Fjórar Boeing 757 þotur Icelandair sendar í niðurrif á næstu vikum Kristján Már Unnarsson skrifar 8. október 2020 10:08 Fyrstu Boeing 757 þotunni var flogið frá Keflavíkurflugvelli nú fyrir hádegi vestur til Bandaríkjanna þar sem hún verður rifin. Visir/Vilhelm Gunnarsson. Icelandair hefur ákveðið að senda fjórar af Boeing 757 þotum sínum í niðurrif á næstu vikum. Var fyrstu vélinni flogið frá Keflavíkurflugvelli nú fyrir hádegi til Kansas í Bandaríkjunum í þessu skyni. „Tvær vélar fara til samstarfsaðila okkar í Kansas City þar sem ákveðið hefur verið að rífa þær. Íhlutir úr þeim verða notaðir í okkar rekstur, ásamt því að töluverður markaður er fyrir þá. Auk þess mun starfsfólk okkar í skýlinu í Keflavík sjá um niðurrif á tveimur vélum til viðbótar á næstu vikum,“ segir Sigrún Össurardóttir, staðgengill upplýsingafulltrúa Icelandair, í svari við fyrirspurn fréttastofu. Fyrsta vélin til að hljóta þessi örlög er TF-ISL, Öræfajökull. Hélt hún í loftið frá Keflavík um hálftíuleytið í morgun og er áætlað að hún lendi í Kansas um klukkan 16 að íslenskum tíma. Samkvæmt vefsíðunni Plainspotters er hún tæplega 29 ára gömul, var afhent American Airlines í janúar 1992 en Icelandair fékk vélina í mars 2012. Flugvélin TF-ISL, Öræfajökull, við flugstöð Leifs Eiríkssonar í október í fyrra. Henni var flogið af landi brott í morgun til niðurrifs í Bandaríkjunum.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Þegar kemur að því að fækka vélum í flotanum, eins og Icelandair þarf að gera, eru margar leiðir til að hámarka virði þeirra. Niðurrif var besta leiðin fyrir þessar vélar, enda eru töluverð verðmæti í ýmsum íhlutum sem bæði geta nýst til rekstrar annarra véla Icelandair sem og til sölu. Mjög hátt hlutfall vélanna er endurunnið eða endurnýtt með einhverjum hætti. Eftir sem áður er félagið með stóran flota til að þjóna þeim verkefnum sem upp kunna að koma og við búum yfir miklum sveigjanleika í flotamálum,“ segir Sigrún. Þá er stefnt að því að fljúga 9 vélum til Roswell í New Mexico í geymslu fyrir veturinn, að sögn Sigrúnar. Í frétt Stöðvar 2 fyrr á árinu kom fram að meðalaldur Boeing 757 véla Icelandair væri orðinn 24 ár. Elsta vélin er 31 árs, árgerð 1989: Í fyrrahaust var Boeing 737 MAX-þotum Icelandair flogið til vetrargeymslu á Spáni: Icelandair Boeing Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair selur þrjár þotur fyrir 2,9 milljarða Icelandair hefur náð samkomulagi um sölu á þremur Boeing 757-200 flugvélum félagsins fyrir alls um 2,9 milljarða íslenskra króna. 7. október 2020 22:26 Þrítugar 757-þotur þurfa að endast lengur hjá Icelandair Icelandair gerir ekki ráð fyrir að MAX-þoturnar nýtist félaginu næsta sumar og neyðist því til að halda elstu Boeing 757-þotum sínum enn lengur í rekstri en meðalaldur þeirra hjá félaginu er orðinn 24 ár. 22. janúar 2020 21:36 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Icelandair hefur ákveðið að senda fjórar af Boeing 757 þotum sínum í niðurrif á næstu vikum. Var fyrstu vélinni flogið frá Keflavíkurflugvelli nú fyrir hádegi til Kansas í Bandaríkjunum í þessu skyni. „Tvær vélar fara til samstarfsaðila okkar í Kansas City þar sem ákveðið hefur verið að rífa þær. Íhlutir úr þeim verða notaðir í okkar rekstur, ásamt því að töluverður markaður er fyrir þá. Auk þess mun starfsfólk okkar í skýlinu í Keflavík sjá um niðurrif á tveimur vélum til viðbótar á næstu vikum,“ segir Sigrún Össurardóttir, staðgengill upplýsingafulltrúa Icelandair, í svari við fyrirspurn fréttastofu. Fyrsta vélin til að hljóta þessi örlög er TF-ISL, Öræfajökull. Hélt hún í loftið frá Keflavík um hálftíuleytið í morgun og er áætlað að hún lendi í Kansas um klukkan 16 að íslenskum tíma. Samkvæmt vefsíðunni Plainspotters er hún tæplega 29 ára gömul, var afhent American Airlines í janúar 1992 en Icelandair fékk vélina í mars 2012. Flugvélin TF-ISL, Öræfajökull, við flugstöð Leifs Eiríkssonar í október í fyrra. Henni var flogið af landi brott í morgun til niðurrifs í Bandaríkjunum.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Þegar kemur að því að fækka vélum í flotanum, eins og Icelandair þarf að gera, eru margar leiðir til að hámarka virði þeirra. Niðurrif var besta leiðin fyrir þessar vélar, enda eru töluverð verðmæti í ýmsum íhlutum sem bæði geta nýst til rekstrar annarra véla Icelandair sem og til sölu. Mjög hátt hlutfall vélanna er endurunnið eða endurnýtt með einhverjum hætti. Eftir sem áður er félagið með stóran flota til að þjóna þeim verkefnum sem upp kunna að koma og við búum yfir miklum sveigjanleika í flotamálum,“ segir Sigrún. Þá er stefnt að því að fljúga 9 vélum til Roswell í New Mexico í geymslu fyrir veturinn, að sögn Sigrúnar. Í frétt Stöðvar 2 fyrr á árinu kom fram að meðalaldur Boeing 757 véla Icelandair væri orðinn 24 ár. Elsta vélin er 31 árs, árgerð 1989: Í fyrrahaust var Boeing 737 MAX-þotum Icelandair flogið til vetrargeymslu á Spáni:
Icelandair Boeing Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair selur þrjár þotur fyrir 2,9 milljarða Icelandair hefur náð samkomulagi um sölu á þremur Boeing 757-200 flugvélum félagsins fyrir alls um 2,9 milljarða íslenskra króna. 7. október 2020 22:26 Þrítugar 757-þotur þurfa að endast lengur hjá Icelandair Icelandair gerir ekki ráð fyrir að MAX-þoturnar nýtist félaginu næsta sumar og neyðist því til að halda elstu Boeing 757-þotum sínum enn lengur í rekstri en meðalaldur þeirra hjá félaginu er orðinn 24 ár. 22. janúar 2020 21:36 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Icelandair selur þrjár þotur fyrir 2,9 milljarða Icelandair hefur náð samkomulagi um sölu á þremur Boeing 757-200 flugvélum félagsins fyrir alls um 2,9 milljarða íslenskra króna. 7. október 2020 22:26
Þrítugar 757-þotur þurfa að endast lengur hjá Icelandair Icelandair gerir ekki ráð fyrir að MAX-þoturnar nýtist félaginu næsta sumar og neyðist því til að halda elstu Boeing 757-þotum sínum enn lengur í rekstri en meðalaldur þeirra hjá félaginu er orðinn 24 ár. 22. janúar 2020 21:36