Fleiri fréttir

„Leyndarmál Rauðhólsgleðinnar“ virkar

Rauðhóll er einn stærsti leikskóli landsins en þar hafa verið innleiddar aðferðir sem styðjast við jákvæða sálfræði. Guðrún Sólveig segir sem dæmi að á leikskólanum vinnur fólk saman í teymum og þar breyta þau teymunum óhrædd til að tryggja að fólk sem vinnur vel saman raðist sem best saman í teymi.

Stjórnun: Virkar jákvæð sálfræði á tímum kórónufaraldurs?

Jákvæð sálfræði er eitthvað sem atvinnulífið hefur lært að þekkja og heyra um síðustu árin. En út á hvað gengur hún og er þetta aðferðarfræði sem virkar á tímum eins og þessum? Ingrid Kuhlman segir jákvæða forystu skipta miklu máli.

Disney leggur meiri áherslu á streymisveitur

Forsvarsmenn Walt Disney tilkynntu í gær að fyrirtækið myndi leikja meiri áherslu á Disney+ og aðrar streymisveitur í framtíðinni. Breytingar verði gerðar á rekstri fyrirtækisins með breyttar áherslur í huga.

Breskir vertar hóta málssókn

Breskir bar- og næturklúbbaeigendur segjast ætla að fara í mál við ríkið verði frekari takmarkanir eða lokanir settar á. 

Enn mikið líf á fast­eigna­markaðnum

Fjöldi íbúða sem teknar hafa verið úr birtingu hjá fasteignasölum heldur áfram að aukast á höfuðborgarsvæðinu og er enn sögulega mikill annars staðar á landinu. Það gefur til kynna að enn sé mikið að gera á íbúðamarkaði.

„Erum með mörg þúsund pör á samviskunni“

Í helgarviðtali Atvinnulífsins fáum við að heyra söguna á bakvið Gull og silfur, sem nú spannar hálfa öld. Sigurður G. Steinþórsson gullsmíðameistari og Kristjana Ólafsdóttir eiginkona hans segja dæturnar hafa alist upp að hluta í búðinn. Það sama eigi við um hundana. Og nú hafa tengdasynirnir bæst við.

Sá fyrsti orðinn fjörutíu ára

Í dag eru nákvæmlega 40 ár síðan fyrsti KFC-staðurinn opnaði á Íslandi, þann 9. október 1980. Fyrsta bandaríska skyndibitakeðjan eftir því sem Vísir kemst næst en fleiri fylgdu í kjölfarið.

Verkfalli olíustarfsmanna gæti lokið í dag

Tíu daga löngu verkfalli norskra olíu- og gasverkamanna gæti lokið í dag fallist stéttarfélag þeirra á tilboð olíufyrirtækja. Olíuframleiðsla Noregs gæti dregist saman um fjórðung haldi verkfallið áfram inn í næstu viku.

Ný skýrsla ASÍ: Atvinnuleysi í sögulegum hæðum

Viðvörunarljós voru farin að blikka á íslenskum vinnumarkaði áður en útbreiðsla kórónaveiru hófst í byrjun árs. Í upphafi árs voru tíu þúsund einstaklingar án atvinnu og af þeim höfðu um 1800 verið án atvinnu í meira en tólf mánuði.

Verkfall í Noregi gæti stöðvað fjórðung olíuframleiðslu

Framleiðsla á olíu og gasi gæti dregist saman um allt að fjórðung vegna verkfalls starfsmanna í olíuiðnaði í Noregi. Heimsmarkaðsverð á olíu gæti hækkað fyrir vikið. Norska ríkisstjórnin ætlar ekki að grípa inn í verkfallið eins og sakir standa.

Í kjölfar Covid: Jólasalan mikið á netinu

Það hefur margt breyst þau 16 ár sem Kokka hefur verið með netverslun en salan í vefversluninni tífaldaðist í apríl á þessu ári. Það hefur þó komið Guðrúnu Jóhannesdóttur eiganda Kokku mest á óvart hvað salan í versluninni hefur líka aukist mikið í kjölfar kórónufaraldurs.

Vefverslun Góða hirðisins opnuð

„Þar sem notaðir hlutir fá nýtt líf,“ segir í slagorði Góða hirðisins sem frá og með deginum í dag býður vörur til sölu í netverslun sinni.

Stýrivextir óbreyttir

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram eitt prósent.

Aldur viðskiptavina hækkar hratt í kjölfar Covid

Elstu nýju viðskiptavinirnir eru á níræðisaldri segir Guðmundur Magnason framkvæmdastjóri Heimkaup.is meðal annars um þá þróun að í kjölfar kórónufaraldurs hefur meðalaldur netverslunarinnar hækkað hratt.

Sjá næstu 50 fréttir