Viðskipti innlent

Vegagerðin auglýsir aftur stærsta brúarútboð ársins

Kristján Már Unnarsson skrifar

Vegagerðin hefur auglýst á ný smíði tveggja nýrra brúa yfir Steinavötn og Fellsá á hringveginum í Suðursveit. Athygli vakti í sumar að ekkert tilboð barst þegar tilboðsfrestur rann út þann 23. júlí, þrátt fyrir að þetta væri eitt stærsta útboðsverk ársins og það langstærsta í brúarsmíði, verkefni sem talið er nema fjárhæð í kringum einn milljarð króna. 

Smíða á 102 metra langa brú yfir Steinavötn, í stað þeirrar sem eyðilagðist í miklum flóðum haustið 2017, en einnig 46 metra brú yfir Fellsá vestast í Suðursveit, til að leysa af einbreiða brú. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. apríl 2021 en vegfarendur um hringveginn hafa nú í tvö ár mátt búa við bráðabirgðabrú yfir Steinavötn.

Brúin yfir Steinavötn eyðilagðist í miklum flóðum í septemberlok 2017. Mynd/Stöð 2.

Útboðið er einnig auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu. Skila þarf tilboðum rafrænt í sérstöku rafrænu útboðskerfi fyrir klukkan 14 þriðjudaginn 5. nóvember næstkomandi. Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur eftir lok tilboðsfrests heldur verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu, heildartilboðsupphæð og hvort tilboð sé sett fram sem frávikstilboð. 

Í frétt Stöðvar 2 í sumar var fjallað um verkefnið og útboðið. Fulltrúi Vegagerðarinnar var þá inntur skýringa á því hversvegna ekkert tilboð barst. Hér má sjá fréttina með myndum af vettvangi sem sýndu aðstæður við Steinavötn:


Tengdar fréttir

Bráðabirgðabrúin yfir Steinavötn opin

Bráðabirgðabrúin yfir Steinavötn í Suðursveit sem Vegagerðin hefur unnið að undanfarna daga var opnuð í dag við hátíðlega athöfn. Gamla brúin skemmdist í vatnavöxtum í síðustu viku.

Þjóðvegurinn lokaður í viku hið minnsta

Þjóðvegur 1 er lokaður á tveimur stöðum í kjölfar mikilla vatnavaxta á Suðausturlandi undanfarna daga. Brúin yfir Steinavötn er afar löskuð og verður líklega ekki farið í lagfæringar að sögn Guðmundar Vals Guðmundssonar, forstöðumanns hjá Vegagerðinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
2,55
15
114.080
REGINN
1,72
20
295.203
SKEL
1,04
4
69.880
ICESEA
0,99
14
367.628
SJOVA
0,85
8
137.986

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
-1,69
1
17.400
ICEAIR
-0,91
10
41.324
ORIGO
-0,8
5
16.128
VIS
-0,69
3
23.720
EIK
-0,69
11
341.177
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.