Viðskipti erlent

Verkfalli olíustarfsmanna gæti lokið í dag

Kjartan Kjartansson skrifar
Sex norskum olíuborpöllum hefur þegar verið lokað vegna verkfallsins og sjö gætu lokað á næstu dögum dragist það á langinn.
Sex norskum olíuborpöllum hefur þegar verið lokað vegna verkfallsins og sjö gætu lokað á næstu dögum dragist það á langinn. Vísir/EPA

Tíu daga löngu verkfalli norskra olíu- og gasverkamanna gæti lokið í dag fallist stéttarfélag þeirra á tilboð olíufyrirtækja. Olíuframleiðsla Noregs gæti dregist saman um fjórðung haldi verkfallið áfram inn í næstu viku.

Sex olíu- og gasborpöllum var lokað vegna verkfallsaðgerðanna á mánudag og gætu sjö bæst við á næstu dögum haldi deilurnar áfram. Framleiðslan gæti þá dregist saman um hátt í milljón tunnur af hráolíu á dag.

Norska olíu- og gassambandið (NOG) ætlar að leggja fram nýtt tilboð til þess að höggva á hnútinn í dag. Audun Ingvartsen, leiðtogi verkalýðsfélagsins Lederne, segist vonast eftir samningi strax í dag. Viðræður halda áfram hjá ríkissáttasemjara í dag.

Olíuverkamenn í Noregi eru á meðal þeirra hæst launuðu í Evrópu en eru þó á lægri launum en starfssystkini þeirra í Ástralíu og Norður-Ameríku, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Félag þeirra krefst þess að laun starfsmanna á landi og á olíuborpöllum úti á hafi verði jöfnuð og frekari launahækkana en fyrirtækin hafa boðið til þessa.


Tengdar fréttir

Verkfall í Noregi gæti stöðvað fjórðung olíuframleiðslu

Framleiðsla á olíu og gasi gæti dregist saman um allt að fjórðung vegna verkfalls starfsmanna í olíuiðnaði í Noregi. Heimsmarkaðsverð á olíu gæti hækkað fyrir vikið. Norska ríkisstjórnin ætlar ekki að grípa inn í verkfallið eins og sakir standa.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×