Viðskipti innlent

Stálskip tapaði tæplega 160 milljónum króna

Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar
Guðrún Helga Lárusdóttir, einn eigenda Stálskipa.
Guðrún Helga Lárusdóttir, einn eigenda Stálskipa. fréttablaðið/auðunn
Fjárfestingafélagið Stálskip tapaði 157 milljónum króna á síðasta ári en til samanburðar hagnaðist félagið um 348 milljónir árið 2017.

Fjármagnstekjur námu 570 milljónum króna árið 2018 og jukust um tvö prósent á milli ára. Á móti námu fjármagnsgjöld 590 milljónum á síðasta ári samanborið við 119 milljónir árið 2017. Munaði miklu um gangvirðisbreytingar hlutabréfa sem voru neikvæðar um 429 milljónir. Stálskip er stærsti hluthafinn í íbúðafélaginu Heimavöllum með um 8,6 prósenta hlut. Þá var hlutdeild Stálskipa í afkomu hlutdeildarfélaga neikvæð um 150 milljónir en Stálskip á meira en tíu prósenta hlut í greiðslumiðluninni Borgun sem tapaði rúmlega milljarði króna á síðasta ári eins og greint var frá í Markaðinum.

Stjórn félagsins hefur lagt til að greiddur verði 300 milljóna króna arður til hluthafa en arðgreiðsla síðasta árs nam 400 milljónum. Bókfært eigið fé félagsins nam í lok síðasta árs 11,8 milljörðum króna og eiginfjárhlutfallið 99,3 prósentum. Þar af voru 6,3 milljarðar á innlendum og erlendum bankabókum.

Stálskip var stofnað 1970 af hjónunum Guðrúnu Lárusdóttur og Ágústi Sigurðssyni. Þau eiga samanlagt 47 prósent í félaginu en restin skiptist jafnt á milli þriggja barna þeirra. Stálskip varð fjárfestingafélag eftir að hafa selt frystitogarann Þór HF-4 til Rússlands og allan sinn kvóta árið 2014.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
5,88
79
288.851
EIM
5,23
18
206.601
MAREL
0,83
19
277.776
LEQ
0,69
3
5.340
ICESEA
0,57
5
8.382

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SVN
-1,59
33
57.469
FESTI
-1,25
4
81.316
HAGA
-1,01
4
2.561
SIMINN
-0,79
11
182.467
REGINN
-0,76
2
178
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.