Viðskipti innlent

Úr fjártækni yfir í svefnrannsóknir

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Finnur Pálmi Magnússon hefur verið einn af talsmönnum Meniga á undanförnum árum.
Finnur Pálmi Magnússon hefur verið einn af talsmönnum Meniga á undanförnum árum. Aðsend

Finnur Pálmi Magnússon hefur verið ráðinn til starfa sem vörustjóri (e. product manager) hjá svefnrannsóknafyrirtækinu Nox Medical. Hann kemur til fyrirtækisins frá fjártæknifyrirtækinu Meniga þar sem Finnur hafði starfað í sex ár, síðast sem framkvæmdastjóri vöruþróunar.

Í vistaskiptatilkynningu Nox Medical segir að helstu verkefni hans hjá fyrirtækinu muni snúa að „nýsköpun og þróun á nýjum þjónustum.“ Þar má ætla að reynsla Finns af stafrænni vöruþróun komi að góðu notum, en á árum áður „leiddi hann mörg af stærri vef- og appþróunarverkefnum hérlendis, var tæknistjóri Stjórnlagaráðs og vörustjóri hjá Marorku,“ eins og segir í tilkynningunni.

„Það eru spennandi tímar framundan hjá Nox Medical þar sem svefnrannsóknir eru ört vaxandi svið í heilbrigðisgeiranum og fyrirtækið hefur nú þegar náð leiðandi stöðu með vörum sínum í svefnmælingum. Reynsla Finns í notendamiðaðri hönnun og hagnýtingu gagna til að bæta líf fólks mun nýtast vel í þeirri vegferð sem er framundan.“

Nox Medical hagnaðist um 2 milljónir evra, jafnvirði 284 milljóna króna, á síðasta ári samanborið við 324 þúsunda evra hagnað á árinu 2017. Vorið 2018 bar Nox Medical sigur úr býtum í dómsmáli gegn bandaríska stórfyrirtækinu Natus Inc. Um var að ræða eitt stærsta einkaleyfismál sem íslenskt fyrirtæki hefur staðið í.


Tengdar fréttir

Þýski netbankinn birtingarmynd þess sem koma skal

Þó svo að koma þýska netbankans N26 muni að öllum líkindum ekki umturna íslenska bankakerfinu er innreið hans skýr birtingarmynd þeirrar þróunar sem er að eiga sér stað í bankaþjónustu þessi misserin.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
2,79
23
428.425
EIM
1,09
6
15.650
TM
0,77
2
4.573
MAREL
0,51
14
430.537
SYN
0,36
1
3.474

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
-2,54
4
1.619.144
ICEAIR
-1,48
11
59.944
KVIKA
-1,36
10
84.287
ICESEA
-1,1
7
29.031
EIK
-1,02
1
12
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.