Viðskipti erlent

Nýir símar Apple sagðir innihalda heimsins bestu örgjörva

Samúel Karl Ólason skrifar
large
Vísir/Apple

Forsvarsmenn tæknirisans Apple opinberuðu í gær nýjar græjur og þar á meðal nýjar gerðir af símum fyrirtækisins, sem nutu langmestrar athygli. Símarnir kallast iPhone 12, iPhone 12 Mini, iPhone 12 Pro og iPhone 12 Pro Max.

Með símunum lofar Apple töluverðri uppfærslu þegar kemur að tæknilegri getu og sömuleiðis styðja þeir allir 5G. Símarnir innihalda nýja gerð örgjörva sem eiga að vera töluvert hraðari og betri en aðrir símaörgjörvar í dag .

Apple lofar því að þeir skili betri getu og sömuleiðis betri rafhlöðunotkun.

iPhone 12 Mini er með 5,4 tommu skjá, iPhone 12 og 12 Pro eru með 6,1 tommu skjá og Pro Max símarnir eru með 6,7 tommu skjá. Búið er að breyta Super Retina XDR skjánum á þá leið að þeir fylla nú meira upp í símana, sem hafa sjálfir verið endurhannaðir.

Nú eru símarnir búnir keramík skildi sem sagður er auka styrk sjáa þeirra til muna. Þá verða símarnir fáanlegir í fimm litum; bláum, grænum, svörtum, hvítum og rauðum.

Þar að auki eru myndavélarnar sagðar hafa verið uppfærðar til muna og þá sérstaklega á iPhone Pro símunum. Nýjar linsur eru sagðar bæta getu símanna við dökkar aðstæður um allt að 27 prósent.

Tæknimiðillinn The Verge segir að mögulega sé um stærsta framfarastökk myndavéla Apple til margra ára að ræða. Þar muni miklu um hugbúnaðarbreytingar í símunum og það hvernig þeir nota nýju örgjörvana til að vinna myndirnar.

Ekki er ljóst hvenær símarnir verða fáanlegir hér á landi. Miðað við upplýsingar á síðu Apple gæti það verið í lok þessa mánaðar eða byrjun nóvember.

Fækka snúrum

Á kynningunni í gær var opinberað að Apple myndi hætta að láta heyrnartól og spennubreyta fylgja nýjum símum fyrirtækisins. Var vísað til umhverfisáhrifa og þess að þegar séu milljarðar af sambærilegum spennubreytum til í heiminum. Hleðslusnúrur munu sum sé fylgja símunum en ekki spennubreytirinn sem maður stingur í veginn.

Appel kynnti einnig nýja tegund snjallhátalara, HomePod Mini. Einnig var MagSafe tilkynnt. Það hefur gömul fartölvutækni verið endurgerð fyrir snjallsíma og gerir notendum kleift að nota segla til að festa ýmsa hluti við síma sína. Þar á meðal þráðlaus hleðslutæki og veski.

Hér að neðan má sjá sérfræðinga fara yfir bæði HomePod Mini og MagSafe.


Tengdar fréttir

Evrópusambandið með tæknirisana í sigtinu

Evrópusambandið er sagt vera að undirbúa það að herða til muna reglugerðir sem gilda um stór alþjóðleg tæknifyrirtæki á yfirráðasvæði sambandsins.

Æ fleiri forstjórar stórfyrirtækja efast um gagnsemi háskólamenntunar

Forstjórar stórfyrirtækja efast um gagnsemi háskólamenntunar fyrir atvinnulífið og sérfræðingar vara við því að gjá geti myndast í atvinnulífinu þar sem starfsfólk hefur ekki þá þekkingu sem til þarf í störf þar sem tækniframfarir eru svo hraðar.

Apple kynnir ný tæki og tól

Forsvarsmenn tæknirisans Apple munu kynna ný tæki og tól á netkynningu í kvöld. Fyrirtækið hefur varist fregna af viðburðinum sem hefjast á klukkan fimm í dag.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
2,68
8
141.079
SKEL
1,55
4
7.123
SVN
0,87
22
159.565
ICESEA
0,58
13
244.896
REITIR
0
5
6.090

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-2,46
5
96.536
VIS
-1,63
7
79.121
LEQ
-1,3
1
113
ICEAIR
-1,03
47
154.630
EIK
-0,88
1
5.600
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.