Viðskipti erlent

Banksy-verk seldist á metfé

Atli Ísleifsson skrifar
Verkið er fjórir metrar á breidd.
Verkið er fjórir metrar á breidd. AP

Málverk eftir breska götulistamanninn Banksy seldist á uppboði hjá Sotheby‘s í London í gær á rétt tæpar tíu milljónir punda.

Það er hæsta verð sem fengist hefur fyrir Banksy-verk og er um að ræða stærsta þekkta málverk listamannsins, sem yfirleitt málar á húsveggi.

Verkið er fjórir metrar á breidd og sýnir breska þingið í öllu sínu veldi en í stað þingmanna er salurinn fullur af simpönsum.

Listamaðurinn brást sjálfur við tíðindunum á Instagram-reikningi sínum og sagði leiðinlegt að málverkið væri ekki lengur í sinni eigu, en seljandinn er óþekktur.

Bansky málaði verkið árið 2009.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
3,1
5
46.200
MAREL
3,07
22
584.666
REGINN
2,35
5
48.606
EIK
2,15
6
82.684
FESTI
2,14
10
143.706

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-0,72
12
29.385
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.