Fleiri fréttir Íbúðaverð dregur verðbólguvagninn Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,22 prósent í júlí og mælist 12 mánaða verðbólga nú 3,8 prósent. Efri þolmörk Seðlabanka Íslands eru 4,0 prósent. Verðbólga væri meiri ef ekki hefðu komið til útsölur. Hún er þó meiri en greiningardeildir bankanna höfðu spáð. Umsvif á fasteignamarkaði leiða aukninguna, en greiningardeild Kaupþings spári því þó að þar hægist um þegar líða tekur á árið. 12.7.2007 06:00 Tvíhliða skráningu Eik lokið Hinn færeyski Eik banki var í gærmorgun frumskráður í kauphallirnar á Íslandi og í Danmörku. Skráningin fór fram í Þórshöfn við hátíðlega athöfn. 12.7.2007 05:30 Bakkavör til Tékklands Bakkavör hefur fest kaup á ráðandi hlut í tékkneska matvælafyrirtækinu Heli Food Fresh. Kaupverð er trúnaðarmál. 11.7.2007 15:36 Eik í Kauphöllina Eik banki var í morgun skráður í kauphallirnar á Íslandi og í Danmörku. Viðskipti fóru fjörlega af stað og er áætlað markaðsvirði bankans um sextíu milljarðar íslenskra króna, sé miðað við gengi bréfa í hádeginu. 11.7.2007 12:59 Verðbólgan mælist 3,8 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,22 prósent frá fyrra mánuði og er nú 273 stig samkvæmt Hagstofunni. Þetta jafngildir 3,8 prósent verðbólgu síðastliðna 12 mánuði. Húsnæðiskostnaður jókst um 1,7 prósent þá aðallega vegna hækkunar á markaðsverði húsnæðis. 11.7.2007 09:27 Toppi náð á fasteignamarkaði Gengi hlutabréfa í breska verktakafyrirtækinu Bovis lækkaði um rúm átta prósent á hlutabréfamarkaði í Bretlandi á mánudag eftir að það greindi frá því að eftirspurn eftir nýjum húsum í landinu hefði náð hámarki. Gengi bréfa í öðrum fyrirtækjum í sama geira lækkaði sömuleiðis um allt að 15 prósent. 11.7.2007 05:00 Alþjóðleg teymisvinna Á alþjóðlegri ráðstefnu í Amsterdam í byrjun júlí var fjallað um fjölbreytileika í samfélögum, þjóðum og fyrirtækjum. Þar hitti ég fyrir konu að nafni Ruth Bar-Sinai frá Ísrael. 11.7.2007 04:45 Mikilvægt að lækka gengið „Seðlabankinn er í stöðu til þess að lækka stýrivexti," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í pistli á heimasíðu samtakanna í gær en hann leggur áherslu á að gengi krónunnar lækki til að vega upp á móti skerðingu á þorskkvóta upp á 130 þúsund tonn sem tilkynnt var í síðustu viku. Slíkt væri mikilvægasta mótvægisaðgerðin. 11.7.2007 04:15 Verðbólga nú Hagstofa Íslands birtir í dag vísitölu neysluverðs fyrir júlímánuð, en vísitalan segir til um verðbólgustigið í landinu. 11.7.2007 03:45 Þolinmóðir peningar Blaðið greindi frá framsýnum frumkvöðli á dögunum sem hyggst hefja framleiðslu á viskíi hér á landi. Hann sagðist leita að fjármagni fyrir framleiðsluna. 11.7.2007 03:00 Erfiðir tímar víða á landsbyggðinni Því er stundum haldið á lofti að ein höfuðástæða þess að Íslendingar þurfi sérstakan gjaldmiðil sé sú að hagsveiflan hér á landi sé svo ólík þeirri í Evrópu. Þessu hefur verið svarað með því að benda á að hagsveifla hér á landi myndi að öllum líkindum laga sig að þeirri evrópsku væri hér sami gjaldmiðill. 11.7.2007 02:45 Næstbestir í Sviss Kepler Landsbanki, dótturfyrirtæki Landsbankans, er næstbesti greiningaraðili fyrir stærri fyrirtækin á svissneska hlutabréfamarkaðnum árið 2007, samkvæmt úttekt svissneska fjármáladagblaðsins Finanz und Wirtschaft, Félags fjármálagreinenda í Sviss og alþjóðlega upplýsingafyrirtækisins Thomson. 11.7.2007 02:45 Ragga virðist ætla bresta í grát „Það segir sig náttúrulega sjálft að það er leiðinlegt að vinna með manneskju sem virðist ætla bresta í grát allan daginn,“ segir Bergvin Oddsson, formaður Ungmennahreyfingar blindrafélagsins, um rödd nýs talgervils, sem notaður er í skjálestrar forritunum fyrir blinda og sjónskerta. 11.7.2007 02:45 Sleipur í viðskiptum Starfsmenn bankanna hafa margvíslegan og fjölbreyttan bakgrunn. Bókvit dugar skammt þegar komið er út á vinnumarkaðinn og því verða menn að öðlast verkvitið sem allra fyrst. Liðsmenn greiningardeildar Landsbankans eiga margir glæstan starfsferil að baki þegar þeir ráða sig til vinnu. 11.7.2007 02:00 Eru meðal 200 stærstu Kaupþing banki er í 142. sæti á lista yfir stærstu banka í heimi samkvæmt árlegri úttekt alþjóðlega fjármálatímaritsins The Banker. Bank of America er stærsti banki í heimi, Citigroup er í öðru sæti og HSBC Holdings í þriðja. Kaupþing er eini íslenski bankinn sem er meðal 200 stærstu og hækkar sig um 35 sæti milli ára. 11.7.2007 02:00 Fjörutíu prósenta forskot Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hefur hækkað um tæplega þrjátíu og sex prósent það sem af er ári og hefur hækkað meira en úrvalsvísitölur í öllum samanburðarlöndum. Næstbesta ávöxtun hefur hin þýska DAX-vísitala gefið, rúmlega tuttugu og tvö prósent. 11.7.2007 01:30 Eik Banki í Kauphöllina Eik Banki verður frumskráður í OMX Nordic Exchange Iceland, íslensku Kauphöllina í dag. Bankinn verður samtímis skráður í Kaupmannahafnarkauphöllina, sem einnig er hluti af OMX-kauphallasamstæðunni. Bankinn er annar í röð færeyskra banka til að fá hér skráningu, en fyrir er í Kauphöllinni Føroyja Banki. 11.7.2007 01:00 Mogginn og Nyhedsavisen 11.7.2007 01:00 Fjölgun mála hjá úrskurðarnefnd Alls voru tekin fyrir 270 mál hjá úrskurðarnefnd í vátryggingamálum (ÚV) árið 2006. Um er að ræða tuttugu prósenta aukningu milli ára en árið 2005 voru tekin fyrir 225 mál. 11.7.2007 00:45 Sjá Úrvalsvísitöluna í 9.500 stigum á árinu Úrvalsvísitalan mun hækka um allt frá 37 til 48 prósenta á árinu öllu, að því er fram kemur í spám greiningardeilda viðskiptabankanna þriggja en þær hafa allar birt afkomuspár sínar fyrir hlutabréfamarkaðinn á árinu. Gangi spárnar eftir stendur Úrvalsvísitalan á bilinu 9.000 til 9.500 stigum um næstu áramót. 11.7.2007 00:45 Sjö laxar á sama spún Ég er meiri aflamaður í eðli mínu en sportari. Ef ekki væri fyrir viðskiptasamböndin, þá myndi ég nú varla sveifla flugustöng heilu dagana heltimbraður og bitinn af mývargi. 11.7.2007 00:45 SpKef til Reykjavíkur Sparisjóðurinn í Keflavík ætlar að opna útibú í Borgartúni í haust. Að sögn Geirmundar Kristinssonar, sparisjóðsstjóra SpKef, er þetta liður í því að efla þjónustu við viðskiptavini sparisjóðsins í höfuðborginni. 11.7.2007 00:45 Sævar selur eftir þrjátíu ár Sævar Karl Ólason og Erla Þórarinsdóttir hafa ákveðið að selja tískuverslun sína við Bankastræti eftir þrjátíu og tveggja ára rekstur. Samkvæmt heimildum Markaðarins geta þau hjón valið úr nokkrum tilboðum og fara sér að engu óðslega. Líklegt er þó að salan verði frágengin innan nokkurra daga. 11.7.2007 00:30 Mannabreytingar hjá Flugstöðinni Bjarki Guðmundsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fasteignasviðs Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og tekur til starfa hinn 1. september næstkomandi. 11.7.2007 00:15 Hátt í 90% hluthafa í Actavis búnir að samþykkja tilboð Novators Um 87% hluthafa í Actavis höfðu við lokun markaðar í gær tekið tilboði Novators í allt hlutafé félagsins. Af um 4200 hluthöfum í félaginu höfðu nærri 3450 svarað tilboðinu og því voru um 750 hluthafar sem ekki höfðu svarað. 10.7.2007 17:32 Greiningadeild Kaupþings spáir verðbólgu innan þolmarka Greiningardeild Kaupþings spáir 0,1% hækkun vísitölu neysluverðs í júlí. Gangi spáin eftir mun tólf mánaða verðbólga mælast 3,6% sem er innan efri þolmarka Seðlabankans (4%). Það hefur ekki gerst frá því í ágúst 2005. 10.7.2007 17:19 Gunnar nýr framkvæmdastjóri HugurAx Gunnar Ingimundarson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri HugurAx. Gunnar var einn stofnenda Hugar hf. sem sameinaðist Ax hugbúnaðarhúsi á síðasta ári undir nafninu HugurAx. Gunnar hefur gegnt starfi forstöðumanns sviðs Eigin Lausna hjá HugAx síðastliðið ár. 10.7.2007 10:05 Kátt í kauphöllinni Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,82 prósent í gær og stendur í 8.702 stigum sem er hæsta gildi hennar frá upphafi. Bréf í Exista hækkuðu mest, um 4,78 prósent. Icelandair hækkaði um 3,67 prósent og Kaupþing um 2,69 prósent. 10.7.2007 01:00 Spá 45 prósenta hækkun Úrvalsvísitölunnar Greiningardeild Kaupþings spáir því að Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækki um allt að 45 prósent á árinu öllu og standi á bilinu 9.000 til 9.500 stigum við árslok. Greiningardeildin bendir á að gengi vísitölunnar hafi hækkað mikið í sögulegu samhengi það sem af sé árs en reiknar með að hægi á hækkunum það sem eftir lifi ársins. 9.7.2007 17:01 Novator framlengir tilboðið í Actavis Novator eignarhaldsfélag ehf, sem er í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur ákveðið að framlengja yfirtökutilboð sitt í hlutafé Actavis Group hf. Tilboðið gilti áður til morgundagsins en með framlengingunni nú stendur það til klukkan 16 miðvikudaginn 18. júlí næstkomandi. 9.7.2007 16:47 Úrvalsvísitalan slær enn eitt metið Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,82 prósent í Kauphöllinni í dag og endaði í 8.702 stigum. Þetta er hæsta gildi vísitölunnar fram til þessa en vísitalan hefur hækkað um tæp 63 prósent síðastliðna 12 mánuði. 9.7.2007 16:06 Áttatíu prósent tekið tilboði Novators í Actavis Áttatíu prósent hluthafa í Actavis hafa gengið að yfirtökutilboði Novators í fyrirtækið. Tilboðið rennur út klukkan fjögur í dag. Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Novators, segir viðtökurnar hafa verið góðar og býst við líflegum viðskiptum það sem eftir er dagsins. 9.7.2007 06:00 Gera ráð fyrir 1% samdrætti í hagvexti Greiningadeild Kaupþings telur að lækkun þorskkvóta niður í 130 þúsund tonn feli í sér um 15-20 milljarða króna samdrátt í útflutningsverðmæti og sé augljóslega töluvert áfall fyrir íslenskan sjávarútveg. Gera megi ráð fyrir að niðurskurðurinn valdi allt að 1% minni hagvexti á árinu 2008 en ella. Áhrifin á hagvöxt yfirstandandi árs verði hinsvegar óveruleg. 6.7.2007 17:05 Aukin umsvif á fasteignamarkaði Aukinn kaupmáttur almennings í kjölfar skattalækkana og meiri aðgangur að lánsfé fyrr á árinu hefur haft þensluhvetjandi áhrif á fasteignamarkaði. Þetta kemur fram í hálffimm fréttum greiningardeildar Kaupþings. Umsvif á fasteignamarkaði hafa aukist umtalsvert að undanförnu. 6.7.2007 16:53 305 samningar um fasteignakaup 305 samningum um fasteignakaup var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu frá 29. júní til gærdagsins. Veltan nam 8.224 milljónum og meðalupphæð á samning nam 27 milljónum króna. Á sama tíma var 20 samningum þinglýst á Akureyri en 11 á Árborgarsvæðinu. Meðalupphæð samnings á Akureyri nam 18,8 milljónum króna en á Árborgarsvæðinu 26,3 milljónum króna, samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins. 6.7.2007 15:17 Glitnir spáir 45 prósenta hækkun á Úrvalsvísitölunni Greiningardeild Glitnis spáir því í dag að Úrvalsvísitalan hækki um 45 prósent á árinu. Deildin segir góða arðsemi, stöðugan rekstur, ytri vöxt og væntingar þar um muna stuðla að hækkuninni auk þess sem greitt aðgengi að fjármagni mun einnig hafa jákvæð áhrif. 6.7.2007 12:05 Spá minni hækkunum á hlutabréfamarkaði Greiningardeild Landsbankans spáir því að Úrvalsvísitalan fari í 8.750 stig í lok árs. Gangi það eftir hefur vísitalan hækkað um 37 prósent á árinu. Vísitalan stendur í dag í 8,529 stigum og nemur hækkun hennar 33,07 prósentum það sem af er árs. Bankinn spáir því að hækkanir á hlutabréfamarkaði verði minni en verið hefur. 6.7.2007 11:52 Listi yfir seljanleika hlutabréfa Samstarfsnefnd eftirlitsaðila á evrópskum verðbréfamörkuðum (CESR) hefur birt lista yfir seljanleika þeirra hlutabréfa sem skráð eru á skipulegan verðbréfamarkað innan Evrópska efnahagssvæðisins. 6.7.2007 10:27 Nýr framkvæmdastjóri hjá Actavis Thomas Heinemann hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Actavis í Þýskalandi en hann mun stýra markaðssókn lyfjafyrirtækisins þar í landi. Actavis gerir ráð fyrir miklum vexti í landinu á næstu árum. 6.7.2007 10:00 Engin gúrkutíð á hlutabréfamarkaði Engin ládeyða hefur verið á innlendum hlutabréfamarkaði í sumar eins og oft gerist á þessum árstíma. Heildarvelta með hlutabréf í Kauphöll Íslands nam 208 milljörðum króna í júní og jókst um 87 prósent á milli ára. Veltan í sama mánuði í fyrra var um 111 milljarðar króna. 6.7.2007 04:45 Straumurstyður fasteignakaup Danska fjárfestingafélagið Property Group hefur fest kaup á 39 fasteignum í Danmörku, Straumur fjárfestingabanki var ráðgjafi við kaupin. 6.7.2007 03:30 Peningaskápur... 6.7.2007 02:30 Skörp hækkun á gengi SPRON Yfir þrjátíu prósenta hækkun hefur orðið á gengi stofnfjárbréfa í SPRON frá því um miðjan júní. Bréfin, sem ganga kaupum og sölum á stofnfjármarkaði SPRON, fóru úr 3,2 krónum á hlut í yfir 4,2 krónur í umtalsverðri veltu. 6.7.2007 02:00 Marel stærsti hluthafi Stork Marel er stærsti hluthafinn í hollensku iðnsamstæðunni Stork með 19,5 prósenta hlutafjár. Verðmæti hlutarins nemur 300 milljónum evra, jafnvirði tæpra 25,2 milljarða íslenskra króna. Eignahluturinn er skráður á hollenska eignarhaldsfélagið LME Holding en í því fara Landsbankinn og Eyrir Invest saman með 40 prósenta hlut hvor en Marel 20 prósent. 6.7.2007 02:00 Tæknisafn Íslands í burðarliðnum Ferðamálafélags Flóamanna vinnur að stofnun fyrsta tæknisafns Íslands. Fyrsta áfanga undirbúningsstarfsins er nú lokið. Í fréttatilkynningu frá Valdimari Össurarsyni verkefnisstjóra gengur starfið vel. Víða sé leitað ráðgjafar og samráðs, svo sem við tæknisöfn og vísindastofur erlendis. 5.7.2007 16:51 Sjá næstu 50 fréttir
Íbúðaverð dregur verðbólguvagninn Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,22 prósent í júlí og mælist 12 mánaða verðbólga nú 3,8 prósent. Efri þolmörk Seðlabanka Íslands eru 4,0 prósent. Verðbólga væri meiri ef ekki hefðu komið til útsölur. Hún er þó meiri en greiningardeildir bankanna höfðu spáð. Umsvif á fasteignamarkaði leiða aukninguna, en greiningardeild Kaupþings spári því þó að þar hægist um þegar líða tekur á árið. 12.7.2007 06:00
Tvíhliða skráningu Eik lokið Hinn færeyski Eik banki var í gærmorgun frumskráður í kauphallirnar á Íslandi og í Danmörku. Skráningin fór fram í Þórshöfn við hátíðlega athöfn. 12.7.2007 05:30
Bakkavör til Tékklands Bakkavör hefur fest kaup á ráðandi hlut í tékkneska matvælafyrirtækinu Heli Food Fresh. Kaupverð er trúnaðarmál. 11.7.2007 15:36
Eik í Kauphöllina Eik banki var í morgun skráður í kauphallirnar á Íslandi og í Danmörku. Viðskipti fóru fjörlega af stað og er áætlað markaðsvirði bankans um sextíu milljarðar íslenskra króna, sé miðað við gengi bréfa í hádeginu. 11.7.2007 12:59
Verðbólgan mælist 3,8 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,22 prósent frá fyrra mánuði og er nú 273 stig samkvæmt Hagstofunni. Þetta jafngildir 3,8 prósent verðbólgu síðastliðna 12 mánuði. Húsnæðiskostnaður jókst um 1,7 prósent þá aðallega vegna hækkunar á markaðsverði húsnæðis. 11.7.2007 09:27
Toppi náð á fasteignamarkaði Gengi hlutabréfa í breska verktakafyrirtækinu Bovis lækkaði um rúm átta prósent á hlutabréfamarkaði í Bretlandi á mánudag eftir að það greindi frá því að eftirspurn eftir nýjum húsum í landinu hefði náð hámarki. Gengi bréfa í öðrum fyrirtækjum í sama geira lækkaði sömuleiðis um allt að 15 prósent. 11.7.2007 05:00
Alþjóðleg teymisvinna Á alþjóðlegri ráðstefnu í Amsterdam í byrjun júlí var fjallað um fjölbreytileika í samfélögum, þjóðum og fyrirtækjum. Þar hitti ég fyrir konu að nafni Ruth Bar-Sinai frá Ísrael. 11.7.2007 04:45
Mikilvægt að lækka gengið „Seðlabankinn er í stöðu til þess að lækka stýrivexti," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í pistli á heimasíðu samtakanna í gær en hann leggur áherslu á að gengi krónunnar lækki til að vega upp á móti skerðingu á þorskkvóta upp á 130 þúsund tonn sem tilkynnt var í síðustu viku. Slíkt væri mikilvægasta mótvægisaðgerðin. 11.7.2007 04:15
Verðbólga nú Hagstofa Íslands birtir í dag vísitölu neysluverðs fyrir júlímánuð, en vísitalan segir til um verðbólgustigið í landinu. 11.7.2007 03:45
Þolinmóðir peningar Blaðið greindi frá framsýnum frumkvöðli á dögunum sem hyggst hefja framleiðslu á viskíi hér á landi. Hann sagðist leita að fjármagni fyrir framleiðsluna. 11.7.2007 03:00
Erfiðir tímar víða á landsbyggðinni Því er stundum haldið á lofti að ein höfuðástæða þess að Íslendingar þurfi sérstakan gjaldmiðil sé sú að hagsveiflan hér á landi sé svo ólík þeirri í Evrópu. Þessu hefur verið svarað með því að benda á að hagsveifla hér á landi myndi að öllum líkindum laga sig að þeirri evrópsku væri hér sami gjaldmiðill. 11.7.2007 02:45
Næstbestir í Sviss Kepler Landsbanki, dótturfyrirtæki Landsbankans, er næstbesti greiningaraðili fyrir stærri fyrirtækin á svissneska hlutabréfamarkaðnum árið 2007, samkvæmt úttekt svissneska fjármáladagblaðsins Finanz und Wirtschaft, Félags fjármálagreinenda í Sviss og alþjóðlega upplýsingafyrirtækisins Thomson. 11.7.2007 02:45
Ragga virðist ætla bresta í grát „Það segir sig náttúrulega sjálft að það er leiðinlegt að vinna með manneskju sem virðist ætla bresta í grát allan daginn,“ segir Bergvin Oddsson, formaður Ungmennahreyfingar blindrafélagsins, um rödd nýs talgervils, sem notaður er í skjálestrar forritunum fyrir blinda og sjónskerta. 11.7.2007 02:45
Sleipur í viðskiptum Starfsmenn bankanna hafa margvíslegan og fjölbreyttan bakgrunn. Bókvit dugar skammt þegar komið er út á vinnumarkaðinn og því verða menn að öðlast verkvitið sem allra fyrst. Liðsmenn greiningardeildar Landsbankans eiga margir glæstan starfsferil að baki þegar þeir ráða sig til vinnu. 11.7.2007 02:00
Eru meðal 200 stærstu Kaupþing banki er í 142. sæti á lista yfir stærstu banka í heimi samkvæmt árlegri úttekt alþjóðlega fjármálatímaritsins The Banker. Bank of America er stærsti banki í heimi, Citigroup er í öðru sæti og HSBC Holdings í þriðja. Kaupþing er eini íslenski bankinn sem er meðal 200 stærstu og hækkar sig um 35 sæti milli ára. 11.7.2007 02:00
Fjörutíu prósenta forskot Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hefur hækkað um tæplega þrjátíu og sex prósent það sem af er ári og hefur hækkað meira en úrvalsvísitölur í öllum samanburðarlöndum. Næstbesta ávöxtun hefur hin þýska DAX-vísitala gefið, rúmlega tuttugu og tvö prósent. 11.7.2007 01:30
Eik Banki í Kauphöllina Eik Banki verður frumskráður í OMX Nordic Exchange Iceland, íslensku Kauphöllina í dag. Bankinn verður samtímis skráður í Kaupmannahafnarkauphöllina, sem einnig er hluti af OMX-kauphallasamstæðunni. Bankinn er annar í röð færeyskra banka til að fá hér skráningu, en fyrir er í Kauphöllinni Føroyja Banki. 11.7.2007 01:00
Fjölgun mála hjá úrskurðarnefnd Alls voru tekin fyrir 270 mál hjá úrskurðarnefnd í vátryggingamálum (ÚV) árið 2006. Um er að ræða tuttugu prósenta aukningu milli ára en árið 2005 voru tekin fyrir 225 mál. 11.7.2007 00:45
Sjá Úrvalsvísitöluna í 9.500 stigum á árinu Úrvalsvísitalan mun hækka um allt frá 37 til 48 prósenta á árinu öllu, að því er fram kemur í spám greiningardeilda viðskiptabankanna þriggja en þær hafa allar birt afkomuspár sínar fyrir hlutabréfamarkaðinn á árinu. Gangi spárnar eftir stendur Úrvalsvísitalan á bilinu 9.000 til 9.500 stigum um næstu áramót. 11.7.2007 00:45
Sjö laxar á sama spún Ég er meiri aflamaður í eðli mínu en sportari. Ef ekki væri fyrir viðskiptasamböndin, þá myndi ég nú varla sveifla flugustöng heilu dagana heltimbraður og bitinn af mývargi. 11.7.2007 00:45
SpKef til Reykjavíkur Sparisjóðurinn í Keflavík ætlar að opna útibú í Borgartúni í haust. Að sögn Geirmundar Kristinssonar, sparisjóðsstjóra SpKef, er þetta liður í því að efla þjónustu við viðskiptavini sparisjóðsins í höfuðborginni. 11.7.2007 00:45
Sævar selur eftir þrjátíu ár Sævar Karl Ólason og Erla Þórarinsdóttir hafa ákveðið að selja tískuverslun sína við Bankastræti eftir þrjátíu og tveggja ára rekstur. Samkvæmt heimildum Markaðarins geta þau hjón valið úr nokkrum tilboðum og fara sér að engu óðslega. Líklegt er þó að salan verði frágengin innan nokkurra daga. 11.7.2007 00:30
Mannabreytingar hjá Flugstöðinni Bjarki Guðmundsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fasteignasviðs Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og tekur til starfa hinn 1. september næstkomandi. 11.7.2007 00:15
Hátt í 90% hluthafa í Actavis búnir að samþykkja tilboð Novators Um 87% hluthafa í Actavis höfðu við lokun markaðar í gær tekið tilboði Novators í allt hlutafé félagsins. Af um 4200 hluthöfum í félaginu höfðu nærri 3450 svarað tilboðinu og því voru um 750 hluthafar sem ekki höfðu svarað. 10.7.2007 17:32
Greiningadeild Kaupþings spáir verðbólgu innan þolmarka Greiningardeild Kaupþings spáir 0,1% hækkun vísitölu neysluverðs í júlí. Gangi spáin eftir mun tólf mánaða verðbólga mælast 3,6% sem er innan efri þolmarka Seðlabankans (4%). Það hefur ekki gerst frá því í ágúst 2005. 10.7.2007 17:19
Gunnar nýr framkvæmdastjóri HugurAx Gunnar Ingimundarson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri HugurAx. Gunnar var einn stofnenda Hugar hf. sem sameinaðist Ax hugbúnaðarhúsi á síðasta ári undir nafninu HugurAx. Gunnar hefur gegnt starfi forstöðumanns sviðs Eigin Lausna hjá HugAx síðastliðið ár. 10.7.2007 10:05
Kátt í kauphöllinni Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,82 prósent í gær og stendur í 8.702 stigum sem er hæsta gildi hennar frá upphafi. Bréf í Exista hækkuðu mest, um 4,78 prósent. Icelandair hækkaði um 3,67 prósent og Kaupþing um 2,69 prósent. 10.7.2007 01:00
Spá 45 prósenta hækkun Úrvalsvísitölunnar Greiningardeild Kaupþings spáir því að Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækki um allt að 45 prósent á árinu öllu og standi á bilinu 9.000 til 9.500 stigum við árslok. Greiningardeildin bendir á að gengi vísitölunnar hafi hækkað mikið í sögulegu samhengi það sem af sé árs en reiknar með að hægi á hækkunum það sem eftir lifi ársins. 9.7.2007 17:01
Novator framlengir tilboðið í Actavis Novator eignarhaldsfélag ehf, sem er í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur ákveðið að framlengja yfirtökutilboð sitt í hlutafé Actavis Group hf. Tilboðið gilti áður til morgundagsins en með framlengingunni nú stendur það til klukkan 16 miðvikudaginn 18. júlí næstkomandi. 9.7.2007 16:47
Úrvalsvísitalan slær enn eitt metið Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,82 prósent í Kauphöllinni í dag og endaði í 8.702 stigum. Þetta er hæsta gildi vísitölunnar fram til þessa en vísitalan hefur hækkað um tæp 63 prósent síðastliðna 12 mánuði. 9.7.2007 16:06
Áttatíu prósent tekið tilboði Novators í Actavis Áttatíu prósent hluthafa í Actavis hafa gengið að yfirtökutilboði Novators í fyrirtækið. Tilboðið rennur út klukkan fjögur í dag. Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Novators, segir viðtökurnar hafa verið góðar og býst við líflegum viðskiptum það sem eftir er dagsins. 9.7.2007 06:00
Gera ráð fyrir 1% samdrætti í hagvexti Greiningadeild Kaupþings telur að lækkun þorskkvóta niður í 130 þúsund tonn feli í sér um 15-20 milljarða króna samdrátt í útflutningsverðmæti og sé augljóslega töluvert áfall fyrir íslenskan sjávarútveg. Gera megi ráð fyrir að niðurskurðurinn valdi allt að 1% minni hagvexti á árinu 2008 en ella. Áhrifin á hagvöxt yfirstandandi árs verði hinsvegar óveruleg. 6.7.2007 17:05
Aukin umsvif á fasteignamarkaði Aukinn kaupmáttur almennings í kjölfar skattalækkana og meiri aðgangur að lánsfé fyrr á árinu hefur haft þensluhvetjandi áhrif á fasteignamarkaði. Þetta kemur fram í hálffimm fréttum greiningardeildar Kaupþings. Umsvif á fasteignamarkaði hafa aukist umtalsvert að undanförnu. 6.7.2007 16:53
305 samningar um fasteignakaup 305 samningum um fasteignakaup var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu frá 29. júní til gærdagsins. Veltan nam 8.224 milljónum og meðalupphæð á samning nam 27 milljónum króna. Á sama tíma var 20 samningum þinglýst á Akureyri en 11 á Árborgarsvæðinu. Meðalupphæð samnings á Akureyri nam 18,8 milljónum króna en á Árborgarsvæðinu 26,3 milljónum króna, samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins. 6.7.2007 15:17
Glitnir spáir 45 prósenta hækkun á Úrvalsvísitölunni Greiningardeild Glitnis spáir því í dag að Úrvalsvísitalan hækki um 45 prósent á árinu. Deildin segir góða arðsemi, stöðugan rekstur, ytri vöxt og væntingar þar um muna stuðla að hækkuninni auk þess sem greitt aðgengi að fjármagni mun einnig hafa jákvæð áhrif. 6.7.2007 12:05
Spá minni hækkunum á hlutabréfamarkaði Greiningardeild Landsbankans spáir því að Úrvalsvísitalan fari í 8.750 stig í lok árs. Gangi það eftir hefur vísitalan hækkað um 37 prósent á árinu. Vísitalan stendur í dag í 8,529 stigum og nemur hækkun hennar 33,07 prósentum það sem af er árs. Bankinn spáir því að hækkanir á hlutabréfamarkaði verði minni en verið hefur. 6.7.2007 11:52
Listi yfir seljanleika hlutabréfa Samstarfsnefnd eftirlitsaðila á evrópskum verðbréfamörkuðum (CESR) hefur birt lista yfir seljanleika þeirra hlutabréfa sem skráð eru á skipulegan verðbréfamarkað innan Evrópska efnahagssvæðisins. 6.7.2007 10:27
Nýr framkvæmdastjóri hjá Actavis Thomas Heinemann hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Actavis í Þýskalandi en hann mun stýra markaðssókn lyfjafyrirtækisins þar í landi. Actavis gerir ráð fyrir miklum vexti í landinu á næstu árum. 6.7.2007 10:00
Engin gúrkutíð á hlutabréfamarkaði Engin ládeyða hefur verið á innlendum hlutabréfamarkaði í sumar eins og oft gerist á þessum árstíma. Heildarvelta með hlutabréf í Kauphöll Íslands nam 208 milljörðum króna í júní og jókst um 87 prósent á milli ára. Veltan í sama mánuði í fyrra var um 111 milljarðar króna. 6.7.2007 04:45
Straumurstyður fasteignakaup Danska fjárfestingafélagið Property Group hefur fest kaup á 39 fasteignum í Danmörku, Straumur fjárfestingabanki var ráðgjafi við kaupin. 6.7.2007 03:30
Skörp hækkun á gengi SPRON Yfir þrjátíu prósenta hækkun hefur orðið á gengi stofnfjárbréfa í SPRON frá því um miðjan júní. Bréfin, sem ganga kaupum og sölum á stofnfjármarkaði SPRON, fóru úr 3,2 krónum á hlut í yfir 4,2 krónur í umtalsverðri veltu. 6.7.2007 02:00
Marel stærsti hluthafi Stork Marel er stærsti hluthafinn í hollensku iðnsamstæðunni Stork með 19,5 prósenta hlutafjár. Verðmæti hlutarins nemur 300 milljónum evra, jafnvirði tæpra 25,2 milljarða íslenskra króna. Eignahluturinn er skráður á hollenska eignarhaldsfélagið LME Holding en í því fara Landsbankinn og Eyrir Invest saman með 40 prósenta hlut hvor en Marel 20 prósent. 6.7.2007 02:00
Tæknisafn Íslands í burðarliðnum Ferðamálafélags Flóamanna vinnur að stofnun fyrsta tæknisafns Íslands. Fyrsta áfanga undirbúningsstarfsins er nú lokið. Í fréttatilkynningu frá Valdimari Össurarsyni verkefnisstjóra gengur starfið vel. Víða sé leitað ráðgjafar og samráðs, svo sem við tæknisöfn og vísindastofur erlendis. 5.7.2007 16:51