Viðskipti innlent

Vefverslun Góða hirðisins opnuð

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Góði hirðirinn hefur verið verslun í Fellsmúla í lengri tíma en er nú líka kominn á netið.
Góði hirðirinn hefur verið verslun í Fellsmúla í lengri tíma en er nú líka kominn á netið. Góði hirðirinn

„Þar sem notaðir hlutir fá nýtt líf,“ segir í slagorði Góða hirðisins sem frá og með deginum í dag býður vörur til sölu í netverslun sinni.

Á heimasíðunni godihirdirinn.is má finna ýmsa flokka af notuðum munum svo sem hljóðfæri, bækur, barnavörur og húsgögn.

Vefverslunin er af hefðbundinni gerð. Fólk setur hluti sem það vill í körfu og greiðir svo fyrir þær í lokin. Þá er hægt að sía út vörur á ákveðnu verðbili.

Góði hirðirinn afhendir svo vörurnar í Fellsmúla á laugardögum milli klukkan 10 og 15. Sækja þarf keypta vöru innan fjórtán daga en annars áskilur Góði hirðirinn sér rétt til að endurselja vöruna.

Markmið Góða hirðisins er að endurnýta hluti til áframhaldandi lífs og draga úr sóun. Allur ágóði af sölu rennur til góðgerðarmála. Úthlutun styrkja fer fram einu sinni á ári.

Það er einnig hefð fyrir því að halda uppboð til styrktar góðs málefnis í desember ár hvert. Um 250 milljónir króna hafa verið veittar í styrki frá 1996.


Tengdar fréttir

Mikið magn nytjamuna fellur til á hverjum degi

Það er greinilegt að þjóðin notaði tímann í kórónuveirufaraldrinum til að taka til í geymslum og bílskúrum. Þá má greina á framboði húsgagna hjá Góða hirðinum að margar íbúðir hafi dottið úr skammtímaleigu og húsmunir verið hreinsaðir út úr þeim.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
4,92
21
250.264
REGINN
4,86
12
96.042
SVN
3,97
29
126.992
REITIR
3,8
21
353.860
BRIM
2,76
12
138.917

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,6
16
77.555
MAREL
-0,67
39
296.789
ICESEA
-0,61
6
6.846
ARION
0
35
351.008
SYN
0
7
105.089
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.