Viðskipti innlent

Setja Pétursbúð á sölu eftir fimmtán ára rekstur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Pétursbúð á sólríkum degi við Ægisgötu. Fyrst var opnuð verslun í húsinu á þriðja áratug síðustu aldar. Verslunin fékk ekki nafnið Pétursbúð fyrr en undir lok aldarinnar.
Pétursbúð á sólríkum degi við Ægisgötu. Fyrst var opnuð verslun í húsinu á þriðja áratug síðustu aldar. Verslunin fékk ekki nafnið Pétursbúð fyrr en undir lok aldarinnar. Pétursbúð

Eigendur Pétursbúðar á horni Ránargötu og Ægisgötu í Vesturbæ Reykjavíkur hafa sett búðina á sölu. Hjónin Björk Leifsdóttir og Baldvin Agnarsson hafa tekið verslunina síðan sumarið 2006.

„Frúin hefur séð um þetta í þessi tæpu 15 ár. Hún hefur ekkert haft tök á því að gera það núna síðustu ár. Við teljum þetta vera komið gott,“ segir Baldvin í samtali við Vísi.

Um er að ræða litla hverfisverslun sem meðal annars hefur ratað í fréttirnar fyrir að hafa alltaf opið fyrir viðskiptavini sína hluta jóladags.

Selja af persónulegum ástæðum

Björk segir í færslu á Facebook að vegna óviðráðanlegra aðstæðna þurfi þau að selja Pétursbúð. Möguleiki sé á að kaupa af þeim hjónum rekstur verslunarinnar eða þá allt fyrirtækið.

Baldvin segir að þau hafi ákveðið að setja færsluna á Facebook og sjá hvort þau fengi viðbrögð. Vonandi komi einhver efnilegur verslunareigandi og taki við keflinu.

Aðspurður um ástæðu sölunnar segir hann þær persónulegar og vegna persónulegra aðstæðna. Salan tengist ekkert kórónuveirufaraldrinum.

„Þetta var bara sett inn til að sjá hvort einhver hefði áhuga. Þetta er falt.“

Verslun til sölu! Vegna óviðráðanlegra aðstæðna þurfum við að selja Pétursbúð. Möguleiki er að selja bara reksturinn...

Posted by Björk Leifsdóttir on Monday, October 12, 2020

Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SYN
7,4
56
183.248
ORIGO
5,32
19
275.503
SJOVA
4,81
22
313.865
TM
3,3
11
132.865
SIMINN
3,27
19
239.725

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
0
4
878
ICEAIR
0
21
14.694
FESTI
0
6
104.486
REITIR
0
10
37.738
EIK
0
4
27.280
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.