Svipaður fjöldi flaug með Icelandair milli landa og með Air Iceland Connect innanlands Heimir Már Pétursson skrifar 6. október 2020 19:20 Icelandair flýgur aðeins eina til þrjár flugferðir á dag og drógst farþegafjöldi félagsins saman um 97 prósent í september miðað við sama mánuði í fyrra. Vísir/Vilhelm Farþegum með Icelandair fækkaði um 97 prósent í síðasta mánuði frá sama mánuði í fyrra eða tæplega þúsund færri og flugu innanlands með Air Iceland Connect. Forstjóri Icelandair segir mikilvægt að samræma sóttvarnareglur á flugvöllum í Evrópu. Undanfarna daga hefur þetta verið myndin sem blasir við þið þegar komur og brottfarir eru skoðaðar á vef Keflavíkurflugvallar. Níu af tíu flugferðum Icelandair aflýst og aðeins flogið til Kaupmannahafnar og að auki fór Easyjet eina ferð til Lundúna. Forstjóri Icelandair segir að það myndi hjálpa mikið ef samræmdar reglur giltu á flugvöllum í Evrópu eins og Evrópusambandið hefur lagt til.Vísir/Vilhelm Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir félagið halda uppi einu flugi á dag til Kaupmannahafnar, tveimur í viku til Lundúna og Amsterdam og einni ferð á viku til Boston. „Það er vegna þess að ferðatakmarkanir til og frá landinu eru mjög harðar og eftirspurn þar af leiðandi mjög lítil. Það er eiginlega búið að loka á komur ferðamanna til landsins og þess vegna verðum við því miður að bregðast við með þessum hætti,“ segir Bogi. Í leiðarkerfi Icelandair eins og það var þegar allt lék í lyndi mátti sjá fjölda flugferða til norður Ameríku, Kanada og Bandaríkjanna og síðan fjöldi ferða frá Íslandi til borga í Evrópu. En nú er staðan önnur. Félagið flýgur aðeins eina til þrjár flugferðir á dag. Wizz Air, EasyJet, SAS og British Airways flúga samanlagt eina til tvær ferðir á dag ásamt einstaka ferðum annarra flugfélaga. Í september flugu 12 þúsund farþegar með Icelandair sem er 97 prósenta samdráttur frá sama mánuði í fyrra. Grafík/HÞ Síðustu tvær vikurnar voru samtals 145 komur og brottfarir á Keflavíkurflugvelli þar sem Icelandair átti þrátt fyrir allt flestar flugferðirnar, eða 45. En þar á eftir koma EasyJet með 32 og Wizz Air með 24. Áætlanir Icelandair gera ráð fyrir að það lifi af þetta ástand af fram á næsta vor. „En auðvitað væri betra að þetta færi að fara í gang fyrr en síðar. Og landamæri hér myndu opna í takti við það sem við sjáum í öðrum löndum,“ segir Bogi. Honum lítist vel á hugmyndir Evrópusambandsins um samræmdar reglur með litakóða. „Það myndi klárlega hjálpa. Samræmdar reglur til dæmis innan evrópulandanna myndu hjálpa og eins og ég nefndi áðan, fyrirsjáanleiki. Það er mjög erfitt að selja landið sem ferðamannaland ef enginn veit hvernig þetta kemur til með að þróast og ef við ætlum að gera hlutina með allt öðrum hætti en löndin í kringum okkur,“ segir Bogi Nils Bogason. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Viðskipti innlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Sjá meira
Farþegum með Icelandair fækkaði um 97 prósent í síðasta mánuði frá sama mánuði í fyrra eða tæplega þúsund færri og flugu innanlands með Air Iceland Connect. Forstjóri Icelandair segir mikilvægt að samræma sóttvarnareglur á flugvöllum í Evrópu. Undanfarna daga hefur þetta verið myndin sem blasir við þið þegar komur og brottfarir eru skoðaðar á vef Keflavíkurflugvallar. Níu af tíu flugferðum Icelandair aflýst og aðeins flogið til Kaupmannahafnar og að auki fór Easyjet eina ferð til Lundúna. Forstjóri Icelandair segir að það myndi hjálpa mikið ef samræmdar reglur giltu á flugvöllum í Evrópu eins og Evrópusambandið hefur lagt til.Vísir/Vilhelm Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir félagið halda uppi einu flugi á dag til Kaupmannahafnar, tveimur í viku til Lundúna og Amsterdam og einni ferð á viku til Boston. „Það er vegna þess að ferðatakmarkanir til og frá landinu eru mjög harðar og eftirspurn þar af leiðandi mjög lítil. Það er eiginlega búið að loka á komur ferðamanna til landsins og þess vegna verðum við því miður að bregðast við með þessum hætti,“ segir Bogi. Í leiðarkerfi Icelandair eins og það var þegar allt lék í lyndi mátti sjá fjölda flugferða til norður Ameríku, Kanada og Bandaríkjanna og síðan fjöldi ferða frá Íslandi til borga í Evrópu. En nú er staðan önnur. Félagið flýgur aðeins eina til þrjár flugferðir á dag. Wizz Air, EasyJet, SAS og British Airways flúga samanlagt eina til tvær ferðir á dag ásamt einstaka ferðum annarra flugfélaga. Í september flugu 12 þúsund farþegar með Icelandair sem er 97 prósenta samdráttur frá sama mánuði í fyrra. Grafík/HÞ Síðustu tvær vikurnar voru samtals 145 komur og brottfarir á Keflavíkurflugvelli þar sem Icelandair átti þrátt fyrir allt flestar flugferðirnar, eða 45. En þar á eftir koma EasyJet með 32 og Wizz Air með 24. Áætlanir Icelandair gera ráð fyrir að það lifi af þetta ástand af fram á næsta vor. „En auðvitað væri betra að þetta færi að fara í gang fyrr en síðar. Og landamæri hér myndu opna í takti við það sem við sjáum í öðrum löndum,“ segir Bogi. Honum lítist vel á hugmyndir Evrópusambandsins um samræmdar reglur með litakóða. „Það myndi klárlega hjálpa. Samræmdar reglur til dæmis innan evrópulandanna myndu hjálpa og eins og ég nefndi áðan, fyrirsjáanleiki. Það er mjög erfitt að selja landið sem ferðamannaland ef enginn veit hvernig þetta kemur til með að þróast og ef við ætlum að gera hlutina með allt öðrum hætti en löndin í kringum okkur,“ segir Bogi Nils Bogason.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Viðskipti innlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Sjá meira
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent