Viðskipti innlent

Heimilin í landinu halda að sér höndum eftir kjarasamningana

Heimir Már Pétursson skrifar
Rannveig Sigurðardóttir, aðstoðarseðlabankastjóri, og Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, á kynningarfundi peningastefnunefndar í morgun.
Rannveig Sigurðardóttir, aðstoðarseðlabankastjóri, og Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, á kynningarfundi peningastefnunefndar í morgun. Vísir/vilhelm
Áfram mun hægja á vexti efnahagsumsvifa og verðbólga jókst milli mánaða í september. Seðlabankastjóri segir heimilin í landinu að einhverju leyti hafa verið að halda að sér höndum og reiknað sé með að verðbólgumarkmið Seðlabankans náist á ný upp úr áramótum.Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,25%.Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að áfram muni hægja á vexti efnahagsumsvifa en sjá megi merki þess að þjóðarbúið sé mögulega að ná viðspyrnu.Þessar horfur sem þið eruð að fara í gegnum, sýna þær ekki að við erum á leið í töluverðan samdrátt?„Ekki beinlínis. Við munum sjá samdrátt áþessu ári en það bendir margt til þess að hagkerfið sé að ná viðspyrnu. Við erum ekki að sjá eins og við höfum séðáður samdrátt í innlendri eftirspurn eins og verið hefur oft áður. Það gefur okkur von um að við getum verið að ná tiltölulega mjúkri lendingu,“ segir Ásgeir. Verðbólga mældist 3,1% áþriðja ársfjórðungi og hjaðnaði milli fjórðunga en verðbólgumarkmiðin eru 2,5 prósent. Verðbólga jókst hins vegar milli mánaða í september. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar vegna lækkunar stýrivaxtanna nú segir að nýleg þróun bendi til þess að efnahagsumsvif hafi veriðþróttmeiri en gert hafi verið ráð fyrir. Hins vegar séu horfur framundan óvissar, sérstaklega í alþjóðlegum efnahagsmálum. Því gæti dregið hraðar úr innlendum hagvexti en nú er búist við.Hóflegum kjarasamningum hefur verið fagnað af mörgum en heimilin í landinu eru greinilega varkár.En benda þessir „skynsömu kjarasamningar“ til þess að heimilin bregðist við með því að halda að sér höndum?„Að einhverju leyti hafa heimilin verið að halda að sér höndum og spara að einhverju leyti. Við erum að sjá miklu minni kaup á erlendum vörum. Miklu minni kaup á bílum og þess sem við köllum varanlegir neyslufjármunir (heimilistæki o.s.frv.) færri utanlandsferðir. Að einhverju leyti hefur eftirspurnin þá verið að beinast inn í landið sem er mjög jákvætt,“ segir Ásgeir Jónsson.


Tengdar fréttir

Stýrivextir lækka í 3,25 prósent

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,25%.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
4,2
10
100.597
TM
3,8
6
174.515
EIK
3,24
5
38.452
VIS
3,17
5
269.055
SIMINN
3,09
11
138.058

Mesta lækkun dagsins


Engar lækkanir skráðar í dag
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.