Viðskipti innlent

Sá fyrsti orðinn fjörutíu ára

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þessi auglýsing birtist í Morgunblaðinu 9. október 1980.
Þessi auglýsing birtist í Morgunblaðinu 9. október 1980.

Í dag eru nákvæmlega 40 ár síðan fyrsti KFC-staðurinn opnaði á Íslandi, þann 9. október 1980. Fyrsta bandaríska skyndibitakeðjan eftir því sem Vísir kemst næst en fleiri fylgdu í kjölfarið.

Colonel Harland Sanders opnaði sinn fyrsta stað í Kentucky í Bandaríkjunum árið 1930.

Það var Helgi Vilhjálmsson, gjarnan kallaður Helgi í Góu, sem stóð fyrir innrás ofurstans og hefur komið að rekstrinum síðan en afkomendur hans sjá um daglegan rekstur í dag.

Fyrsti staðurinn opnaði við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði og stendur þar enn. Nú eru staðirnir alls átta, sex á höfuðborgarsvæðinu, einn í Reykjanesbæ og einn á Selfossi.

Selfyssingar fögnuðu nýjum stað árið 1993. Hann hefur síðan breytt um staðsetningu í bænum.
Fyrsta auglýsingin í heild sinni.




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×