Viðskipti innlent

Stálskip tapaði tæplega 160 milljónum króna

Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar
Guðrún Helga Lárusdóttir, einn eigenda Stálskipa.
Guðrún Helga Lárusdóttir, einn eigenda Stálskipa. fréttablaðið/auðunn

Fjárfestingafélagið Stálskip tapaði 157 milljónum króna á síðasta ári en til samanburðar hagnaðist félagið um 348 milljónir árið 2017.

Fjármagnstekjur námu 570 milljónum króna árið 2018 og jukust um tvö prósent á milli ára. Á móti námu fjármagnsgjöld 590 milljónum á síðasta ári samanborið við 119 milljónir árið 2017. Munaði miklu um gangvirðisbreytingar hlutabréfa sem voru neikvæðar um 429 milljónir. Stálskip er stærsti hluthafinn í íbúðafélaginu Heimavöllum með um 8,6 prósenta hlut. Þá var hlutdeild Stálskipa í afkomu hlutdeildarfélaga neikvæð um 150 milljónir en Stálskip á meira en tíu prósenta hlut í greiðslumiðluninni Borgun sem tapaði rúmlega milljarði króna á síðasta ári eins og greint var frá í Markaðinum.

Stjórn félagsins hefur lagt til að greiddur verði 300 milljóna króna arður til hluthafa en arðgreiðsla síðasta árs nam 400 milljónum. Bókfært eigið fé félagsins nam í lok síðasta árs 11,8 milljörðum króna og eiginfjárhlutfallið 99,3 prósentum. Þar af voru 6,3 milljarðar á innlendum og erlendum bankabókum.

Stálskip var stofnað 1970 af hjónunum Guðrúnu Lárusdóttur og Ágústi Sigurðssyni. Þau eiga samanlagt 47 prósent í félaginu en restin skiptist jafnt á milli þriggja barna þeirra. Stálskip varð fjárfestingafélag eftir að hafa selt frystitogarann Þór HF-4 til Rússlands og allan sinn kvóta árið 2014.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
3,27
21
451.148
EIM
3,11
16
126.639
SIMINN
1,32
11
407.136
VIS
1,23
2
17.490
SKEL
1,12
10
157.458

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,47
11
135.730
ICESEA
-0,7
1
5.247
MAREL
-0,51
7
42.442
ICEAIR
-0,41
7
4.404
ORIGO
0
7
56.197
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.