Viðskipti erlent

Verkfall í Noregi gæti stöðvað fjórðung olíuframleiðslu

Kjartan Kjartansson skrifar
Ef fram fer sem horfir gæti þurft að stöðva framleiðslu á John Sverdrup-olíuborpallinum, þeim stærsta í Norðursjó í næstu viku. Þar er hátt í hálf milljón tunna af hráolíu framleidd á dag.
Ef fram fer sem horfir gæti þurft að stöðva framleiðslu á John Sverdrup-olíuborpallinum, þeim stærsta í Norðursjó í næstu viku. Þar er hátt í hálf milljón tunna af hráolíu framleidd á dag. Vísir/EPA

Framleiðsla á olíu og gasi gæti dregist saman um allt að fjórðung vegna verkfalls starfsmanna í olíuiðnaði í Noregi. Heimsmarkaðsverð á olíu gæti hækkað fyrir vikið. Norska ríkisstjórnin ætlar ekki að grípa inn í verkfallið eins og sakir standa.

Viðræður verkalýðsfélags olíuverkamanna og Norska olíu- og gassambandsins fóru út um þúfur 30. september. Sex olíu- og gasborpöllum var lokað vegna verkfallsaðgerða á mánudag. Framleiðslan dróst þá saman um 8% eða um 330.000 tunnur af olíu á dag.

Tillögur gengu á milli deiluaðila í gær og stóð til að ræða þær á fundum í dag. Audun Ingvartsen, leiðtogi verkalýðsfélagsins Lederne, segir enn mögulega að ná annað hvort skammtíma- eða langtímalausn.

„Ef enginn samningur næst herðum við verkfallsaðgerðirnar auðvitað,“ segir hann við Reuters-fréttastofuna.

Norska ríkisstjórnin hefur sagt verkfallsaðgerðirnar lögmætar en að hún fylgist grannt með þróun mála. Verkfall olíustarfsmanna var stöðvað með lagasetningu árið 2012. Þá hafði verkfall staðið í sextán daga og útlit var fyrir að öll olíu- og gasframleiðsla stöðvaðist.

Olíuverkamennirnir krefjast þess að starfsmenn í stjórnstöðum á landi fái sömu laun og vinnuaðstæður og þeir sem starfa á olíuborpöllum á hafi úti. Þá krefjast þeir meiri launahækkana en olíufyrirtækin eru tilbúin að bjóða.

Útlit er nú fyrir að fleiri olíu- og gasborpöllum verði lokað vegna verkfallsins í dag og í næstu viku. Alls gæti framleiðslan þá dregist saman um hátt í milljón tunnur á dag.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SYN
7,4
56
183.248
ORIGO
5,32
19
275.503
SJOVA
4,81
22
313.865
TM
3,3
11
132.865
SIMINN
3,27
19
239.725

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
0
4
878
ICEAIR
0
21
14.694
FESTI
0
6
104.486
REITIR
0
10
37.738
EIK
0
4
27.280
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.