Viðskipti innlent

Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður lækkun stýrivaxta

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Í peningastefnunefnd sitja Ásgeir Jónsson, formaður, Rannveig Sigurðardóttir, Þórarinn G. Pétursson, Katrín Ólafsdóttir og Gylfi Zoëga.
Í peningastefnunefnd sitja Ásgeir Jónsson, formaður, Rannveig Sigurðardóttir, Þórarinn G. Pétursson, Katrín Ólafsdóttir og Gylfi Zoëga. Mynd/SÍ
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skýrir frá ákvörðun sinni um að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur á fundi í Seðlabankanum sem hefst klukkan 10. Með lækkuninni eru meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, nú 3,25%.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri gerir grein fyrir ákvörðun peningastefnunefndar á fundinum og svarar spurningum ásamt Rannveigu Sigurðardóttur aðstoðarseðlabankastjóra.

Sjá einnig: Stýrivextir lækka í 3,25 prósent

Í yfirlýsingu Peningastefnunefndar frá í morgun segir að haldið hafi áfram að hægja á hagvexti á fyrri hluta þessa árs, þótt hann hafi verið heldur meiri en gert var ráð fyrir. Verðbólga mældist 3,1% á þriðja ársfjórðungi og hjaðnaði milli fjórðunga.

Þá bendi nýleg þróun til þess að efnahagsumsvif hafi verið þróttmeiri en gert hefur verið ráð fyrir. Hins vegar séu horfur framundan óvissar, sérstaklega í alþjóðlegum efnahagsmálum. Því gæti dregið hraðar úr innlendum hagvexti en nú er búist við.

Beint streymi af fundinum má nálgast í spilaranum hér að neðan.


Tengdar fréttir

Stýrivextir lækka í 3,25 prósent

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,25%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×