Íbúðaverð dregur verðbólguvagninn 12. júlí 2007 06:00 Hjallahverfi í Kópavogi. Útsöluáhrif vega á móti hækkandi verði fasteigna og fleiri þáttum í mælingum á vísitölu neysluverðs. Verðbólga er meiri en greinendur áttu von á. MYND/Vilhelm Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,22 prósent í júlí og mælist 12 mánaða verðbólga nú 3,8 prósent. Efri þolmörk Seðlabanka Íslands eru 4,0 prósent. Verðbólga væri meiri ef ekki hefðu komið til útsölur. Hún er þó meiri en greiningardeildir bankanna höfðu spáð. Umsvif á fasteignamarkaði leiða aukninguna, en greiningardeild Kaupþings spári því þó að þar hægist um þegar líða tekur á árið. Verðbólga er yfir spám greiningardeilda bankanna samkvæmt mælingu Hagstofunnar í júlí. 12 mánaða verðbólga er þó komin niður fyrir 4,0 prósenta efri þolmörk Seðlabankans og stendur nú í 3,8 prósentum. Tólf mánaða verðbólga hefur ekki mælst lægri síðan í ágúst 2005. Spár greiningardeilda hlupu á bilinu 0,1 prósents lækkun og yfir í 0,1 prósents hækkun á vísitölunni milli mánaða, en hún reyndist svo 0,22 prósent. „Húsnæðisverð er áfram mikill áhrifavaldur í verðlagsmælingum og dregur vagninn í nýjustu hækkunum á vísitölu neysluverðs eins og svo oft áður undanfarin misseri," segir Gunnar Árnason sérfræðingur efnahagsmála hjá Byri sparisjóði. Hann telur þó ekki það eitt áhyggjuefni að umsvif á fasteignamarkaði virðast vera að aukast lítillega á nýjan leik eftir sýnilegan samdrátt á síðari hluta síðasta árs og byrjun þessa. Gunnar Árnason „Spár um um áframhaldandi hratt minnkandi hagvöxt á yfirstandandi ári og því næsta eru líklegar til að ganga eftir eins og mál standa. Í ljósi þess er sérstakt að Seðlabanki Íslands kjósi að halda stýrivöxtum sínum svo háum og lýsi yfir óbreyttum vöxtum fram á næsta ár," segir hann og bendir á að 12 mánaða verðbólga sé nú undir þolmörkum bankans og telur ekki líkur á miklum viðsnúningi á þeirri þróun á næstunni, enda megi reikna með að styrking á gengi krónunnar komi fram í lægra innflutningsverði á vörum og þjónustu. Greiningardeild Landsbanka Íslands rekur meiri verðbólgu en gert var ráð fyrir til töluverðra hækkana á heilsugæslu, tómstundum og menningu og matvöru, auk þess sem kostnaður vegna eigin húsnæðis. „Sumarútsölur eru víðast hvar komnar á fullt skrið en þær valda um 0,4 prósenta lækkun á vísitölunni í júlí. Hefðu útsölur ekki valdi fyrrnefndri lækkun á vísitölu neysluverðs hefði verðlag hækkað um hátt í 0,7 prósent í mánuðinum," segir í greiningu bankans og bent á að áutsöluáhrif séu tímabundin og megið því búast við að verð hækki aftur í sama horf. „Það er því enn mikill verðbólguþrýstingur í hagkerfinu." Greiningardeild Kaupþings hefur eftir Hagstofunni að fasteignaverð á landinu öllu hafi hækkað að meðaltali um 1,6 prósent milli mánaða síðustu þrjá mánuði. „Mikil þensla er á fasteignamarkaði um þessar mundir, umsvif hafa aukist töluvert á síðustu mánuðum en fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í júní síðastliðnum hefur ekki mælst hærri frá því í lok árs 2004," segir greiningardeildin, en gerir þó ráð fyrir hægari umsvifum á fasteignamarkaði þegar líða tekur á árið. Er það sagt munu gerast samhliða hækkandi vöxtum íbúalána og erfiðara aðgengi að lánsfé. Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Sjá meira
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,22 prósent í júlí og mælist 12 mánaða verðbólga nú 3,8 prósent. Efri þolmörk Seðlabanka Íslands eru 4,0 prósent. Verðbólga væri meiri ef ekki hefðu komið til útsölur. Hún er þó meiri en greiningardeildir bankanna höfðu spáð. Umsvif á fasteignamarkaði leiða aukninguna, en greiningardeild Kaupþings spári því þó að þar hægist um þegar líða tekur á árið. Verðbólga er yfir spám greiningardeilda bankanna samkvæmt mælingu Hagstofunnar í júlí. 12 mánaða verðbólga er þó komin niður fyrir 4,0 prósenta efri þolmörk Seðlabankans og stendur nú í 3,8 prósentum. Tólf mánaða verðbólga hefur ekki mælst lægri síðan í ágúst 2005. Spár greiningardeilda hlupu á bilinu 0,1 prósents lækkun og yfir í 0,1 prósents hækkun á vísitölunni milli mánaða, en hún reyndist svo 0,22 prósent. „Húsnæðisverð er áfram mikill áhrifavaldur í verðlagsmælingum og dregur vagninn í nýjustu hækkunum á vísitölu neysluverðs eins og svo oft áður undanfarin misseri," segir Gunnar Árnason sérfræðingur efnahagsmála hjá Byri sparisjóði. Hann telur þó ekki það eitt áhyggjuefni að umsvif á fasteignamarkaði virðast vera að aukast lítillega á nýjan leik eftir sýnilegan samdrátt á síðari hluta síðasta árs og byrjun þessa. Gunnar Árnason „Spár um um áframhaldandi hratt minnkandi hagvöxt á yfirstandandi ári og því næsta eru líklegar til að ganga eftir eins og mál standa. Í ljósi þess er sérstakt að Seðlabanki Íslands kjósi að halda stýrivöxtum sínum svo háum og lýsi yfir óbreyttum vöxtum fram á næsta ár," segir hann og bendir á að 12 mánaða verðbólga sé nú undir þolmörkum bankans og telur ekki líkur á miklum viðsnúningi á þeirri þróun á næstunni, enda megi reikna með að styrking á gengi krónunnar komi fram í lægra innflutningsverði á vörum og þjónustu. Greiningardeild Landsbanka Íslands rekur meiri verðbólgu en gert var ráð fyrir til töluverðra hækkana á heilsugæslu, tómstundum og menningu og matvöru, auk þess sem kostnaður vegna eigin húsnæðis. „Sumarútsölur eru víðast hvar komnar á fullt skrið en þær valda um 0,4 prósenta lækkun á vísitölunni í júlí. Hefðu útsölur ekki valdi fyrrnefndri lækkun á vísitölu neysluverðs hefði verðlag hækkað um hátt í 0,7 prósent í mánuðinum," segir í greiningu bankans og bent á að áutsöluáhrif séu tímabundin og megið því búast við að verð hækki aftur í sama horf. „Það er því enn mikill verðbólguþrýstingur í hagkerfinu." Greiningardeild Kaupþings hefur eftir Hagstofunni að fasteignaverð á landinu öllu hafi hækkað að meðaltali um 1,6 prósent milli mánaða síðustu þrjá mánuði. „Mikil þensla er á fasteignamarkaði um þessar mundir, umsvif hafa aukist töluvert á síðustu mánuðum en fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í júní síðastliðnum hefur ekki mælst hærri frá því í lok árs 2004," segir greiningardeildin, en gerir þó ráð fyrir hægari umsvifum á fasteignamarkaði þegar líða tekur á árið. Er það sagt munu gerast samhliða hækkandi vöxtum íbúalána og erfiðara aðgengi að lánsfé.
Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Sjá meira