Viðskipti innlent

Sigmar og Vilhelm breyta banka í veitingastað og bar

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Staðurinn hefur fengið nafnið Barion.
Staðurinn hefur fengið nafnið Barion. Vísir/Anton

Viðskiptafélagarnir Sigmar Vilhjálmsson og Vilhelm Einarsson ætla á næstu vikum að opna veitingastað í Mosfellsbæ, þar sem áður var útibú Arion banka. Samkvæmt bæjarblaðinu Mosfellingur er um að ræða sportbar og veitingastað. Síðast ráku Sigmar og Vilhelm saman veitingastaðinn Shake and Pizza í Keiluhöllinni Egilshöll.

Sigmar seldi hlut sinn í Hamborgarafabrikunni og Keiluhöllinni í maí á síðasta ári.

Gamla bankahúsið við Þverholt í Mosfellsbæ sést hér á hægri hönd. Mynd/Já

Staðurinn í Mosfellsbæ hefur fengið nafnið Barion og mun taka 140 manns í sæti. Húsið sem um ræðir stendur á lóðinni Þverholt 1. Nú er verið að breyta húsnæðinu, þar á meðal á bankahvelfingunni sem reyndist flókið verkefni.

Búnaðarbankinn byggði húsið við Þverholt og flutti starfsemi sína í Mosfellsbæ þangað árið 1982. Arion banki lokaði útibúinu í maí í fyrra.

Nýi staðurinn mun meðal annars fylla skarð sportbarsins og veitingastaðarins Hvíti riddarinn sem áður var rekinn í Mosfellsbæ og varð gjaldþrota á síðasta ári.

Fjallað hefur verið um deilur Sigmars og fyrrum viðskiptafélaga hans, Skúla Gunnars Sigfússonar, en þær hafa staðið yfir í mörg ár. Héraðsdómur dæmdi Sigmari í hag árið 2018 en Skúli áfrýjaði til Landsréttar og var málið tekið fyrir í vikunni.

„Ég óska engum að þurfa að standa í svona og hvað þá við gamla viðskiptafélaga,“ skrifaði Sigmar um málið á Facebook síðu sína í vikunni.Greint var frá því á Vísi í júlí síðastliðnum að Sigmar hafi verið ráðinn talsmaður nýstofnaðs félags í eigu svínabænda, eggjabænda og kjúklingabænda. Félagið heitir FESK og er meginmarkmið þess að stuðla að upplýstri og ábyrgri umræðu um landbúnað á Íslandi. 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
3,27
21
451.148
EIM
3,11
16
126.639
SIMINN
1,32
11
407.136
VIS
1,23
2
17.490
SKEL
1,12
10
157.458

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,47
11
135.730
ICESEA
-0,7
1
5.247
MAREL
-0,51
7
42.442
ICEAIR
-0,41
7
4.404
ORIGO
0
7
56.197
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.