Viðskipti innlent

Toppi náð á fasteignamarkaði

Bresk verkatakafyrirtæki í fasteignageiranum segja eftirspurn eftir nýjum fasteignum hafa náð hámarki.
Bresk verkatakafyrirtæki í fasteignageiranum segja eftirspurn eftir nýjum fasteignum hafa náð hámarki. Markaðurinn/AFP

Gengi hlutabréfa í breska verktakafyrirtækinu Bovis lækkaði um rúm átta prósent á hlutabréfamarkaði í Bretlandi á mánudag eftir að það greindi frá því að eftirspurn eftir nýjum húsum í landinu hefði náð hámarki. Gengi bréfa í öðrum fyrirtækjum í sama geira lækkaði sömuleiðis um allt að 15 prósent.



Verktakafyrirtækið, sem er með umsvifamestu fasteignafyrirtækjum í Bretlandi, hefur tryggt sölu á tæplega 2.300 nýjum húsum það sem af er árs. Þetta er níu húsum meira en fyrirtækið seldi á sama tíma í fyrra.

Stjórn Bovis sagði í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér til markaðsaðila að tölurnar endurspegli aðstæður á markaði og minni bjartsýni kaupenda í ljósi hárra stýrivaxta Englandsbanka, sem spáð er að muni hækka frekar á árinu. Þá segir að fyrirtækið hafi náð markmiðum sínum sem stefnt var að á fyrri hluta árs en nokkur óvissa sé um framhaldið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×