,“ segir Erlendur. Hann kveður ástæður þessa margþættar, en afleiðinguna sveiflukenndan gjald­miðil og háa stýrivexti.

„Til að skapa fyrir­tækjum stöðugt og hagfellt um­hverfi er mikilvægt að gera hér bragarbót. Viðskiptaráð telur mikil­vægt að halda uppi faglegri og virkri umræðu um stöðu krónunnar og mun ekki skorast undan ábyrgð sem leiðandi aðili í þeirri umræðu.“

Þótt ríkis­stjórnin hafi lokið sínum fyrstu níutíu dögum við völd sé ekki þar með sagt að tónninn hafi verið sleginn í störfum hennar.

„Ég tel að næstu níutíu dagar, upphaf þings og þau störf sem fram undan eru tengd því, muni gefa til kynna hvers megi vænta,“ segir formaður viðskiptaráðs.

Viðskiptaráð gaf út í tilefni af afmælinu lista með níutíu tillögum sem miða að því að bæta sam­keppnis­hæfni landsins, við­skiptaumhverfi og framtíðarhorfur.

Erlendur segist vonast til að listinn verði frjósamur jarðvegur nýrrar ríkisstjórnar sem með styrkum meirihluta hafi möguleika á að hrinda mikilvægum málum í framkvæmd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×