„Ekki bara stóru kallarnir sem eru að verða fyrir höggi hérna“ Atli Ísleifsson skrifar 10. október 2020 12:34 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina ekki líta nægilega til lítilla og meðalstórra fyrirtækja þegar kemur að boðuðum lokunarstykjum. Ríkisstjórnin gleymi aftur þeim fyrirtækjum sem hafi ekki verið gert að loka en geti hins vegar ekki sinnt sínum rekstri. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti í gær að von væri á lokunarstyrkjum á sem ætlað væri að koma til móts við þau fyrirtæki sem þurfi að skella í lás vegna hertra sóttvarnaráðstafana. Styrkirnir nú yrðu hærri en þeir voru í vor, enda hafi verið bent á að þeir hafi í mörgum tilvikum dugað skammt. Ekki nóg að gert Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkgingarinnar segir að lokunarstyrkirnir séu alveg nauðsynlegir, en ekki sé nóg að gert. Minnist hún sérstaklega á þau fjölmörgu fyrirtæki sem hafi ekki verið gert að loka en geti hins vegar ómögulega sinnt sínum rekstri, líkt og veitingahús. Aftur sé verið að gleyma þeim. Sömuleiðis nefnir hún hársnyrtistofur og rakarastofur þar sem fólk leigi stóla. Það sé ákveðið rekstrarform þar sem fólk sé skilið eftir. Þörf á sértækum aðgerðum Þingmaðurinn segir að á þessum fordæmalausum tímum þurfi að fara í sértækar aðgerðir og skoða þau ólíku rekstrarform sem séu í gangi. „Það þýðir ekki að miða við stór fyrirtæki. Það þarf að skoða sérstaklega lítil fyrirtæki og hvernig rekstrarformið er þar. Ef við skoðum veitingastaði þar sem er er pláss fyrir fjörutíu. Það er alveg ljóst að slík fyrirtæki, sem fá inn mögulega viðskiptavini á eitt til tvö borð á kvöldi, verða að loka klukkan níu. Þau lifa ekki út mánuðinn.“ Þingmaðurinn segir ennfremur að viðbrögð stjórnvalda hafi svolítið einkennst af því að eftir því sem fyrirtækin séu stærri og hafi hærra í fjölmiðlum, þeim mun veglegri séu viðbrögð stjórnvalda. „Þau þurfa að opna augun fyrir því að það eru ekki bara stóru kallarnir sem eru að verða fyrir höggi hérna,“ segir Helga Vala Helgadóttir. Vinnumarkaður Efnahagsmál Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Frekari aðgerðir fyrir fyrirtæki og listamenn í undirbúningi Forsætisráðherra segir frekari stuðning við fyrirtæki og listafólk í undirbúningi vegna tekjufalls. 9. október 2020 18:58 Mest lesið Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Ómar nýr framkvæmdastjóri hjá Digido Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina ekki líta nægilega til lítilla og meðalstórra fyrirtækja þegar kemur að boðuðum lokunarstykjum. Ríkisstjórnin gleymi aftur þeim fyrirtækjum sem hafi ekki verið gert að loka en geti hins vegar ekki sinnt sínum rekstri. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti í gær að von væri á lokunarstyrkjum á sem ætlað væri að koma til móts við þau fyrirtæki sem þurfi að skella í lás vegna hertra sóttvarnaráðstafana. Styrkirnir nú yrðu hærri en þeir voru í vor, enda hafi verið bent á að þeir hafi í mörgum tilvikum dugað skammt. Ekki nóg að gert Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkgingarinnar segir að lokunarstyrkirnir séu alveg nauðsynlegir, en ekki sé nóg að gert. Minnist hún sérstaklega á þau fjölmörgu fyrirtæki sem hafi ekki verið gert að loka en geti hins vegar ómögulega sinnt sínum rekstri, líkt og veitingahús. Aftur sé verið að gleyma þeim. Sömuleiðis nefnir hún hársnyrtistofur og rakarastofur þar sem fólk leigi stóla. Það sé ákveðið rekstrarform þar sem fólk sé skilið eftir. Þörf á sértækum aðgerðum Þingmaðurinn segir að á þessum fordæmalausum tímum þurfi að fara í sértækar aðgerðir og skoða þau ólíku rekstrarform sem séu í gangi. „Það þýðir ekki að miða við stór fyrirtæki. Það þarf að skoða sérstaklega lítil fyrirtæki og hvernig rekstrarformið er þar. Ef við skoðum veitingastaði þar sem er er pláss fyrir fjörutíu. Það er alveg ljóst að slík fyrirtæki, sem fá inn mögulega viðskiptavini á eitt til tvö borð á kvöldi, verða að loka klukkan níu. Þau lifa ekki út mánuðinn.“ Þingmaðurinn segir ennfremur að viðbrögð stjórnvalda hafi svolítið einkennst af því að eftir því sem fyrirtækin séu stærri og hafi hærra í fjölmiðlum, þeim mun veglegri séu viðbrögð stjórnvalda. „Þau þurfa að opna augun fyrir því að það eru ekki bara stóru kallarnir sem eru að verða fyrir höggi hérna,“ segir Helga Vala Helgadóttir.
Vinnumarkaður Efnahagsmál Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Frekari aðgerðir fyrir fyrirtæki og listamenn í undirbúningi Forsætisráðherra segir frekari stuðning við fyrirtæki og listafólk í undirbúningi vegna tekjufalls. 9. október 2020 18:58 Mest lesið Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Ómar nýr framkvæmdastjóri hjá Digido Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Frekari aðgerðir fyrir fyrirtæki og listamenn í undirbúningi Forsætisráðherra segir frekari stuðning við fyrirtæki og listafólk í undirbúningi vegna tekjufalls. 9. október 2020 18:58