Viðskipti erlent

Breskir vertar hóta málssókn

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Vertar hóta málarekstri komi til lokana á börum í Bretlandi. 
Vertar hóta málarekstri komi til lokana á börum í Bretlandi.  Danny Lawson/Getty Images

Breskir bar- og næturklúbbaeigendur segjast ætla að fara í mál við ríkið verði frekari takmarkanir eða lokanir slíkra staða að veruleika, en Bretar berjast nú við mikla aukningu kórónuveirusmita, ekki síst í norðanverðu landinu.

Samtök bar- og næturklúbbaeigenda, sem leidd eru af Manchesterbúanum Sacha Lord, segja lögfræðinga sína í starholunum verði reglurnar hertar enn frekar. Rekstraraðilarnir ætla þá að krefjast þess fyrir dómi að sýnt verði fram á það með vísindalegum rökum að slíkar aðgerðir hafi raunveruleg áhrif til að stemma stigu við faraldrinum.

Veitingamenn á Bretlandseyjum hafa þegar tapað stórum fjárhæðum í faraldrinum, rétt eins og kollegar þeirra víðast hvar annarsstaðar og er talið að frekari lokanir í geiranum gætu leitt til þess að hundruðir þúsunda starfa muni tapast.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×