Sameinast á ný með stofnun fyrirtækisins Vinnvinn Rakel Sveinsdóttir skrifar 7. október 2020 07:16 Stofnendur Vinnvinn: Auður Bjarnadóttir, Jensína Kristín Böðvarsdóttir og Hilmar Garðar Hjaltason. Vinnvinn er nýtt fyrirtæki á sviði ráðninga og ráðgjafar. Í fréttatilkynningu segir að fyrirtækið sérhæfi sig í ráðgjöf og ráðningum stjórnenda, lykilstarfsmanna og sérfræðinga. Stofnendur Vinnvinn eru Auður Bjarnadóttir, Hilmar Garðar Hjaltason og Jensína Kristín Böðvarsdóttir. Þetta þríeyki hefur áður starfað saman því Jensína var einn stofnenda Gallup ráðninga sem síðar varð Capacent þar sem Auður og Hilmar störfuðu sem ráðgjafar um árabil. Í fréttatilkynningu segir að Jensína, Auður og Hilmar búi yfir yfirgripsmikilli þekkingu á sviði ráðninga, öflugu tengslaneti, þekkingu á fyrirtækjamenningu og stjórnun í íslensku og alþjóðlegu atvinnulífi og innan opinberrar stjórnsýslu. Auður hefur komið að ráðningum hundruða einstaklinga innan íslensks atvinnulífs. Þá hefur hún verið skipuð í fjölmargar hæfnisnefndir vegna undirbúnings skipunar í opinber embætti, en sérsvið Auðar er á sviði ráðninga í opinberri stjórnsýslu. Hilmar hefur síðustu áratugi komið að ráðningum forstjóra og lykilstjórnenda margra af stærstu fyrirtækjum landsins. Sérsvið Hilmars er stjórnendaleit og mönnun stjórna. Þá hefur Hilmar starfað að ráðningum fyrir fyrirtæki og stofnanir í öllum atvinnugreinum. Jensína hefur undanfarið starfað sem Associate Partner hjá alþjóðlega ráðgjafafyrirtækinu Valcon, sem nú verður að samstarfsaðila Vinnvinn. Jensína var framkvæmdastjóri Global Strategic Planning og HR hjá Alvogen frá 2015 til 2018 og framkvæmdastjóri þróunar og mannauðs hjá Landsbankanum 2010-2015. Jensína hefur tekið þátt í mönnun sérfræðinga og lykilstjórnenda víðsvegar um heiminn. Þá hefur hún mikla reynslu af stefnumótun, innleiðingu stefnu og þekkingu á því hvað vel mönnuð teymi skipta miklu máli fyrir góðan framgang fyrirtækja. „Það myndaðist ákveðin eyða á markaðinum þegar Capacent hætti starfsemi síðastliðið vor. Vissulega eru þetta erfiðir tímar, en samhliða sjáum við mikil tækifæri því erfiðir tímar kalla oft á breytingar og nýjar áskoranir hjá fyrirtækjum. Við höfum nú þegar tengt saman öflugt fólk í rúm tuttugu ár og því liggur það vel við að sérhæfa okkur í ráðningum stjórnenda og sérfræðinga í öllum greinum atvinnulífsins,“ segir Jensína K. Böðvarsdóttur framkvæmdastjóri Vinnvinn. Vinnumarkaður Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Vinnvinn er nýtt fyrirtæki á sviði ráðninga og ráðgjafar. Í fréttatilkynningu segir að fyrirtækið sérhæfi sig í ráðgjöf og ráðningum stjórnenda, lykilstarfsmanna og sérfræðinga. Stofnendur Vinnvinn eru Auður Bjarnadóttir, Hilmar Garðar Hjaltason og Jensína Kristín Böðvarsdóttir. Þetta þríeyki hefur áður starfað saman því Jensína var einn stofnenda Gallup ráðninga sem síðar varð Capacent þar sem Auður og Hilmar störfuðu sem ráðgjafar um árabil. Í fréttatilkynningu segir að Jensína, Auður og Hilmar búi yfir yfirgripsmikilli þekkingu á sviði ráðninga, öflugu tengslaneti, þekkingu á fyrirtækjamenningu og stjórnun í íslensku og alþjóðlegu atvinnulífi og innan opinberrar stjórnsýslu. Auður hefur komið að ráðningum hundruða einstaklinga innan íslensks atvinnulífs. Þá hefur hún verið skipuð í fjölmargar hæfnisnefndir vegna undirbúnings skipunar í opinber embætti, en sérsvið Auðar er á sviði ráðninga í opinberri stjórnsýslu. Hilmar hefur síðustu áratugi komið að ráðningum forstjóra og lykilstjórnenda margra af stærstu fyrirtækjum landsins. Sérsvið Hilmars er stjórnendaleit og mönnun stjórna. Þá hefur Hilmar starfað að ráðningum fyrir fyrirtæki og stofnanir í öllum atvinnugreinum. Jensína hefur undanfarið starfað sem Associate Partner hjá alþjóðlega ráðgjafafyrirtækinu Valcon, sem nú verður að samstarfsaðila Vinnvinn. Jensína var framkvæmdastjóri Global Strategic Planning og HR hjá Alvogen frá 2015 til 2018 og framkvæmdastjóri þróunar og mannauðs hjá Landsbankanum 2010-2015. Jensína hefur tekið þátt í mönnun sérfræðinga og lykilstjórnenda víðsvegar um heiminn. Þá hefur hún mikla reynslu af stefnumótun, innleiðingu stefnu og þekkingu á því hvað vel mönnuð teymi skipta miklu máli fyrir góðan framgang fyrirtækja. „Það myndaðist ákveðin eyða á markaðinum þegar Capacent hætti starfsemi síðastliðið vor. Vissulega eru þetta erfiðir tímar, en samhliða sjáum við mikil tækifæri því erfiðir tímar kalla oft á breytingar og nýjar áskoranir hjá fyrirtækjum. Við höfum nú þegar tengt saman öflugt fólk í rúm tuttugu ár og því liggur það vel við að sérhæfa okkur í ráðningum stjórnenda og sérfræðinga í öllum greinum atvinnulífsins,“ segir Jensína K. Böðvarsdóttur framkvæmdastjóri Vinnvinn.
Vinnumarkaður Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira