Viðskipti innlent

Eaton minnkar við sig í Símanum 

Hörður Ægisson skrifar
Fjárfestingafélagið Stoðir, sem byrjaði að fjárfesta í Símanum í apríl á þessu ári, er sem fyrr stærsti hluthafi félagsins.
Fjárfestingafélagið Stoðir, sem byrjaði að fjárfesta í Símanum í apríl á þessu ári, er sem fyrr stærsti hluthafi félagsins. Vísir/vilhelm
Tveir fjárfestingasjóðir í stýringu Eaton Vance, sem hefur verið umsvifamesti erlendi fjárfestirinn í skráðum félögum hér á landi undanfarin ár, minnkaði hlut sinn í Símanum um sem nam tæplega einu prósenti í síðasta mánuði, eða sem jafngildir um 430 milljónum króna miðað við núverandi hlutabréfaverð Símans.Samkvæmt lista yfir alla hluthafa félagsins í gær, sem Markaðurinn hefur séð, áttu sjóðirnir Global Macro Absolute Return Advantage og Global Macro Portfolio samanlagt rúmlega tveggja prósenta hlut í Símanum. Hefur eignarhlutur Eaton, rétt eins og í mörgum öðrum félögum í Kauphöllinni, minnkað verulega í Símanum að undanförnu en í byrjun apríl áttu sjóðirnir tveir samtals um níu prósenta hlut í fjarskiptafyrirtækinu.Auk Eaton minnkaði einnig hlutur Frjálsa lífeyrissjóðsins og hlutabréfasjóðs í stýringu Stefnis nokkuð í síðasta mánuði auk þess sem eignarhlutur sem Kvika banki er skráður fyrir dróst saman um nærri eitt prósent og var 1,3 prósent í lok september. Á sama tíma bætti Brú lífeyrissjóður talsvert við sig í Símanum og á núna liðlega þriggja prósenta hlut auk þess sem Íslandsbanki tvöfaldaði hlut sinn og er núna skráður fyrir rúmlega tveggja prósenta hlut í félaginu.Fjárfestingafélagið Stoðir, sem byrjaði að fjárfesta í Símanum í apríl á þessu ári, er sem fyrr stærsti hluthafi félagsins með 13 prósenta hlut en aðrir stærstu eigendur eru Lífeyrissjóður verslunarmanna, Gildi og LSR. Hlutabréfaverð Símans hefur hækkað um liðlega fjórðung frá áramótum og nemur markaðsvirði félagsins um 44 milljörðum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
0,36
2
104
SYN
0,2
2
873
ICEAIR
0
11
3.231
KVIKA
0
1
196
FESTI
0
3
120.582

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
-2,82
1
172
REITIR
-1,62
6
27.644
ARION
-1,53
9
59.009
SIMINN
-1,35
6
50.373
TM
-1,24
4
140.674
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.