Viðskipti innlent

Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður lækkun stýrivaxta

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Í peningastefnunefnd sitja Ásgeir Jónsson, formaður, Rannveig Sigurðardóttir, Þórarinn G. Pétursson, Katrín Ólafsdóttir og Gylfi Zoëga.
Í peningastefnunefnd sitja Ásgeir Jónsson, formaður, Rannveig Sigurðardóttir, Þórarinn G. Pétursson, Katrín Ólafsdóttir og Gylfi Zoëga. Mynd/SÍ

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skýrir frá ákvörðun sinni um að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur á fundi í Seðlabankanum sem hefst klukkan 10. Með lækkuninni eru meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, nú 3,25%.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri gerir grein fyrir ákvörðun peningastefnunefndar á fundinum og svarar spurningum ásamt Rannveigu Sigurðardóttur aðstoðarseðlabankastjóra.

Sjá einnig: Stýrivextir lækka í 3,25 prósent

Í yfirlýsingu Peningastefnunefndar frá í morgun segir að haldið hafi áfram að hægja á hagvexti á fyrri hluta þessa árs, þótt hann hafi verið heldur meiri en gert var ráð fyrir. Verðbólga mældist 3,1% á þriðja ársfjórðungi og hjaðnaði milli fjórðunga.

Þá bendi nýleg þróun til þess að efnahagsumsvif hafi verið þróttmeiri en gert hefur verið ráð fyrir. Hins vegar séu horfur framundan óvissar, sérstaklega í alþjóðlegum efnahagsmálum. Því gæti dregið hraðar úr innlendum hagvexti en nú er búist við.

Beint streymi af fundinum má nálgast í spilaranum hér að neðan.


Tengdar fréttir

Stýrivextir lækka í 3,25 prósent

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,25%.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
5,4
10
48.688
SIMINN
2,7
13
449.612
HEIMA
2,61
4
332.526
ARION
2,49
27
524.765
SKEL
1,9
9
378.437

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-3,21
12
51.146
EIM
-3,01
37
189.495
ICESEA
-1,08
6
33.044
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.