Viðskipti innlent

Vegagerðin auglýsir aftur stærsta brúarútboð ársins

Kristján Már Unnarsson skrifar
Vegagerðin hefur auglýst á ný smíði tveggja nýrra brúa yfir Steinavötn og Fellsá á hringveginum í Suðursveit. Athygli vakti í sumar að ekkert tilboð barst þegar tilboðsfrestur rann út þann 23. júlí, þrátt fyrir að þetta væri eitt stærsta útboðsverk ársins og það langstærsta í brúarsmíði, verkefni sem talið er nema fjárhæð í kringum einn milljarð króna. Smíða á 102 metra langa brú yfir Steinavötn, í stað þeirrar sem eyðilagðist í miklum flóðum haustið 2017, en einnig 46 metra brú yfir Fellsá vestast í Suðursveit, til að leysa af einbreiða brú. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. apríl 2021 en vegfarendur um hringveginn hafa nú í tvö ár mátt búa við bráðabirgðabrú yfir Steinavötn.

Brúin yfir Steinavötn eyðilagðist í miklum flóðum í septemberlok 2017.Mynd/Stöð 2.
Útboðið er einnig auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu. Skila þarf tilboðum rafrænt í sérstöku rafrænu útboðskerfi fyrir klukkan 14 þriðjudaginn 5. nóvember næstkomandi. Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur eftir lok tilboðsfrests heldur verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu, heildartilboðsupphæð og hvort tilboð sé sett fram sem frávikstilboð. Í frétt Stöðvar 2 í sumar var fjallað um verkefnið og útboðið. Fulltrúi Vegagerðarinnar var þá inntur skýringa á því hversvegna ekkert tilboð barst. Hér má sjá fréttina með myndum af vettvangi sem sýndu aðstæður við Steinavötn:


Tengdar fréttir

Byggja bráðabirgðabrú yfir Steinavötn

Brúin yfir Steinavötn í Suðursveit er svo illa farin eftir mikla vatnavexti á Suðausturlandi síðustu daga að byggja þarf nýja brú.

Bráðabirgðabrúin yfir Steinavötn opin

Bráðabirgðabrúin yfir Steinavötn í Suðursveit sem Vegagerðin hefur unnið að undanfarna daga var opnuð í dag við hátíðlega athöfn. Gamla brúin skemmdist í vatnavöxtum í síðustu viku.

Þjóðvegurinn lokaður í viku hið minnsta

Þjóðvegur 1 er lokaður á tveimur stöðum í kjölfar mikilla vatnavaxta á Suðausturlandi undanfarna daga. Brúin yfir Steinavötn er afar löskuð og verður líklega ekki farið í lagfæringar að sögn Guðmundar Vals Guðmundssonar, forstöðumanns hjá Vegagerðinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
0,59
1
1.288

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-6,56
15
6.123
REGINN
-3,59
20
47.585
EIK
-3,31
8
62.252
VIS
-3,22
7
89.006
SJOVA
-2,66
11
32.075
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.