Fleiri fréttir

Búa sig undir glundroða í Bretlandi

Innflytjendur eru að birgja sig upp og útflytjendur eru að færa sig frá Bretlandi. Samskip hafa fært flutn­inga sína til Rotterdam og Icelandair Cargo undirbýr breytingar á leiðakerfi sínu um mánaðamótin.

Fjórir lífeyrissjóðir hafa upplýst tap vegna sjóða Gamma

Fasteignaþróunarfélagið Upphaf sem er í eigu Gamma:Novus er með hátt í þrjú hundruð íbúðir í byggingu eða sölu á höfuðborgarsvæðinu. Framkvæmdastjóri Gamma segir mikilvægt að fá aukið fjármagn inní félagið til að halda framkvæmdum áfram.

Ferjuflug MAX-véla Icelandair tefst enn

Fyrirséð er að ferjuflug Boeing 737 MAX-véla Icelandair hefst ekki í þessari viku, og dregst fram yfir helgi, að minnsta kosti. Öflun tilskilinna leyfa hefur reynst flóknari og tímafrekari en vonast var til.

„Allt utan­um­hald um sjóðinn og verk­efnin virðist hafa verið í skötu­líki“

Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, segir að ótal spurningum sé enn ósvarað varðandi það hvernig það gat gerst að eignir tveggja fagfjárfestasjóða í rekstri Gamma rýrnuðu um annars vegar 99 prósent í tilviki Gamma: Novus og hins vegar um 60 prósent í tilviki Gamma: Anglia.

Sjóvá áskilur sér rétt til að fá óháða úttekt á því hvað fór úrskeiðis hjá Gamma:Novus

Forstjóri Sjóvá segir að tryggingafélagið áskilji sér allan rétt til að fara fram á að gerð verði úttekt á því hvað fór úrskeiðis í rekstrarsjóðnum Gamma:Nova.Fulltrúar félagsins áttu fund með nýjum stjórnendum Gamma í gær. Framkvæmdastjóri Gamma segir að lögð hafi verið fram áætlun um hvernig hægt sé að verja verðmæti kröfuhafa í sjóðnum.

Microsoft gerir aðra atlögu að símanum

Forsvarsmenn Microsoft kynntu í gær símann Surface Duo og er fyrirtækið þar með að gera aðra atlögu að símaframleiðslu rúmum tveimur árum eftir að framleiðslu síma var „hætt“ hjá Microsoft.

Spyr hver hafi tíma til að fara í bankaútibú

Forstjóri Bunq sem nýlega hóf starfsemi á Íslandi segir hrunið hafa ýtt sér út í starfsemina. Áður hafði hann náð langt í tæknigeiranum. Viðskiptamódelið er ólíkt hefðbundnum bönkum og byggist að mestu á mánaðarlegum gjöldum.

Kröftugar lækkanir fylgi nýrri spá

Birting Seðlabankans á nýrri verðbólguspá í nóvember getur rennt stoðum undir vaxtalækkanir. Útlit fyrir að spáin verði enn lengra undir verðbólgumarkmiðum. Fjárfestar brugðust illa við vaxtalækkuninni í gær. Brýnt að smyrja hjól fjármálakerfisins.

Stjórnendur virtu að vettugi kostnaðarmat verkfræðistofu

Framkvæmdastjóri verkfræðistofu sem vann kostnaðarmat vegna byggingar 129 íbúða á Kársnesi segir að kostnaðaráætlun fyrirtækisins hafi verið hunsuð og stjórnendur Upphafs fasteignafélags hafi samið aðra áætlun innanhúss og kynnt hana hagsmunaaðilum. Sú áætlun hafi verið verulega vanáætluð.

Vegagerðin auglýsir aftur stærsta brúarútboð ársins

Vegagerðin hefur auglýst á ný smíði tveggja nýrra brúa yfir Steinavötn og Fellsá á hringveginum í Suðursveit. Athygli vakti í sumar að ekkert tilboð barst þrátt fyrir að þetta væri eitt stærsta útboðsverk ársins og það langstærsta í brúarsmíði,

Sjá næstu 25 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.